Innlent

Lítil breyting á fylgi flokkanna á Alþingi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá Alþingi.
Frá Alþingi. vísir/vilhelm
Ný könnun MMR á fylgi flokkanna á Alþingi sýnir litla breytingu á fylginu milli kannanna. Könnunin var framkvæmd 11. til 15. febrúar 2019 og var heildarfjöldi svarenda 934, 18 ára og eldri. Stuðningur við ríkisstjórnina eykst lítillega, er nú 42,8 prósent miðað við 41,5 prósent síðast.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með stuðning 22,7 prósent landsmanna sem er tæpu prósentustigi meira en í síðustu könnun.

„Samfylkingin mældist með 15,9% fylgi, sem er tæplega hálfu prósentustigi meira en flokkurinn mældist með í síðustu könnun og fylgi Framsóknarflokksins jókst um tæpt prósentustig og mældist nú 13,5%.

Þá minnkaði fylgi Vinstri grænna um rúmlega eitt prósentustig, fylgi Pírata minnkaði um rúmlega eitt og hálft prósentustig og fylgi Miðflokksins minnkaði um rúmlega tvö prósentustig frá síðustu mælingum,“ segir í frétt MMR um könnunina þar sem nánar má lesa um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×