Sport

Mexíkóski Rocky aldrei verið þyngri

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ruiz var ansi vígalegur á vigtinni í dag.
Ruiz var ansi vígalegur á vigtinni í dag. vísir/getty
Aðra nótt mun Andy Ruiz Jr. verja heimsmeistaratign sína í hnefaleikum. Þetta ólíkindatól var mjög þungur á vigtinni í dag.

Ruiz, sem er oft kallaður Mexíkóski Rocky, var tæp 130 kíló og hefur aldrei verið eins þungur á tíu ára ferli. Hann er næstþyngsti boxari sögunnar til þess að verja beltið sitt.

Sá þyngsti var Nikolay Valuev en hann var 141 kíló er hann varði sinn titil. Valuev er aftur á móti 213 sentimetrar en Ruiz aðeins 188.

Andstæðingur Ruiz, Anthony Joshua, var aftur á móti 107 kíló og því léttari en þegar þeir börðust síðast um WBA, IBF, WBO og IBO-beltin.

Það var 1. júní sem Ruiz kom heiminum á óvart með því að rota Joshua í sjöundu lotu í New York.

Joshua fær nú tækifæri til þess að hefna og verður áhugavert að sjá hvernig bardagi þeirra fer að þessu sinni.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×