Kviknaði í bílnum 86 klukkutímum eftir að rafhlaðan varð fyrir tjóni Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. október 2019 11:15 Rafbíll í hleðslu. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/vilhelm Kviknað getur í rafhlöðu rafmagnsbíla allt að 120 klukkutímum eftir að hún verður fyrir tjóni. Dæmi er um það hér á landi að rafhlaða hafi laskast og ekki kviknað í bílnum fyrr en 86 klukkutímum síðar. Ekki er þó meiri hætta á að kvikni í rafmagnsbílum en bensín- eða dísilbílum. Þetta kom fram í máli Einars Bergmanns Sveinssonar fagstjóra á forvarnarsviði slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og Vernharðs Guðnasonar deildarstjóra á aðgerðarsviði slökkviliðsins í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þeir ræddu þar mögulega eldhættu sem stafar af rafbílum og viðbrögð slökkviliðs í þeim efnum. Þeir kannast þó ekki við að meiri eldhætta stafi af rafmagnsbílum en öðrum tegundum bíla. „[…] en það er sannarlega erfiðara að eiga við eld í rafmagnsbíl, það er að segja ef eldurinn er í stóru rafhlöðunni sem knýr bílinn. Það eru mörg vandamál sem fylgja því, einfaldlega vegna þess að rafhlaðan framleiðir sitt eigið súrefni, hún býr til sitt eigið eldsneyti, þannig að hún viðheldur eldinum og orkunni sem útleysist í rafhlöðunni sem er gríðarlega mikið og það er mjög flókið og erfitt að slökkva þannig eld,“ sagði Vernharð.Vernharð Guðnason deildarstjóri á aðgerasviði SHSVísir/BaldurGrípa þurfi til sérstakra aðgerða til að slökkva eld af þessari gerð. „Það sem dugar best í að slökkva í þessum stóru rafhlöðum sem eru í rafbílum, og ég veit til þess að nokkur slökkvilið eru búin að útbúa sig þannig, það er stór gámur sem þeir fylla af vatni og svo er flakið bara híft ofan í. Sett í sundlaug,“ sagði Vernharð. Þá benti Einar á að fylgjast þurfi vel með rafhlöðum bílanna ef þær verða fyrir hnjaski. Þá kvikni yfirleitt ekki skyndilega í rafhlöðunum heldur byrji ferlið á hitamyndun. Þá fari af stað keðjuverkun og á einhverjum tímapunkti blossi eldurinn svo upp. „Um leið og rafhlaðan verður fyrir tjóni þá er alltaf möguleiki á að hún kveiki í sér sjálf í allt að 120 klukkutíma á eftir. Við höfum séð dæmi hér heima að þegar rafhlaða hefur orðið fyrir tjóni að það kvikni í henni 86 tímum seinna. […] Þannig að menn verða að vara sig með það. Og þeir [bílarnir] kannski settir inn í hús eða annað og þá er náttúrulega hætta á að þeir kveiki í sér og kveiki í húsinu.“Aðstæður heima fyrir aðaláhyggjuefnið Báðir bentu Vernharð og Einar á að ekki væri að merkja hærri tíðni í þessum efnum meðal rafmagnsbíla. Þannig vísaði Vernharð í rannsókn sem gerð var í Noregi, þar sem fram kom að mun algengara væri að kviknaði í hefðbundnum bensín- og dísilbílum en rafmagnsbílum. „Við höfum engar áhyggjur af því, „per se“, við höfum miklu meiri áhyggjur af því sem Einar var að tala um, það er hvernig fólk umgengst þetta. Hvernig það er að hlaða bílana sína og slíkt, það er áhyggjuefni.“ Einar tók í sama streng. „Við höfum séð að búnaður sem þau [hleðslutækin] tengja við, tenglarnir á veggjum og stofnstrengir og annað inni í húsnæði, þar er vandamálið. Það eru gamlir stofnstrengir og gamall búnaður. Ef menn eru að setja þetta upp í dag þá er það yfirleitt sett upp rétt og vel af fagmönnum. En þegar menn tengja við í fjölbýlishúsi þar sem eru kannski þrír tenglar í bílakjallara og það er bara tengt við þá þrjá og fimmtán metra snúrur og annað, þá förum við að hafa áhyggjur,“ sagði Einar.Hlusta má á viðtalið við þá Vernharð