Þorsteinn hellir sér yfir Miðflokksmenn Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2019 15:53 Þorsteinn segir algerlega óþolandi að sitja undir ásökunum um að hann við annan mann sitji á svikráðum við þjóð sína. Þorsteinn Víglundsson, steig í ræðupúlt þingsins eftir hádegi í dag og það var verulega þungt hljóðið í varaformanni Viðreisnar. En, þingmenn hafa í dag sem og í gær verið að ræða mál málanna, nefnilega þriðja orkupakkann. Verulega er farið að hitna í kolum vegna þess máls. Ræða Þorsteins má vera til marks um það.Óþolandi ásakanir um svikráð Þorsteinn benti á að ábyrgð þingmanna væri mikil. Þeir hefðu skuldbundið sig til að vinna að heill þjóðarinnar. Ábyrgðin sneri ekki síst að því hvernig þeir hagi störfum sínum, hvernig þeir hagi tali sínu og upplýsingagjöf til þjóðarinnar. Hann beindi þá orðum sínum að þingmönnum Miðflokksins, án þess þó að nefna þá á nafn. „Það veldur manni þess vegna alveg ólýsanlegum vonbrigðum þegar maður horfir uppá þingmenn halda hér fram slíkum rangfærslum sem haldið hefur verið fram hér um það mál sem nú er til umræðu í þinginu. Um 3. orkupakkann. Þegar umræðan loks er hafin þá kemur svo berlega í ljós hversu innistæðulausar fullyrðingarnar til þessa hafa verið. Við erum búin að sitja hér undir árásum af hálfu ákveðinna aðila og afla í samfélaginu um að þingmenn hér í þessum sal sitji að einhvers konar svikráðum við þjóðina með að styðja þetta mál. Að hér sé verið að brjóta gegn stjórnarskrá, hér sé verið framselja auðlendur í hendur erlendra afla og svo fram eftir götunum,“ sagði Þorsteinn. Lítið gefið fyrir drengskaparheitið Hann bætti því að það kæmi á daginn þá er þessir sömu aðilar tækju til máls á þinginu og ræddu málið efnislega að þá væri ekki nokkur leið að rökstyðja þær fullyrðingar sem settar hafa verið fram. „Það væri óskandi að menn vönduðu betur málflutning sinn í þessum málum. Og það er algerlega óþolandi sem þingmaður að sitja undir ásökunum um að ganga á bak drengskaparheiti sínu við stjórnarskrá Íslands. Að sitja hér á svikráðum við þjóðina með því að styðja við það mál sem 3. orkupakkinn snýst um. Sem í öllum einfaldleika er neytendavernd fyrir allan almenning í orkumálum.“ Alþingi Miðflokkurinn Viðreisn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. 9. apríl 2019 12:00 Öll einkenni þjóðernispopúlisma til staðar í umræðu um þriðja orkupakkann Það er auðvelt að grípa til þjóðernispopúlískra aðferða í umræðunni um þriðja orkupakkann vegna þess hvernig málið er vaxið en það er tiltölulega flókið og erlendir aðilar eiga hlut að máli. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessor í stjórnmálafræði, sem hefur í sínum rannsóknum á síðustu árum sérhæft sig í popúlisma. 9. apríl 2019 12:19 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, steig í ræðupúlt þingsins eftir hádegi í dag og það var verulega þungt hljóðið í varaformanni Viðreisnar. En, þingmenn hafa í dag sem og í gær verið að ræða mál málanna, nefnilega þriðja orkupakkann. Verulega er farið að hitna í kolum vegna þess máls. Ræða Þorsteins má vera til marks um það.Óþolandi ásakanir um svikráð Þorsteinn benti á að ábyrgð þingmanna væri mikil. Þeir hefðu skuldbundið sig til að vinna að heill þjóðarinnar. Ábyrgðin sneri ekki síst að því hvernig þeir hagi störfum sínum, hvernig þeir hagi tali sínu og upplýsingagjöf til þjóðarinnar. Hann beindi þá orðum sínum að þingmönnum Miðflokksins, án þess þó að nefna þá á nafn. „Það veldur manni þess vegna alveg ólýsanlegum vonbrigðum þegar maður horfir uppá þingmenn halda hér fram slíkum rangfærslum sem haldið hefur verið fram hér um það mál sem nú er til umræðu í þinginu. Um 3. orkupakkann. Þegar umræðan loks er hafin þá kemur svo berlega í ljós hversu innistæðulausar fullyrðingarnar til þessa hafa verið. Við erum búin að sitja hér undir árásum af hálfu ákveðinna aðila og afla í samfélaginu um að þingmenn hér í þessum sal sitji að einhvers konar svikráðum við þjóðina með að styðja þetta mál. Að hér sé verið að brjóta gegn stjórnarskrá, hér sé verið framselja auðlendur í hendur erlendra afla og svo fram eftir götunum,“ sagði Þorsteinn. Lítið gefið fyrir drengskaparheitið Hann bætti því að það kæmi á daginn þá er þessir sömu aðilar tækju til máls á þinginu og ræddu málið efnislega að þá væri ekki nokkur leið að rökstyðja þær fullyrðingar sem settar hafa verið fram. „Það væri óskandi að menn vönduðu betur málflutning sinn í þessum málum. Og það er algerlega óþolandi sem þingmaður að sitja undir ásökunum um að ganga á bak drengskaparheiti sínu við stjórnarskrá Íslands. Að sitja hér á svikráðum við þjóðina með því að styðja við það mál sem 3. orkupakkinn snýst um. Sem í öllum einfaldleika er neytendavernd fyrir allan almenning í orkumálum.“
Alþingi Miðflokkurinn Viðreisn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. 9. apríl 2019 12:00 Öll einkenni þjóðernispopúlisma til staðar í umræðu um þriðja orkupakkann Það er auðvelt að grípa til þjóðernispopúlískra aðferða í umræðunni um þriðja orkupakkann vegna þess hvernig málið er vaxið en það er tiltölulega flókið og erlendir aðilar eiga hlut að máli. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessor í stjórnmálafræði, sem hefur í sínum rannsóknum á síðustu árum sérhæft sig í popúlisma. 9. apríl 2019 12:19 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. 9. apríl 2019 12:00
Öll einkenni þjóðernispopúlisma til staðar í umræðu um þriðja orkupakkann Það er auðvelt að grípa til þjóðernispopúlískra aðferða í umræðunni um þriðja orkupakkann vegna þess hvernig málið er vaxið en það er tiltölulega flókið og erlendir aðilar eiga hlut að máli. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessor í stjórnmálafræði, sem hefur í sínum rannsóknum á síðustu árum sérhæft sig í popúlisma. 9. apríl 2019 12:19