Tennisgoðsögnin Martina Navratilova hefur gert transfólk víða um heim brjálað með síðustu ummælum sínum og samtök transfólks í Bandaríkjunum hefur slitið samstarfi við hana.
Navratilova er ein besta tenniskona allra tíma og vann 18 risatitla á glæstum ferli. Hún er einnig samkynhneigð og hefur lengi barist fyrir réttindum samkynhneigðra og svo transfólks á síðustu árum.
„Maður getur ákveðið að verða kona og tekið hormóna til að fá þátttökurétt í íþróttum. Unnið allt sem er í boði og jafnvel grætt vel í leiðinni. Síðan snúið öllu við, orðið karlmaður aftur og búið til börn,“ skrifaði Navratilova í grein.
„Það er bilun og svindl. Ég hef ekkert á móti transfólki en ég væri ekki ánægð ef ég þyrfti að keppa á móti transkonu. Það væri ekki sanngjarnt.“
Samtök transfólks í Bandaríkjunum hafa rekið Navratilovu sem sendiherra sinn eftir þessa grein. Transfólk í íþróttum hefur einnig gagnrýnt hana harkalega og sakað hana um fordóma.
„Væri ekki ánægð ef ég þyrfti að keppa á móti transkonu“
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Körfubolti

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Körfubolti

„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“
Körfubolti

„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“
Íslenski boltinn

„Ég tek þetta bara á mig“
Íslenski boltinn