Davíð segir ofurskatt lagðan á sjávarútveginn Jakob Bjarnar skrifar 9. desember 2019 08:59 Þorsteinn Már Baldvinsson og Davíð Oddsson sem telur ómaklega að fiskveiðistjórnunarkerfnu vegið af lýðskrumurum. visir/Vilhelm/Getty Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er harðorður í leiðara dagsins og beinir spjótum sínum að þeim sem hann kallar lýðskrumara; pólitíkusar sem vilja gera sér mat úr því sem kalla má „óskemmtilegt mál sem réttilega hefur fengið mjög á almenning hér þó að það hafi vakið mun minni athygli erlendis en sumir vilja vera láta“. Davíð er hér að tala um Samherjamálið þó hann nefni það aldrei sem slíkt, heldur talar um mál úti í Namibíu. Ritstjórinn telur fráleitt að tengja það mál saman við umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið eða útgerðina sem á reyndar undir högg að sækja. Árvakur, útgáfufélag blaðsins, hefur verið í eigu útgerðarmanna, til skamms tíma meðal annarra Samherja sem seldi sinn hlut til Eyþórs Arnalds oddvita Sjálfstæðismanna í borginni og lánaði honum þá 325 milljónir króna til kaupanna. „Ein atvinnugrein hér á landi býr við það að vera sérstaklega skattlögð umfram nokkra aðra. Þetta er sjávarútvegurinn en sem kunnugt er leggur ríkið sérstakt »veiðigjald«, sem þykir hljóma betur en sérstakur skattur á fiskveiðar, á greinina. Sambærilegur aukaskattur er ekki lagður á aðrar greinar, hvorki þær sem nýta náttúruna með svipuðum hætti og sjávarútvegurinn né önnur fyrirtæki sem nýta sér einhvers konar aðstöðu sem mætti jafna til náttúruauðlinda.“ Ofurskattur á útgerðina Þessi sérstaða sjávarútvegsins, eða fiskveiðanna, hefur ekki orðið til þess að gætt sé hófs í þessari aukaskattlagningu, að sögn Davíðs. „Þvert á móti er þessi skattur að lögum ákveðinn 33% og hefur verið það um hríð, þrátt fyrir tal um að hann hafi verið lækkaður,“ skrifar Davíð og segir skattinn í raun enn meira íþyngjandi því að veiðigjaldið á að leggjast á nýtingu auðlindarinnar, sem sagt fiskveiðarnar, en ekki á til dæmis markaðsstarf sjávarútvegsins, sem hefur verið öflugt og skilað miklum árangri á liðnum árum. Þorsteinn Már, fráfarandi forstjóri Samherja, fundar með starfsfólki fyrirtækisins á Dalvík.visir/Tryggvi Páll Ritstjórinn vitnar í grein sem Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi skrifaði og birti í Morgunblaðinu þar sem fram kemur að miðað við áætlanir geti veiðigjaldið á næsta ári orðið 51% af hreinum hagnaði fiskveiða og ofan á það bætist svo 20% tekjuskattur, eins og á aðrar greinar. Óábyrgt athæfi lýðskrumarans „Þrátt fyrir þennan ofurskatt reyna lýðskrumarar nú eina ferðina enn að ráðast gegn þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar og nota til þess ömurlegt mál í fjarlægu landi. Ætlunin virðist vera að hækka skatta á greinina og helst að bylta fiskveiðistjórnarkerfinu, kerfi sem hefur tryggt stöðugleika og uppbyggingu í sjávarútvegi, kerfi sem hefur tryggt að útvegurinn hér á landi hefur getað staðið undir ofursköttum á sama tíma og keppinautarnir erlendis búa við ríkisstyrki.“ Davíð segir mikilvægt að botn fáist í þetta mál sem upp kom í Namibíu en það þurfi að gerast í réttarkerfinu en ekki með aftökum án dóms og laga. Og hann varar við lýðskrumurunum: „Ekki er síður mikilvægt að lýðskrumarar gæti sín áður en þeir hafa valdið þjóðinni mun meira tjóni með óábyrgu framferði sínu en þetta tiltekna mál gat nokkru sinni gert án þeirra atbeina.