„Þau eru að brjóta á barninu okkar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 21:00 Tuttugu og tveggja mánaða gamalli stúlku og foreldrum hennar verður að óbreyttu vísað úr landi eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfur foreldranna um að stúlkan fengi að eiga lögheimili hér á landi. Stúlkan er fædd á Íslandi en foreldrar hennar sem eru albanskir segja dóttur sinni vera mismunað og ætla að áfrýja dómnum til Landsréttar. Erna Reka fæddist í apríl 2017 en foreldrar hennar eru albanskir ríkisborgarar sem komu hingað til lands árið 2015 og voru þá hvorki með dvalar- né atvinnuleyfi. Þau voru flutt úr landi árið 2016 en komu aftur þremur vikum síðar, en síðan þau komu fyrst til landsins árið 2015 hefur umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd, dvalarleyfi og atvinnuleyfi verið synjað.Sjá einnig: Þjóðskrá sýknuð og fjölskyldunni að óbreyttu vísað úr landi Fyrir hönd dóttur sinnar gerðu foreldrarnir þær kröfur að skráning Þjóðskrár á lögheimili Ernu sem „ótilgreint í Evrópu“ yrði ógild og það viðurkennt með dómi að lögheimili hennar yrði skráð hér á landi. Samkvæmt dómi héraðsdóms er ekki hægt að stofna til fastrar búsetu barnsins á Íslandi þegar um er að ræða ólöglega dvöl foreldra hennar í landinu. Foreldrar Ernu telja niðurstöðuna brjóta í bága við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Okkur líður ekki vel en við höldum áfram. Við teljum okkur hafa réttindi og við hættum ekki að berjast fyrir þeim,“ segir Erion Reka, faðir Ernu. „Við ræðum þetta við lögfræðinginn en við munum örugglega áfrýa. Þau eru að brjóta á barninu okkar. Hún á rétt á að vera hérna. Yfirvöld verða að virða rétt hennar,“ segir Nazife Billa, móðir Ernu. Albanía Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Tuttugu og tveggja mánaða gamalli stúlku og foreldrum hennar verður að óbreyttu vísað úr landi eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfur foreldranna um að stúlkan fengi að eiga lögheimili hér á landi. Stúlkan er fædd á Íslandi en foreldrar hennar sem eru albanskir segja dóttur sinni vera mismunað og ætla að áfrýja dómnum til Landsréttar. Erna Reka fæddist í apríl 2017 en foreldrar hennar eru albanskir ríkisborgarar sem komu hingað til lands árið 2015 og voru þá hvorki með dvalar- né atvinnuleyfi. Þau voru flutt úr landi árið 2016 en komu aftur þremur vikum síðar, en síðan þau komu fyrst til landsins árið 2015 hefur umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd, dvalarleyfi og atvinnuleyfi verið synjað.Sjá einnig: Þjóðskrá sýknuð og fjölskyldunni að óbreyttu vísað úr landi Fyrir hönd dóttur sinnar gerðu foreldrarnir þær kröfur að skráning Þjóðskrár á lögheimili Ernu sem „ótilgreint í Evrópu“ yrði ógild og það viðurkennt með dómi að lögheimili hennar yrði skráð hér á landi. Samkvæmt dómi héraðsdóms er ekki hægt að stofna til fastrar búsetu barnsins á Íslandi þegar um er að ræða ólöglega dvöl foreldra hennar í landinu. Foreldrar Ernu telja niðurstöðuna brjóta í bága við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Okkur líður ekki vel en við höldum áfram. Við teljum okkur hafa réttindi og við hættum ekki að berjast fyrir þeim,“ segir Erion Reka, faðir Ernu. „Við ræðum þetta við lögfræðinginn en við munum örugglega áfrýa. Þau eru að brjóta á barninu okkar. Hún á rétt á að vera hérna. Yfirvöld verða að virða rétt hennar,“ segir Nazife Billa, móðir Ernu.
Albanía Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira