Towns er besti leikmaður síns liðs og var á dögunum valinn í sinn fyrsta stjörnuleik en hann er á sínu fjórða tímabili í NBA-deildinni í körfubolta.
Towns hitti blaðamenn eftir að hafa misst af tveimur leikjum í röð hjá Minnesota Timberwolves liðinu og sagði frá lífsreynslu sinni.
"I'd say I had a 5 percent chance of making it out alive."
Karl-Anthony Towns on the car accident he was involved in last week. pic.twitter.com/AX4iRYjy2v
— SportsCenter (@SportsCenter) February 25, 2019
Karl-Anthony Towns lenti í bílslysinu síðasta fimmtudag og segist hafa verið heppinn að vera enn á lífi.
„Þetta slys hefði getað endað mun verr enda voru svona fimm prósent líkur á að ég myndi lifa það af,“ sagði Karl-Anthony Towns.
„Ég náði inn í þennan fimm prósent hóp. Það voru auk þess svona fjögur prósent líkur að ég myndi slasast illa en eitt prósent líka á því að meiðslin væru minniháttar. Ég náði inn í þetta eina prósent,“ sagði Towns.
Karl-Anthony Towns says he’s “blessed to be alive and talking right now.” Towns says there was a 5 percent chance he would survive the crash he was involved in last Thursday. He and a team trainer were rear-ended on 35W by a semi traveling 35-45 miles per hour #MNTimberwolvespic.twitter.com/i7tsPHZZah
— Jeff Wald (@JeffWaldFox9) February 25, 2019
Towns fékk slæmt höfuðhögg og heilahristing og mátti ekki spila tvo síðustu leiki vegna hans. Þetta voru fyrstu tveir leikirnir sem hann missir af á NBA-ferlinum sem telur nú orðið 304 leiki.
„Þetta hefði getað endað mun verr og ef ég segi alveg eins og er þá er ég heppinn að vera enn á lífi,“ endurtók Towns.
Karl-Anthony Towns var í fínu lagi í fyrsta leik sínum með Minnesota Timberwolves eftir slysið. Hann skoraði 34 stig, tók 21 frákst og gaf 5 stoðsendingar í sigri á Sacramento Kings.
34 PTS | 21 REB | 5 AST@KarlTowns patrols the paint to lift the @Timberwolves over Sacramento! #AllEyesNorthpic.twitter.com/KF2KTrRGIl
— NBA (@NBA) February 26, 2019