Doctor Victor, Gummi Tóta og Ingó Veðurguð gefa út sumarsmell Stefán Árni Pálsson skrifar 24. maí 2019 14:30 Þrír miklir höfðingjar vinna saman í laginu Sumargleðin. Tónlistarmaðurinn Doctor Victor gaf í dag út glænýtt lag fyrir sumarhátíðina Sumargleðin ásamt þeim bræðrum Guðmundi Þórarinssyni og Ingó Veðurguði, en lagið er þemalag hátíðarinnar og jafnframt skemmtileg blanda af mismunandi tónlistarstílum þeirra þriggja. Sumargleðin er viðburður fyrir ungmenni í 8. - 10. bekk. Ungmennum frá öllum landshornum er velkomið að mæta á hátíðina. Sumargleðin er haldin nú í sjötta sinn. Fyrst var hátíðin haldin í júní árið 2014 og hefur verið haldin árlega síðan. Í öll skiptin hefur hátíðin verið í Kaplakrika í Hafnarfirði, og er þar engin breyting á í ár. „Það var mjög gaman að vinna þetta lag með þeim Gumma og Ingó, en þeir eru mjög hæfileikaríkir báðir tveir og með rosalega gullbarka. Við vildum fanga góðu íslensku sumarstemmninguna ásamt því að gera létt grín af veðrinu sem getur verið mjög breytilegt og allir landsmenn kannast við, en þetta kemur fólki vonandi í gírinn fyrir sumarið 2019,“ segir Victor Guðmundsson, Doctor Victor, sem var að klára fimmta árið í læknisfræði við Jessenius Faculty of Medicine í Slóvakíu og kann vel við sig þar, en tónlistin hefur þó alltaf átt stóran part af lífi hans. Nú bætast því Ingó Veðurguð og Gummi Tóta við áður tilkynnta dagskrá, en nemendur í 8-10. bekk geta nælt sér í miða á heimasíðu Sumargleðinnar þar sem miðasala er nú í fullum gangi ásamt fleiri upplýsingum um hátíðina. Lagið var frumflutt á Bylgjunni í morgun hjá Ívari Guðmunds og Ingó Veðurguð verður í FM95BLÖ á FM957 á eftir þar sem hann ræðir lagið og verður það spilað. Hér að neðan má svo hlusta á nýja sumarlagið sem ber sama heiti og hátíðin Sumargleðin. Menning Bylgjan Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Doctor Victor gaf í dag út glænýtt lag fyrir sumarhátíðina Sumargleðin ásamt þeim bræðrum Guðmundi Þórarinssyni og Ingó Veðurguði, en lagið er þemalag hátíðarinnar og jafnframt skemmtileg blanda af mismunandi tónlistarstílum þeirra þriggja. Sumargleðin er viðburður fyrir ungmenni í 8. - 10. bekk. Ungmennum frá öllum landshornum er velkomið að mæta á hátíðina. Sumargleðin er haldin nú í sjötta sinn. Fyrst var hátíðin haldin í júní árið 2014 og hefur verið haldin árlega síðan. Í öll skiptin hefur hátíðin verið í Kaplakrika í Hafnarfirði, og er þar engin breyting á í ár. „Það var mjög gaman að vinna þetta lag með þeim Gumma og Ingó, en þeir eru mjög hæfileikaríkir báðir tveir og með rosalega gullbarka. Við vildum fanga góðu íslensku sumarstemmninguna ásamt því að gera létt grín af veðrinu sem getur verið mjög breytilegt og allir landsmenn kannast við, en þetta kemur fólki vonandi í gírinn fyrir sumarið 2019,“ segir Victor Guðmundsson, Doctor Victor, sem var að klára fimmta árið í læknisfræði við Jessenius Faculty of Medicine í Slóvakíu og kann vel við sig þar, en tónlistin hefur þó alltaf átt stóran part af lífi hans. Nú bætast því Ingó Veðurguð og Gummi Tóta við áður tilkynnta dagskrá, en nemendur í 8-10. bekk geta nælt sér í miða á heimasíðu Sumargleðinnar þar sem miðasala er nú í fullum gangi ásamt fleiri upplýsingum um hátíðina. Lagið var frumflutt á Bylgjunni í morgun hjá Ívari Guðmunds og Ingó Veðurguð verður í FM95BLÖ á FM957 á eftir þar sem hann ræðir lagið og verður það spilað. Hér að neðan má svo hlusta á nýja sumarlagið sem ber sama heiti og hátíðin Sumargleðin.
Menning Bylgjan Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira