Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks og James Harden hjá Houston Rockets fengu báðir fullt hús í fyrsta lið ársins en með þeim í liðinu voru þeir Paul George hjá Oklahoma City Thunder, Stephen Curry hjá Golden State Warriors og Nikola Jokic hjá Denver Nuggets.
LeBron James' streak of 11 straight seasons as First Team All-NBA is officially snapped. pic.twitter.com/s1iGGzVc0Z
— ESPN (@espn) May 23, 2019
LeBron James hafði verið valinn í þetta fyrsta lið NBA ellefu ár í röð en varð nú að sætta sig við að vera í þriðja liði ársins. Hann var síðast utan besta úrvalsliðsins árið 2007 þegar hann var valinn í annað liðið.
LeBron James setti samt met með því að komast í eitt af þessum þremur úrvalsliðum deildarinnar fimmtánda árið í röð. Með því jafnaði hann met þeirra Kobe Bryant, Tim Duncan og Kareem Abdul-Jabbar.
Your 2018-19 All-NBA First, Second and Third Teams... pic.twitter.com/8CVf3a1XdS
— Sporting News NBA (@sn_nba) May 23, 2019
Í öðru lið ársins voru þeir Damian Lillard, Kyrie Irving, Kevin Durant, Kawhi Leonard og Joel Embiid.
Með James í þriðja lið ársins voru Russell Westbrook, Kemba Walker, Blake Griffin og Rudy Gobert.
Mikla athygli vakti að Klay Thompson hjá Golden State Warriors komst ekki í úrvalslið í ár þrátt fyrir að setja meðal annars met í þriggja stiga körfum í einum leik og vera mjög öflugur á báðum endum vallarins.
LeBron joins NBA royalty for most All-NBA selections in league history pic.twitter.com/EV8k3LYUe7
— SportsCenter (@SportsCenter) May 23, 2019
The All-NBA teams have been announced! pic.twitter.com/uuphHDgC6l
— ESPN (@espn) May 23, 2019
Val leikmanna í úrvalsliðið hefur mikil áhrif á hvað félögin geta boðið leikmönnum í laun.
Besta dæmið um það er Giannis Antetokounmpo sem var í úrvalsliðinu annað árið í röð. Það þýðir að Milwaukee Bucks getur nú boðið honum metsamning.
Milwaukee Bucks getur boðið Antetokounmpo 247,3 milljón dollara fyrir fimm ár næst þegar félagið og leikmaðurinn hittast við samningaborðið en það eru 30,7 milljarðar íslenskra króna fyrir fimm tímabil.