og Einar í spilaranum hér að neðan. Bílar Bítið Slökkvilið Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Kviknað getur í rafhlöðu rafmagnsbíla allt að 120 klukkutímum eftir að hún verður fyrir tjóni. Dæmi er um það hér á landi að rafhlaða hafi laskast og ekki kviknað í bílnum fyrr en 86 klukkutímum síðar. Ekki er þó meiri hætta á að kvikni í rafmagnsbílum en bensín- eða dísilbílum. Þetta kom fram í máli Einars Bergmanns Sveinssonar fagstjóra á forvarnarsviði slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og Vernharðs Guðnasonar deildarstjóra á aðgerðarsviði slökkviliðsins í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þeir ræddu þar mögulega eldhættu sem stafar af rafbílum og viðbrögð slökkviliðs í þeim efnum. Þeir kannast þó ekki við að meiri eldhætta stafi af rafmagnsbílum en öðrum tegundum bíla. „[…] en það er sannarlega erfiðara að eiga við eld í rafmagnsbíl, það er að segja ef eldurinn er í stóru rafhlöðunni sem knýr bílinn. Það eru mörg vandamál sem fylgja því, einfaldlega vegna þess að rafhlaðan framleiðir sitt eigið súrefni, hún býr til sitt eigið eldsneyti, þannig að hún viðheldur eldinum og orkunni sem útleysist í rafhlöðunni sem er gríðarlega mikið og það er mjög flókið og erfitt að slökkva þannig eld,“ sagði Vernharð.Vernharð Guðnason deildarstjóri á aðgerasviði SHSVísir/BaldurGrípa þurfi til sérstakra aðgerða til að slökkva eld af þessari gerð. „Það sem dugar best í að slökkva í þessum stóru rafhlöðum sem eru í rafbílum, og ég veit til þess að nokkur slökkvilið eru búin að útbúa sig þannig, það er stór gámur sem þeir fylla af vatni og svo er flakið bara híft ofan í. Sett í sundlaug,“ sagði Vernharð. Þá benti Einar á að fylgjast þurfi vel með rafhlöðum bílanna ef þær verða fyrir hnjaski. Þá kvikni yfirleitt ekki skyndilega í rafhlöðunum heldur byrji ferlið á hitamyndun. Þá fari af stað keðjuverkun og á einhverjum tímapunkti blossi eldurinn svo upp. „Um leið og rafhlaðan verður fyrir tjóni þá er alltaf möguleiki á að hún kveiki í sér sjálf í allt að 120 klukkutíma á eftir. Við höfum séð dæmi hér heima að þegar rafhlaða hefur orðið fyrir tjóni að það kvikni í henni 86 tímum seinna. […] Þannig að menn verða að vara sig með það. Og þeir [bílarnir] kannski settir inn í hús eða annað og þá er náttúrulega hætta á að þeir kveiki í sér og kveiki í húsinu.“Aðstæður heima fyrir aðaláhyggjuefnið Báðir bentu Vernharð og Einar á að ekki væri að merkja hærri tíðni í þessum efnum meðal rafmagnsbíla. Þannig vísaði Vernharð í rannsókn sem gerð var í Noregi, þar sem fram kom að mun algengara væri að kviknaði í hefðbundnum bensín- og dísilbílum en rafmagnsbílum. „Við höfum engar áhyggjur af því, „per se“, við höfum miklu meiri áhyggjur af því sem Einar var að tala um, það er hvernig fólk umgengst þetta. Hvernig það er að hlaða bílana sína og slíkt, það er áhyggjuefni.“ Einar tók í sama streng. „Við höfum séð að búnaður sem þau [hleðslutækin] tengja við, tenglarnir á veggjum og stofnstrengir og annað inni í húsnæði, þar er vandamálið. Það eru gamlir stofnstrengir og gamall búnaður. Ef menn eru að setja þetta upp í dag þá er það yfirleitt sett upp rétt og vel af fagmönnum. En þegar menn tengja við í fjölbýlishúsi þar sem eru kannski þrír tenglar í bílakjallara og það er bara tengt við þá þrjá og fimmtán metra snúrur og annað, þá förum við að hafa áhyggjur,“ sagði Einar.Hlusta má á viðtalið við þá Vernharð og Einar í spilaranum hér að neðan.
Bílar Bítið Slökkvilið Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira