Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 19:30 Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. Nara segist hafa verið að verja sig fyrir eiginmanni sínum sem hafi ítrekað beitt hana ofbeldi. Á þriðja tug mótmælenda kom saman til þögulla mótmæla á Hólmsheiði þegar Nara mætti til að hefja afplánun þeirra þriggja mánaða sem hún þarf að sitja inni en hún segist hafa mætt miklu óréttlæti í réttarkerfinu. Þær Eydís Eir Brynju-Björnsdóttir og Júlía Birgisdóttir skipulögðu mótmælin en sjálfar eru þær þolendur kynferðisofbeldis sem hafa slæma reynslu af réttarkerfinu. „Það fer svo í rettlætiskennd okkar að við megum ekki verja okkur ef á okkur er ráðist án þess að eiga það í hættu að vera dæmdar í fangelsi,“ segja þær í skriflegu svari til fréttastofu.Nara Walker vinkar bless þegar hún gengur inn um hliðið til að hefja afplánun á Hólmsheiði.„Það vekur líka athygli að í lögum er klausa að þú mátt verja þig þegar þú telur lífi þínu ógnað. Við vitum ekki hvort dómarar noti þessa klausu nokkurn tíma en hún átti sannarlega við í máli Nöru. Það er algjörlega óskiljanlegt að sjálfsvörn sé ekki lögleg á Íslandi, sem er númer 1 í heiminum í jafnrétti kynjanna segir allt sem segja þarf um stöðu þolenda í dómskerfinu.“ Nara kvaddi vini og vandamenn fyrir utan fangelsið áður en hún hringdi bjöllunni og gekk inn í fangelsið síðdegis í dag. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem fólk hefur mótmælt fyrir utan fangelsið," sagði Nara áður en hún kvaddi. „Takk stelpur fyrir að gera þetta. Ég er mjög þakklát. Ég er útlendingur en við erum systur þótt við séum ekki frá sama stað. Þessar aðstæður halda okkur saman.“ Dómsmál Fangelsismál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13 Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn, segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. 19. janúar 2019 09:00 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. Nara segist hafa verið að verja sig fyrir eiginmanni sínum sem hafi ítrekað beitt hana ofbeldi. Á þriðja tug mótmælenda kom saman til þögulla mótmæla á Hólmsheiði þegar Nara mætti til að hefja afplánun þeirra þriggja mánaða sem hún þarf að sitja inni en hún segist hafa mætt miklu óréttlæti í réttarkerfinu. Þær Eydís Eir Brynju-Björnsdóttir og Júlía Birgisdóttir skipulögðu mótmælin en sjálfar eru þær þolendur kynferðisofbeldis sem hafa slæma reynslu af réttarkerfinu. „Það fer svo í rettlætiskennd okkar að við megum ekki verja okkur ef á okkur er ráðist án þess að eiga það í hættu að vera dæmdar í fangelsi,“ segja þær í skriflegu svari til fréttastofu.Nara Walker vinkar bless þegar hún gengur inn um hliðið til að hefja afplánun á Hólmsheiði.„Það vekur líka athygli að í lögum er klausa að þú mátt verja þig þegar þú telur lífi þínu ógnað. Við vitum ekki hvort dómarar noti þessa klausu nokkurn tíma en hún átti sannarlega við í máli Nöru. Það er algjörlega óskiljanlegt að sjálfsvörn sé ekki lögleg á Íslandi, sem er númer 1 í heiminum í jafnrétti kynjanna segir allt sem segja þarf um stöðu þolenda í dómskerfinu.“ Nara kvaddi vini og vandamenn fyrir utan fangelsið áður en hún hringdi bjöllunni og gekk inn í fangelsið síðdegis í dag. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem fólk hefur mótmælt fyrir utan fangelsið," sagði Nara áður en hún kvaddi. „Takk stelpur fyrir að gera þetta. Ég er mjög þakklát. Ég er útlendingur en við erum systur þótt við séum ekki frá sama stað. Þessar aðstæður halda okkur saman.“
Dómsmál Fangelsismál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13 Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn, segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. 19. janúar 2019 09:00 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13
Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn, segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. 19. janúar 2019 09:00