“ Fjölmiðlar Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er harðorður í leiðara dagsins og beinir spjótum sínum að þeim sem hann kallar lýðskrumara; pólitíkusar sem vilja gera sér mat úr því sem kalla má „óskemmtilegt mál sem réttilega hefur fengið mjög á almenning hér þó að það hafi vakið mun minni athygli erlendis en sumir vilja vera láta“. Davíð er hér að tala um Samherjamálið þó hann nefni það aldrei sem slíkt, heldur talar um mál úti í Namibíu. Ritstjórinn telur fráleitt að tengja það mál saman við umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið eða útgerðina sem á reyndar undir högg að sækja. Árvakur, útgáfufélag blaðsins, hefur verið í eigu útgerðarmanna, til skamms tíma meðal annarra Samherja sem seldi sinn hlut til Eyþórs Arnalds oddvita Sjálfstæðismanna í borginni og lánaði honum þá 325 milljónir króna til kaupanna. „Ein atvinnugrein hér á landi býr við það að vera sérstaklega skattlögð umfram nokkra aðra. Þetta er sjávarútvegurinn en sem kunnugt er leggur ríkið sérstakt »veiðigjald«, sem þykir hljóma betur en sérstakur skattur á fiskveiðar, á greinina. Sambærilegur aukaskattur er ekki lagður á aðrar greinar, hvorki þær sem nýta náttúruna með svipuðum hætti og sjávarútvegurinn né önnur fyrirtæki sem nýta sér einhvers konar aðstöðu sem mætti jafna til náttúruauðlinda.“ Ofurskattur á útgerðina Þessi sérstaða sjávarútvegsins, eða fiskveiðanna, hefur ekki orðið til þess að gætt sé hófs í þessari aukaskattlagningu, að sögn Davíðs. „Þvert á móti er þessi skattur að lögum ákveðinn 33% og hefur verið það um hríð, þrátt fyrir tal um að hann hafi verið lækkaður,“ skrifar Davíð og segir skattinn í raun enn meira íþyngjandi því að veiðigjaldið á að leggjast á nýtingu auðlindarinnar, sem sagt fiskveiðarnar, en ekki á til dæmis markaðsstarf sjávarútvegsins, sem hefur verið öflugt og skilað miklum árangri á liðnum árum. Þorsteinn Már, fráfarandi forstjóri Samherja, fundar með starfsfólki fyrirtækisins á Dalvík.visir/Tryggvi Páll Ritstjórinn vitnar í grein sem Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi skrifaði og birti í Morgunblaðinu þar sem fram kemur að miðað við áætlanir geti veiðigjaldið á næsta ári orðið 51% af hreinum hagnaði fiskveiða og ofan á það bætist svo 20% tekjuskattur, eins og á aðrar greinar. Óábyrgt athæfi lýðskrumarans „Þrátt fyrir þennan ofurskatt reyna lýðskrumarar nú eina ferðina enn að ráðast gegn þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar og nota til þess ömurlegt mál í fjarlægu landi. Ætlunin virðist vera að hækka skatta á greinina og helst að bylta fiskveiðistjórnarkerfinu, kerfi sem hefur tryggt stöðugleika og uppbyggingu í sjávarútvegi, kerfi sem hefur tryggt að útvegurinn hér á landi hefur getað staðið undir ofursköttum á sama tíma og keppinautarnir erlendis búa við ríkisstyrki.“ Davíð segir mikilvægt að botn fáist í þetta mál sem upp kom í Namibíu en það þurfi að gerast í réttarkerfinu en ekki með aftökum án dóms og laga. Og hann varar við lýðskrumurunum: „Ekki er síður mikilvægt að lýðskrumarar gæti sín áður en þeir hafa valdið þjóðinni mun meira tjóni með óábyrgu framferði sínu en þetta tiltekna mál gat nokkru sinni gert án þeirra atbeina.“
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira