Framkvæmdir halda áfram eins og engin kæra hafi borist Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. júlí 2019 12:15 Hvalá á Ströndum sem stendur til að virkja. mynd/tómas guðbjartsson Framkvæmdastjóri Landverndar segir framkvæmdaleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar byggt á „kolröngum forsendum“. Landvernd er í hópi samtaka sem hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að gefa út framkvæmdaleyfið. Framkvæmdaraðili heldur sínu striki þangað til úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kemst að niðurstöðu. Framkvæmdaleyfi fyrir fyrsta áfanga Hvaleyrarvirkjunar var samþykkt þann 12. júní síðastliðinn. Landeigendur meirihluta Drangavíkur á ströndum kærðu bæði framkvæmdaleyfið og deiliskipulag til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála þann 24. júní. Landeigendur byggja kæru sína á eignarrétti þeirra að jörðinni Drangavík og vatnsréttindum sem henni fylgja. Umhverfisverndarsamtökin fern sem hafa nú einnig kært framkvæmdina eru Landvernd, Rjúkandi, Náttúrverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar. Í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér í morgun segir að kæran byggi meðal annars á því að með framkvæmdinni séu bæði náttúruverndarlög og lög um umhverfismat og útgáfu framkvæmdaleyfis brotin. Þá telja samtökin óheimilt að skipta skipulagi og framkvæmdum upp í hluta.Auður Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.Fréttablaðið/EyþórAuður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar segir að samtökin telji framkvæmdaleyfið veitt á afar veikum grunni. „Við teljum náttúrulega að framkvæmdin öll sé byggð á kolröngum forsendum frá byrjun. Varðandi þessa ákveðnu kæru þá er verið að fara í framkvæmdir við fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar í nafni rannsókna. Þessar rannsóknir höfum við áður bent á að er auðveldlega hægt að stunda án þess að fara í þetta gríðarmikla rask sem þarna á að fara í.“ Auður segir að nú taki úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kæruna til meðferðar og ákveði hvort eigi að ógilda framkvæmdaleyfið. Þangað til halda framkvæmdaraðilar, VesturVerk, sínu striki. „Þangað til að nefndin hefur ákveðið hvort eigi að stöðva framkvæmdirnar þá halda þær áfram eins og ekkert hafi í skorist, eins og engin kæra hafi komið. En það er þá á fjárhagslega ábyrgð þeirra sem standa í framkvæmdunum, þeir geta ekki sótt neinar bætur ef framkvæmdaleyfið verður síðan fellt úr gildi,“ segir Auður. „Þannig að þeir taka ábyrgð á því að fara í framkvæmdir sem þeir vita að er búið að kæra og þeir vita að eru á veikum grunni.“ Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Tengdar fréttir Fern samtök kæra virkjun í Árneshreppi Ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að veita leyfa til framkvæmda við Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði hefur verið kærð af fernum samtökum í náttúruvernd. Fylgja í kjölfar kæru landeigenda. 9. júlí 2019 07:30 VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00 Segir kærum ætlað að tefja framkvæmdir Skiptar skoðanir eru um Hvalárvirkjun en landeigendur hafa meðal annars kært framkvæmdarleyfið. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir kærurnar til þess fallnar að tefja framkvæmdir en hún lítur á virkjunina mikla búbót fyrir byggð á Vestfjörðum. 7. júlí 2019 14:26 Stöðvaði gröfu VesturVerks Landeigandi á Seljanesi á Ströndum, Elías S. Kristinsson, stillti sér upp fyrir framan beltagröfu á Ófeigsfjarðarvegi á þriðjudag og stöðvaði þannig framkvæmdir verkamannsins sem starfaði þar í umboði VesturVerks. 27. júní 2019 06:00 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Landverndar segir framkvæmdaleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar byggt á „kolröngum forsendum“. Landvernd er í hópi samtaka sem hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að gefa út framkvæmdaleyfið. Framkvæmdaraðili heldur sínu striki þangað til úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kemst að niðurstöðu. Framkvæmdaleyfi fyrir fyrsta áfanga Hvaleyrarvirkjunar var samþykkt þann 12. júní síðastliðinn. Landeigendur meirihluta Drangavíkur á ströndum kærðu bæði framkvæmdaleyfið og deiliskipulag til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála þann 24. júní. Landeigendur byggja kæru sína á eignarrétti þeirra að jörðinni Drangavík og vatnsréttindum sem henni fylgja. Umhverfisverndarsamtökin fern sem hafa nú einnig kært framkvæmdina eru Landvernd, Rjúkandi, Náttúrverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar. Í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér í morgun segir að kæran byggi meðal annars á því að með framkvæmdinni séu bæði náttúruverndarlög og lög um umhverfismat og útgáfu framkvæmdaleyfis brotin. Þá telja samtökin óheimilt að skipta skipulagi og framkvæmdum upp í hluta.Auður Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.Fréttablaðið/EyþórAuður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar segir að samtökin telji framkvæmdaleyfið veitt á afar veikum grunni. „Við teljum náttúrulega að framkvæmdin öll sé byggð á kolröngum forsendum frá byrjun. Varðandi þessa ákveðnu kæru þá er verið að fara í framkvæmdir við fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar í nafni rannsókna. Þessar rannsóknir höfum við áður bent á að er auðveldlega hægt að stunda án þess að fara í þetta gríðarmikla rask sem þarna á að fara í.“ Auður segir að nú taki úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kæruna til meðferðar og ákveði hvort eigi að ógilda framkvæmdaleyfið. Þangað til halda framkvæmdaraðilar, VesturVerk, sínu striki. „Þangað til að nefndin hefur ákveðið hvort eigi að stöðva framkvæmdirnar þá halda þær áfram eins og ekkert hafi í skorist, eins og engin kæra hafi komið. En það er þá á fjárhagslega ábyrgð þeirra sem standa í framkvæmdunum, þeir geta ekki sótt neinar bætur ef framkvæmdaleyfið verður síðan fellt úr gildi,“ segir Auður. „Þannig að þeir taka ábyrgð á því að fara í framkvæmdir sem þeir vita að er búið að kæra og þeir vita að eru á veikum grunni.“
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Tengdar fréttir Fern samtök kæra virkjun í Árneshreppi Ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að veita leyfa til framkvæmda við Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði hefur verið kærð af fernum samtökum í náttúruvernd. Fylgja í kjölfar kæru landeigenda. 9. júlí 2019 07:30 VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00 Segir kærum ætlað að tefja framkvæmdir Skiptar skoðanir eru um Hvalárvirkjun en landeigendur hafa meðal annars kært framkvæmdarleyfið. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir kærurnar til þess fallnar að tefja framkvæmdir en hún lítur á virkjunina mikla búbót fyrir byggð á Vestfjörðum. 7. júlí 2019 14:26 Stöðvaði gröfu VesturVerks Landeigandi á Seljanesi á Ströndum, Elías S. Kristinsson, stillti sér upp fyrir framan beltagröfu á Ófeigsfjarðarvegi á þriðjudag og stöðvaði þannig framkvæmdir verkamannsins sem starfaði þar í umboði VesturVerks. 27. júní 2019 06:00 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Fern samtök kæra virkjun í Árneshreppi Ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að veita leyfa til framkvæmda við Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði hefur verið kærð af fernum samtökum í náttúruvernd. Fylgja í kjölfar kæru landeigenda. 9. júlí 2019 07:30
VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00
Segir kærum ætlað að tefja framkvæmdir Skiptar skoðanir eru um Hvalárvirkjun en landeigendur hafa meðal annars kært framkvæmdarleyfið. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir kærurnar til þess fallnar að tefja framkvæmdir en hún lítur á virkjunina mikla búbót fyrir byggð á Vestfjörðum. 7. júlí 2019 14:26
Stöðvaði gröfu VesturVerks Landeigandi á Seljanesi á Ströndum, Elías S. Kristinsson, stillti sér upp fyrir framan beltagröfu á Ófeigsfjarðarvegi á þriðjudag og stöðvaði þannig framkvæmdir verkamannsins sem starfaði þar í umboði VesturVerks. 27. júní 2019 06:00