Tómas Ingi: Þetta var eiginlega síðasta stoppustöð Anton Ingi Leifsson skrifar 19. febrúar 2019 22:30 Tómas Ingi Tómasson, knattspyrnuþjálfari og fyrrum leikmaður, er á batavegi eftir að hafa gengist undir aðgerð á mjöðm í Þýskalandi í mánuðinum. Tómas hefur farið í fjórar aðgerðir á mjöðm á síðustu árum og var í yfir 200 daga á sjúkrahúsi á síðasta ári en fimmta aðgerðin var framkvæmd í Þýskalandi fyrr í þessum mánuði. Þetta hófst allt með mjaðmaraðgerð sem misheppnaðist árið 2015 en hann hefur rætt við Stöð 2 um erfiðleikina. Hann var svo í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld um fimmtu aðgerðina. „Miðað við allt sem er búið að skera frá í fyrri aðgerðum þá held ég að þetta hafi tekist mjög vel,“ sagði Tómas Ingi í viðtali við Arnar Björnsson en Tómas er staddur í Hamburg. „Það er ekki endalaust hægt að opna menn og reyna upp á nýtt þannig að þetta var eiginlega síðasta stoppustöð. Maður var hræddur fyrir aðgerðina en ég vissi að ég væri í höndum bestu lækna í heimi.“ „Það er eins og að fara úr minni deild í Meistaradeildina að koma hingað og ég er ótrúlega glaður að ég sjái möguleika á því að ganga aftur. Að ég sé ekki bundinn hjólastól eða á hækjum eða bundinn öðru hjálpartæki.“ Tómas Ingi segir að það taki að lágmarki eitt og hálft ár að koma sér aftur á fætur en hann er bjartsýnni nú en áður. „Þeir segja að þetta taki lágmark átján mánaði að ná þeim vöðvastyrk sem ég var með fyrir,“ en fjögur ár eru langur tími:„Andlega heilsan hefur farið hrikalega langt niður.“ Hann reiknar með því að fara út af sjúkrahúsinu í Þýskalandi um miðjan mars mánuð og þá bíður hans stórt verkefni. „Þá bíður mín rosalega stórt verkefni að endurhæfa sjálfan mig og reyna að bæta á mig vöðvum til þess að halda mér gangandi. Maður sér í endamarkið í þessari baráttu og að maður geti labbað aftur. Það var ekki öruggt er ég fór hingað inn.“ Margir hafa stutt við bakið á Tómasi í baráttunni og hann er rosalega þakklátur fyrir allan þann stuðning sem hann hefur fengið. „Númer eitt, tvö og þrjú er það konan mín, Helga Lund, sem hefur verið minn klettur. Einnig hefur fjölskyldan staðið þétt við bakið á mér og svo á ég ofboðslega góða vini. Það að gamlir fótboltafélagar og fullt af fólki sem maður hefur snert í lífinu komi svona sterkt inn í þetta ferli hjá mér hefur verið hvatning fyrir mig. Ég er ævinlega þakklátur því fólki.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tómas Ingi: Var við dauðans dyr Guðjón Guðmundsson hitti Tómas Inga Tómasson í dag og ræddi við hann um Tommadaginn á sunnudaginn kemur og hrikalegt erfið fjögur ár sem hafa verið einstaklega erfið líkamlega og andlega fyrir hann og fjölskyldu hans. 7. desember 2018 19:15 AGF með söfnun fyrir Tómas Inga í Danmörku Styrktarleikur fyrir Tómas Inga Tómasson og fjölskyldu hans, fer fram á sunnudaginn í Egilshöllinni en þar ætla vinir hans og félagar úr fótboltanum að safna fyrir Tómas Inga. Tómas Ingi á einnig góða að í Danmörku. 7. desember 2018 14:00 Gamlir liðsfélagar Tómasar Inga í AGF söfnuðu einni milljón króna Fyrrverandi samherjar Tómasar Inga og fleiri í kringum Árósafélagið vildu styðja við bakið á sínum manni. 12. desember 2018 10:59 Eiður Smári fór illa með Hjörvar í Tommaleiknum Í gær fór fram góðgerðaleikur milli landsliðs Eyjólfs Sverrissonar og pressuliðs Rúnars Kristinssonar en liðin mættust í Egilshöllinni. 10. desember 2018 23:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Tómas Ingi Tómasson, knattspyrnuþjálfari og fyrrum leikmaður, er á batavegi eftir að hafa gengist undir aðgerð á mjöðm í Þýskalandi í mánuðinum. Tómas hefur farið í fjórar aðgerðir á mjöðm á síðustu árum og var í yfir 200 daga á sjúkrahúsi á síðasta ári en fimmta aðgerðin var framkvæmd í Þýskalandi fyrr í þessum mánuði. Þetta hófst allt með mjaðmaraðgerð sem misheppnaðist árið 2015 en hann hefur rætt við Stöð 2 um erfiðleikina. Hann var svo í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld um fimmtu aðgerðina. „Miðað við allt sem er búið að skera frá í fyrri aðgerðum þá held ég að þetta hafi tekist mjög vel,“ sagði Tómas Ingi í viðtali við Arnar Björnsson en Tómas er staddur í Hamburg. „Það er ekki endalaust hægt að opna menn og reyna upp á nýtt þannig að þetta var eiginlega síðasta stoppustöð. Maður var hræddur fyrir aðgerðina en ég vissi að ég væri í höndum bestu lækna í heimi.