Fjárfestingasjóðir í stýringu Eaton Vance Management eiga orðið samanlagt nærri níu prósenta hlut í Eimskip. Miðað við núverandi gengi bréfa er sá eignarhlutur metinn á um 3,3 milljarða króna.
Þeir tveir sjóðir í stýringu félagsins sem hafa hafa látið hvað mest til sín taka eftir að Eaton hóf innreið sína á hérlendan hlutabréfamarkað 2015 - Global Macro Absolute Return Advantage og Global Macro Portfolio – hafa frá því í nóvember bætt við sig um 2,7 prósenta hlut í Eimskip. Samkvæmt nýjum hluthafalista eiga sjóðirnir tveir nú sjö prósenta hlut og þá eiga aðrir sjóðir Eaton Vance, sem ekki komast inn á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa, samanlagt um 1,7 prósenta hlut.
Eaton Vance Management hefur síðustu mánuði og misseri minnkað markvisst við sig í flestum skráðum félögum fyrir utan Eimskip og Arion banka þar sem sjóðir félagsins hafa verið að bæta við hlut sinn. Hlutabréfaverð Eimskip hefur lækkað um 13 prósent frá áramótum.
Sjóðir Eaton með nærri níu prósent í Eimskip

Tengdar fréttir

Eimskip lækkar laun forstjóra
Vilhelm Már Þorsteinsson, nýr forstjóri Eimskips, verður með lægri laun en forveri hans í starfi