Innlent

Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra

Birgir Olgeirsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. Vísir/Vilhelm

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum.

Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sem ræddi við blaðamenn í Alþingishúsinu að loknum þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem rætt var um stöðuna sem komin er upp eftir að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði af sér embætti.

Bjarni sagði að um tímabundna ráðstöfun væri að ræða og Þórdís Kolbrún myndi sinna dómsmálaráðuneytinu ásamt störfum sínum sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Spurður hvort að það væri verið að leggja of mikið á herðar Þórdísar sagði Bjarni að svo væri ekki og hún treysti sér fullkomlega í þetta verkefni.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm

Spurður hvort að Sigríður Andersen ætti afturkvæmt í ríkisstjórn svaraði Bjarni að nú væri hún fullgildur þingmaður sem gæti að hans mati starfað í stjórnarráðinu. Hvort að Sigríður yrði ráðherra aftur á kjörtímabilinu sagðist hann ekki geta svarað því að svo stöddu en það væri galopið fyrir það.

Bjarni heldur nú til Bessastaða á ríkisráðsfund sem hefst klukkan fjögur en þar tekur við nýr dómsmálaráðherra af Sigríði.

Sigríður, fráfarandi dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í gær að hún hygðist stíga til hliðar til að skapa vinnufrið eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi skipan dómara í Landsrétt ólögmæta.

Hún sagði í samtali við fréttamenn fyrir utan stjórnarráðshúsið í dag að hún vissi ekki hvort hún myndi snúa aftur í embætti dómsmálaráðherra.


Tengdar fréttir

Síðasti ríkisstjórnarfundur Sigríðar

Ríkisstjórnarfundur hófst í Stjórnarráðshúsinu núna klukkan níu en um er að ræða síðasta ríkisstjórnarfund Sigríðar Á. Andersen, að minnsta kosti í bili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×