Kveðst vonbetri eftir fund ráðherranna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. ágúst 2019 09:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Angela Merkel Þýskalandskanslari í Viðey í gær. Fréttablaðið/Ernir Loftslagsmálin voru efst á baugi hjá forsætisráðherrum Norðurlandanna og Angelu Merkel Þýskalandskanslara á blaðamannafundi sem fór fram í Viðey í gær vegna sumarfundar norrænu leiðtoganna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði leiðtogana hafa rætt um að Norðurlönd yrðu sjálfbærasta svæði heims. „Þetta þýðir að við erum að viðurkenna loftslagskrísuna en einbeita okkur að aðgerðum. Þetta var afar góður fundur,“ sagði Katrín. Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands, sagði við Fréttablaðið eftir fundinn að hann væri vonbetri nú en áður um að það tækist að fyrirbyggja loftslagshamfarir. „Ég er afar vongóður þegar kemur að Norðurlöndunum. Ákvarðanirnar sem við höfum tekið í dag snúast um að Norðurlöndin muni leggja meira af mörkum,“ sagði Rinne. Hann teldi nauðsyn að Evrópa tæki forystu í loftslagsmálum. „Ég vona að við getum náð því markmiði að halda hlýnun undir 1,5 gráðum. Ég er aðeins vonbetri í dag en í gær.“Antti Rinne á blaðamannafundi ráðherra norðurlandanna og Angelu Merkel í Viðeyjarstofu í Viðey í gær.Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, sagði að mikilvægasta ákvörðun fundarins hefði verið um nána samstöðu og samstarf Norðurlandanna og Þýskalands. „Ég vil einnig að það komi skýrt fram að við ætlum að grípa til aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Það er ekki nóg að tala bara um þær eða funda. Við þurfum að sýna fólki, sérstaklega börnum, að við erum að axla ábyrgð,“ sagði Frederiksen. Hin norska Erna Solberg tók undir þetta. „Við sem leiðtogar þurfum að horfa fram á veginn og finna lausnir á þessum vandamálum. Ég held að við Norðurlandaþjóðirnar séum afar færar í því,“ sagði Solberg. Stefan Löfven, sænski forsætisráðherrann, sagði Norðurlöndin vilja standa saman á væntanlegri loftslagsráðstefnu, sem fer fram í New York í Bandaríkjunum í september, og koma sínum skilaboðum á framfæri. „Að það þurfi að beita praktískum lausnum.“ Þýskalandskanslari tók fram að Þjóðverjar hefðu ekki verið nógu meðvitaðir um mikilvægi Norðurslóða og Evrópusambandið ekki heldur. Það myndi breytast í náinni framtíð enda gæti bráðnun hafíss á svæðinu haft alvarlegar afleiðingar. Forsætisráðherrar Norðurlandanna auk leiðtoga Grænlands og Álandseyja funduðu fyrr um daginn með fulltrúum norrænna stórfyrirtækja um loftslagsmál. Var þar undirrituð yfirlýsing um jafnrétti kynjanna, sjálfbærni og loftslagsbreytingar. Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Finnland Grænland Noregur Svíþjóð Þýskaland Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Loftslagsmálin voru efst á baugi hjá forsætisráðherrum Norðurlandanna og Angelu Merkel Þýskalandskanslara á blaðamannafundi sem fór fram í Viðey í gær vegna sumarfundar norrænu leiðtoganna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði leiðtogana hafa rætt um að Norðurlönd yrðu sjálfbærasta svæði heims. „Þetta þýðir að við erum að viðurkenna loftslagskrísuna en einbeita okkur að aðgerðum. Þetta var afar góður fundur,“ sagði Katrín. Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands, sagði við Fréttablaðið eftir fundinn að hann væri vonbetri nú en áður um að það tækist að fyrirbyggja loftslagshamfarir. „Ég er afar vongóður þegar kemur að Norðurlöndunum. Ákvarðanirnar sem við höfum tekið í dag snúast um að Norðurlöndin muni leggja meira af mörkum,“ sagði Rinne. Hann teldi nauðsyn að Evrópa tæki forystu í loftslagsmálum. „Ég vona að við getum náð því markmiði að halda hlýnun undir 1,5 gráðum. Ég er aðeins vonbetri í dag en í gær.“Antti Rinne á blaðamannafundi ráðherra norðurlandanna og Angelu Merkel í Viðeyjarstofu í Viðey í gær.Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, sagði að mikilvægasta ákvörðun fundarins hefði verið um nána samstöðu og samstarf Norðurlandanna og Þýskalands. „Ég vil einnig að það komi skýrt fram að við ætlum að grípa til aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Það er ekki nóg að tala bara um þær eða funda. Við þurfum að sýna fólki, sérstaklega börnum, að við erum að axla ábyrgð,“ sagði Frederiksen. Hin norska Erna Solberg tók undir þetta. „Við sem leiðtogar þurfum að horfa fram á veginn og finna lausnir á þessum vandamálum. Ég held að við Norðurlandaþjóðirnar séum afar færar í því,“ sagði Solberg. Stefan Löfven, sænski forsætisráðherrann, sagði Norðurlöndin vilja standa saman á væntanlegri loftslagsráðstefnu, sem fer fram í New York í Bandaríkjunum í september, og koma sínum skilaboðum á framfæri. „Að það þurfi að beita praktískum lausnum.“ Þýskalandskanslari tók fram að Þjóðverjar hefðu ekki verið nógu meðvitaðir um mikilvægi Norðurslóða og Evrópusambandið ekki heldur. Það myndi breytast í náinni framtíð enda gæti bráðnun hafíss á svæðinu haft alvarlegar afleiðingar. Forsætisráðherrar Norðurlandanna auk leiðtoga Grænlands og Álandseyja funduðu fyrr um daginn með fulltrúum norrænna stórfyrirtækja um loftslagsmál. Var þar undirrituð yfirlýsing um jafnrétti kynjanna, sjálfbærni og loftslagsbreytingar.
Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Finnland Grænland Noregur Svíþjóð Þýskaland Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira