Forstjórar Minja- og Mannvirkjastofnunnar munu funda um brunavarnir Sylvía Hall skrifar 16. apríl 2019 22:03 Pétur Ármannsson, sviðsstjóri hjá Minjastofnun. Forstöðumaður Minjastofnunnar sendi erindi til forstjóra Mannvirkjastofnunnar þar sem ákveðið var að funda um brunavarnir þjóðargersema. Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun, segir fjölmörg menningarverðmæti hér á landi sem þarf að varðveita og huga vel að brunavörnum. Pétur var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að yfirleitt snúi umræða um brunavarnir að því að bjarga mannslífum en líkt og sannaðist í gær þegar Notre Dame dómkirkjan stóð í ljósum logum að þá er einnig mikilvægt að passa upp á að óbætanleg menningarverðmæti glatist ekki. „Það er sjónarmið sem þarf að huga að hér á landi ekkert síður en annars staðar,“ segir Pétur og bætir við að við Íslendingar eigum margar byggingar sem væru óbætanleg tjón að missa. „Við eigum ýmsar gersemar, við getum tekið sem dæmi Dómkirkjuna, Menntaskólann í Reykjavík og Alþingishúsið. Þetta eru byggingar sem eru afar merkar, ég nefni kannski sérstaklega Menntaskólann sem er timburhús en þar er búið að leggja mikið fé í vandað brunakerfi,“ segir Pétur. Hann segir sérstöðu íslenskra bygginga vera þá að flestar þeirra eru frekar nýlegar en þær séu engu að síður þýðingarmiklar fyrir íslensku þjóðina. „Minjastofnun og mannvirkjastofnun hafa gefið út sérstakt minnisblað um brunavarnir í friðlýstum kirkjum,“ segir Pétur og bætir við að Brunavarnir Árnessýslu höfðu ákveðið frumkvæði í því máli og hrósar þeim fyrir samviskusemi í þeirra störfum.Mesta hættan varðandi afskekktar byggingar úr timbri Pétur segir kirkjur á landsbyggðinni vera í mestu hættunni að glatast í bruna þar sem slökkvilið þurfa að keyra langa leið að. Flestar slíkar kirkjur eru úr timbri og því þyrfti að bregðast skjótt við ef eldur kæmi upp. Hann segir að æskilegt væri að brunakerfi væri sett upp í allra merkustu byggingunum en oft eru þær kirkjur úti á landi fámennar sem leiði af sér lægri sóknargjöld og því minna ráðstöfunarfé. „Þau eiga varla fyrir rekstri og viðhaldi, hvað þá að koma upp dýrum slökkvikerfum.“ Þjóðminjasafnið ekki í hættu Aðspurður segist Pétur halda að staða Þjóðminjasafnsins í brunavörnum sé góð en nýlega tók safnið í notkun geymsluhús í Hafnarfirði sem er vel búið. Þá var safnhúsið við Suðurgötu tekið í gegn fyrir ekki svo löngu og var hugað vel að brunavörnum. Pétur minntist á að ekki mátti miklu muna að Þjóðminjasafnið færi í eldsvoða fyrir um það bil hundrað árum síðan þegar safnið var geymt á efri hæð gamla Landsbankahússins í Austurstræti á árunum 1900 til 1910. „Það hús brann til grunna í Reykjavíkurbrunanum 1915 og stóðu bara veggirnir eftir. Ef að Þjóðminjasafnið hefði ekki verið flutt fimm árum áður upp í Safnahúsið við Hverfisgötu þá ættum við ekkert Þjóðminjasafn.“ Bruninn í Notre-Dame Fornminjar Menning Reykjavík síðdegis Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Forstöðumaður Minjastofnunnar sendi erindi til forstjóra Mannvirkjastofnunnar þar sem ákveðið var að funda um brunavarnir þjóðargersema. Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun, segir fjölmörg menningarverðmæti hér á landi sem þarf að varðveita og huga vel að brunavörnum. Pétur var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að yfirleitt snúi umræða um brunavarnir að því að bjarga mannslífum en líkt og sannaðist í gær þegar Notre Dame dómkirkjan stóð í ljósum logum að þá er einnig mikilvægt að passa upp á að óbætanleg menningarverðmæti glatist ekki. „Það er sjónarmið sem þarf að huga að hér á landi ekkert síður en annars staðar,“ segir Pétur og bætir við að við Íslendingar eigum margar byggingar sem væru óbætanleg tjón að missa. „Við eigum ýmsar gersemar, við getum tekið sem dæmi Dómkirkjuna, Menntaskólann í Reykjavík og Alþingishúsið. Þetta eru byggingar sem eru afar merkar, ég nefni kannski sérstaklega Menntaskólann sem er timburhús en þar er búið að leggja mikið fé í vandað brunakerfi,“ segir Pétur. Hann segir sérstöðu íslenskra bygginga vera þá að flestar þeirra eru frekar nýlegar en þær séu engu að síður þýðingarmiklar fyrir íslensku þjóðina. „Minjastofnun og mannvirkjastofnun hafa gefið út sérstakt minnisblað um brunavarnir í friðlýstum kirkjum,“ segir Pétur og bætir við að Brunavarnir Árnessýslu höfðu ákveðið frumkvæði í því máli og hrósar þeim fyrir samviskusemi í þeirra störfum.Mesta hættan varðandi afskekktar byggingar úr timbri Pétur segir kirkjur á landsbyggðinni vera í mestu hættunni að glatast í bruna þar sem slökkvilið þurfa að keyra langa leið að. Flestar slíkar kirkjur eru úr timbri og því þyrfti að bregðast skjótt við ef eldur kæmi upp. Hann segir að æskilegt væri að brunakerfi væri sett upp í allra merkustu byggingunum en oft eru þær kirkjur úti á landi fámennar sem leiði af sér lægri sóknargjöld og því minna ráðstöfunarfé. „Þau eiga varla fyrir rekstri og viðhaldi, hvað þá að koma upp dýrum slökkvikerfum.“ Þjóðminjasafnið ekki í hættu Aðspurður segist Pétur halda að staða Þjóðminjasafnsins í brunavörnum sé góð en nýlega tók safnið í notkun geymsluhús í Hafnarfirði sem er vel búið. Þá var safnhúsið við Suðurgötu tekið í gegn fyrir ekki svo löngu og var hugað vel að brunavörnum. Pétur minntist á að ekki mátti miklu muna að Þjóðminjasafnið færi í eldsvoða fyrir um það bil hundrað árum síðan þegar safnið var geymt á efri hæð gamla Landsbankahússins í Austurstræti á árunum 1900 til 1910. „Það hús brann til grunna í Reykjavíkurbrunanum 1915 og stóðu bara veggirnir eftir. Ef að Þjóðminjasafnið hefði ekki verið flutt fimm árum áður upp í Safnahúsið við Hverfisgötu þá ættum við ekkert Þjóðminjasafn.“
Bruninn í Notre-Dame Fornminjar Menning Reykjavík síðdegis Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira