Ísland komið með nýjan sendiherra frá Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2019 14:01 Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Húðlæknirinn Jeffrey Ross Gunter er nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Tilnefning hans var staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings í gær eftir að hann var tilnefndur af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í ágúst í fyrra. Bandaríkin hafa ekki átt sendiherra hér á landi frá árinu 2017 er Robert Barber hætti sem sendiherra. Gunter er virkur meðlimur í Repúblikanaflokki forsetans og er meðal annars leiðtogi samtaka gyðinga innan flokksins. Hunter hefur verið ötull stuðningsmaður forsetans og meðal annars stutt framboð hans fjárhagslega. Þar að auki stýrði hann nefnd sem aflaði fjár fyrir forsetann í aðdraganda kosninganna og Gunter studdi einnig embættistökusjóð Trump verulega. Sérfræðingar segja sendiherra Donald Trump vera reynsluminni og vanhæfari en gengur og gerist í bandarískum stjórnmálum. Í frétt NBC frá því í apríl segir þó marga þeirri skorti reynslu af stjórnmálum og sérstaklega milliríkjasamskiptum eigi margir þeirra sem hafa verið tilnefndir það sameiginlegt að hafa sett töluvert fé í embættistökusjóð forsetans.Gunter er einn af þeim. Það telst eðlilegt ytra að veita stuðningsmönnum þægilegar sendiherrastöður en ríkisstjórn Trump hefur þó tilnefnt fleiri slíka aðila en gengur og gerist og í mikilvægari sendiherrastöður sem fagmenn úr utanríkisþjónustu Bandaríkjanna hafa iðulega sinnt. Frá sjötta áratugnum hefur hlutfallið verið um það bil tveir á móti þremur. Það er, tveir af hverjum þremur sendiherrum Bandaríkjanna hafa starfað innan utanríkisþjónustu Bandaríkjanna. Hinir eru pólitískt skipaðir. Bæði Barack Obama og George W. Bush héldu sig innan þessa ramma. Hlutfallið hjá Donald Trump er hins vegar um 50/50. Ríkisstjórn Trump segir þó að viðskiptahæfileikar þeirra vegi upp á móti reynsluleysi og að þeir muni þjóna Bandaríkjunum vel. Þrátt fyrir það og þrátt fyrir að Repúblikanar séu í meirihluta í öldungadeildinni hefur gengið erfiðlega að koma tilnefningum sendiherra í gegnum þingið. Horfa má á vitnisburð Gunter, þegar hann mætti fyrir Utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar í fyrra, hér á vef öldungadeildarinnar. Þá má lesa yfirlýsingu hans á fundinum hér. Bandaríkin Utanríkismál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Sjá meira
Húðlæknirinn Jeffrey Ross Gunter er nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Tilnefning hans var staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings í gær eftir að hann var tilnefndur af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í ágúst í fyrra. Bandaríkin hafa ekki átt sendiherra hér á landi frá árinu 2017 er Robert Barber hætti sem sendiherra. Gunter er virkur meðlimur í Repúblikanaflokki forsetans og er meðal annars leiðtogi samtaka gyðinga innan flokksins. Hunter hefur verið ötull stuðningsmaður forsetans og meðal annars stutt framboð hans fjárhagslega. Þar að auki stýrði hann nefnd sem aflaði fjár fyrir forsetann í aðdraganda kosninganna og Gunter studdi einnig embættistökusjóð Trump verulega. Sérfræðingar segja sendiherra Donald Trump vera reynsluminni og vanhæfari en gengur og gerist í bandarískum stjórnmálum. Í frétt NBC frá því í apríl segir þó marga þeirri skorti reynslu af stjórnmálum og sérstaklega milliríkjasamskiptum eigi margir þeirra sem hafa verið tilnefndir það sameiginlegt að hafa sett töluvert fé í embættistökusjóð forsetans.Gunter er einn af þeim. Það telst eðlilegt ytra að veita stuðningsmönnum þægilegar sendiherrastöður en ríkisstjórn Trump hefur þó tilnefnt fleiri slíka aðila en gengur og gerist og í mikilvægari sendiherrastöður sem fagmenn úr utanríkisþjónustu Bandaríkjanna hafa iðulega sinnt. Frá sjötta áratugnum hefur hlutfallið verið um það bil tveir á móti þremur. Það er, tveir af hverjum þremur sendiherrum Bandaríkjanna hafa starfað innan utanríkisþjónustu Bandaríkjanna. Hinir eru pólitískt skipaðir. Bæði Barack Obama og George W. Bush héldu sig innan þessa ramma. Hlutfallið hjá Donald Trump er hins vegar um 50/50. Ríkisstjórn Trump segir þó að viðskiptahæfileikar þeirra vegi upp á móti reynsluleysi og að þeir muni þjóna Bandaríkjunum vel. Þrátt fyrir það og þrátt fyrir að Repúblikanar séu í meirihluta í öldungadeildinni hefur gengið erfiðlega að koma tilnefningum sendiherra í gegnum þingið. Horfa má á vitnisburð Gunter, þegar hann mætti fyrir Utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar í fyrra, hér á vef öldungadeildarinnar. Þá má lesa yfirlýsingu hans á fundinum hér.
Bandaríkin Utanríkismál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Sjá meira