Kevin Costner afhjúpar 27 ára gamalt leyndarmál á bak við hið fræga Bodyguard-plakat Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júní 2019 13:49 Plakatið fræga. Plakatið sem fylgdi rómantísku spennumyndinni Bodyguard frá árinu 1992 er þekktasta kvikmyndaplakat sögunnar. Flestir héldu að þar mætti sjá Kevin Costner halda á Whitney Houston en Costner leiðrétti þann misskilning á dögunum. Hin gríðarvinsæla kvikmynd sló í gegn þegar hún kom út og á plakatinu fyrir myndina má sjá Costner, sem lék lífvörðinn Frank Farmer, halda á poppstjörnunni Rachel Marron, út af næturklúbbi þar sem hún var að skemmta en óeirðir brutust út. Plakatið þykir ná að festa á mynd kjarna kvikmyndarinnar.Í viðtali við Entertainment Weekly afhjúpaði Costner hins vegar 27 ára gamalt leyndarmál. Hann hélt ekki á Whitney Houston á ljósmyndinni. „Hún var farin heim og þetta var staðgengill hennar. Andlit hennar var falið á bak við mig, sem passaði svo sem alveg,“ sagði Costner. Líklega er um að ræða leikkonuna Joyce Larkin sem lék áhættuatriði fyrir Houston í myndinni. Þá sagðist Costner einnig hafa þurft að berjast fyrir því að þessi mynd væri notuð, en framleiðendur myndarinnar töldu það vera heppilegra ef það sæist í andlit Houston á plakatinu. „Þeir voru ekki hrifnir af myndinni vegna þess að það sást ekki í andlitið á Whitney. Þeir sendu örugglega fimm aðrar útgáfur til mín þar sem búið var að setja andlitið hennar á myndina. Ég sagði, strákar. Við vorum með þetta með fyrstu myndinni.“ Costner og Houston náðu afar vel saman við gerð myndarinnar og var Costner einn af þeim sem ávarpaði jarðarfarargesti við útför Houston árið 2012. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
Plakatið sem fylgdi rómantísku spennumyndinni Bodyguard frá árinu 1992 er þekktasta kvikmyndaplakat sögunnar. Flestir héldu að þar mætti sjá Kevin Costner halda á Whitney Houston en Costner leiðrétti þann misskilning á dögunum. Hin gríðarvinsæla kvikmynd sló í gegn þegar hún kom út og á plakatinu fyrir myndina má sjá Costner, sem lék lífvörðinn Frank Farmer, halda á poppstjörnunni Rachel Marron, út af næturklúbbi þar sem hún var að skemmta en óeirðir brutust út. Plakatið þykir ná að festa á mynd kjarna kvikmyndarinnar.Í viðtali við Entertainment Weekly afhjúpaði Costner hins vegar 27 ára gamalt leyndarmál. Hann hélt ekki á Whitney Houston á ljósmyndinni. „Hún var farin heim og þetta var staðgengill hennar. Andlit hennar var falið á bak við mig, sem passaði svo sem alveg,“ sagði Costner. Líklega er um að ræða leikkonuna Joyce Larkin sem lék áhættuatriði fyrir Houston í myndinni. Þá sagðist Costner einnig hafa þurft að berjast fyrir því að þessi mynd væri notuð, en framleiðendur myndarinnar töldu það vera heppilegra ef það sæist í andlit Houston á plakatinu. „Þeir voru ekki hrifnir af myndinni vegna þess að það sást ekki í andlitið á Whitney. Þeir sendu örugglega fimm aðrar útgáfur til mín þar sem búið var að setja andlitið hennar á myndina. Ég sagði, strákar. Við vorum með þetta með fyrstu myndinni.“ Costner og Houston náðu afar vel saman við gerð myndarinnar og var Costner einn af þeim sem ávarpaði jarðarfarargesti við útför Houston árið 2012.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“