Innlent

Tæp­lega 5.500 manns nýttu frían strætópassa á gráum degi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Alls bættust 1846 nýir notendur við appið frá því tilkynnt var um gráan dag á sunnudag.
Alls bættust 1846 nýir notendur við appið frá því tilkynnt var um gráan dag á sunnudag. vísir/vilhelm
Tæplega 5.500 manns, eða alls 5.410 einstaklingar, nýttu sér frían dagspassa í strætó í gær á gráum degi. Frítt var í strætó vegna þess að áætlað var að styrkur svifryks myndi fara yfir heilsuverndarmörk.

Voru íbúar höfuðborgarsvæðisins því hvattir til þess að hvíla einkabílinn og nýta sér umhverfisvænni samgöngumáta, þar á meðal strætó.

Hægt var að sækja frípassann í gegnum strætóappið og voru um 16 þúsund manns sem notuðu appið í gær að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. Meðalnotkun í appinu á virkum dögum er um 12 þúsund manns.

Þá bættust 1846 nýir notendur við appið frá því tilkynnt var um gráan dag á sunnudag.


Tengdar fréttir

Óhætt að fara á sumardekkin

Bíleigendum sem ekki eiga erindi á fjallvegi er óhætt að skipta yfir á sumardekk. Svifryksmengun var yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík og á Akureyri í gær. Mikið er að gera á hjólbarðaverkstæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×