“ „Það er eins og að fara úr minni deild í Meistaradeildina að koma hingað og ég er ótrúlega glaður að ég sjái möguleika á því að ganga aftur. Að ég sé ekki bundinn hjólastól eða á hækjum eða bundinn öðru hjálpartæki.“ Tómas Ingi segir að það taki að lágmarki eitt og hálft ár að koma sér aftur á fætur en hann er bjartsýnni nú en áður. „Þeir segja að þetta taki lágmark átján mánaði að ná þeim vöðvastyrk sem ég var með fyrir,“ en fjögur ár eru langur tími:„Andlega heilsan hefur farið hrikalega langt niður.“ Hann reiknar með því að fara út af sjúkrahúsinu í Þýskalandi um miðjan mars mánuð og þá bíður hans stórt verkefni. „Þá bíður mín rosalega stórt verkefni að endurhæfa sjálfan mig og reyna að bæta á mig vöðvum til þess að halda mér gangandi. Maður sér í endamarkið í þessari baráttu og að maður geti labbað aftur. Það var ekki öruggt er ég fór hingað inn.“ Margir hafa stutt við bakið á Tómasi í baráttunni og hann er rosalega þakklátur fyrir allan þann stuðning sem hann hefur fengið. „Númer eitt, tvö og þrjú er það konan mín, Helga Lund, sem hefur verið minn klettur. Einnig hefur fjölskyldan staðið þétt við bakið á mér og svo á ég ofboðslega góða vini. Það að gamlir fótboltafélagar og fullt af fólki sem maður hefur snert í lífinu komi svona sterkt inn í þetta ferli hjá mér hefur verið hvatning fyrir mig. Ég er ævinlega þakklátur því fólki.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tómas Ingi: Var við dauðans dyr Guðjón Guðmundsson hitti Tómas Inga Tómasson í dag og ræddi við hann um Tommadaginn á sunnudaginn kemur og hrikalegt erfið fjögur ár sem hafa verið einstaklega erfið líkamlega og andlega fyrir hann og fjölskyldu hans. 7. desember 2018 19:15 AGF með söfnun fyrir Tómas Inga í Danmörku Styrktarleikur fyrir Tómas Inga Tómasson og fjölskyldu hans, fer fram á sunnudaginn í Egilshöllinni en þar ætla vinir hans og félagar úr fótboltanum að safna fyrir Tómas Inga. Tómas Ingi á einnig góða að í Danmörku. 7. desember 2018 14:00 Gamlir liðsfélagar Tómasar Inga í AGF söfnuðu einni milljón króna Fyrrverandi samherjar Tómasar Inga og fleiri í kringum Árósafélagið vildu styðja við bakið á sínum manni. 12. desember 2018 10:59 Eiður Smári fór illa með Hjörvar í Tommaleiknum Í gær fór fram góðgerðaleikur milli landsliðs Eyjólfs Sverrissonar og pressuliðs Rúnars Kristinssonar en liðin mættust í Egilshöllinni. 10. desember 2018 23:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Tómas Ingi: Var við dauðans dyr Guðjón Guðmundsson hitti Tómas Inga Tómasson í dag og ræddi við hann um Tommadaginn á sunnudaginn kemur og hrikalegt erfið fjögur ár sem hafa verið einstaklega erfið líkamlega og andlega fyrir hann og fjölskyldu hans. 7. desember 2018 19:15
AGF með söfnun fyrir Tómas Inga í Danmörku Styrktarleikur fyrir Tómas Inga Tómasson og fjölskyldu hans, fer fram á sunnudaginn í Egilshöllinni en þar ætla vinir hans og félagar úr fótboltanum að safna fyrir Tómas Inga. Tómas Ingi á einnig góða að í Danmörku. 7. desember 2018 14:00
Gamlir liðsfélagar Tómasar Inga í AGF söfnuðu einni milljón króna Fyrrverandi samherjar Tómasar Inga og fleiri í kringum Árósafélagið vildu styðja við bakið á sínum manni. 12. desember 2018 10:59
Eiður Smári fór illa með Hjörvar í Tommaleiknum Í gær fór fram góðgerðaleikur milli landsliðs Eyjólfs Sverrissonar og pressuliðs Rúnars Kristinssonar en liðin mættust í Egilshöllinni. 10. desember 2018 23:15
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti