Enski boltinn

Sarri segist ekki vilja drepa Kepa

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kepa í leiknum umtalaða.
Kepa í leiknum umtalaða. vísir/getty
Það er líklega ekkert sérstaklega hlýtt á milli Maurizio Sarri, stjóra Chelsea, og markvarðar félagsins, Kepa Arrizabalaga, eftir að markvörðurinn neitaði af fara af velli í úrslitaleik deildabikarsins.

Þó svo Sarri hafi brjálast vegna hegðunar Kepa og nánast gengið burt af vellinum þá tók hann léttan Georg Bjarnfreðarson eftir leik og sagði þetta allt vera einn stóran misskilning. Því trúir auðvitað ekki nokkur maður.

Kepa baðst afsökunar og hefur síðan verið sektaður um vikulaun fyrir hegðun sína. Sarri gæti enn refsað honum og sett hann á bekkinn.

„Ég hef ekki ákveðið hvort hann verði í markinu gegn Tottenham á morgun. Hann gerði risastór mistök og málinu er lokið hvað mig varðar,“ sagði Sarri.

„Við töluðum saman og svo átti allur hópurinn spjall. Hann bað alla hjá félaginu afsökunar. Við viljum ekki drepa hann.“

Kepa er dýrasti leikmaður í sögu félagsins en Chelsea greiddi 71 milljón punda fyrir hann.


Tengdar fréttir

Chelsea sektaði Kepa

Chelsea hefur sektað markvörðinn Kepa Arrizabalaga um vikulaun vegna hegðunar hans undir lok úrslitaleiks deildarbikarsins um síðustu helgi.

Kepa varð skúrkurinn

Eftir markalausan úrslitaleik í enska deildabikarnum réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Þar voru það leikmenn Man. City sem voru sterkari á svellinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×