Kílóið af humri á allt að tuttugu þúsund krónur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. nóvember 2019 22:15 Kílóið af stórum íslenskum humri getur kostað allt að tuttugu þúsund krónur út úr búð. Þá hefur mikill aflabrestur orðið til þess að óvenjulítið af humri hefur ratað í fiskbúðir. Algjört hrun hefur orðið í humarstofninum við strendur Íslands. Á þessu ári var kvótinn aðeins einn tíundi af því sem var fyrir tæpum áratug. Þá segja veiðimenn margir hverjir síðustu verktíð hafa verið hörmulega. Þetta hefur orðið til þess að ekki aðeins er lítið til af humri heldur kostar hann meira en áður.Geir Már Vilhjálmsson eigandi fiskbúðarinnar Hafberg.MYND/Sigurjón„Almennt séð er mjög lítið til af humri í landinu. Bara humarveiðarnar eru litlar, það er sem sagt léleg veiði og í framhaldi af lélegri veiði þá verður humarverðið miklu dýrara,“segir Geir Már Vilhjálmsson eigandi fiskbúðarinnar Hafberg. „Kílóverðið er í kringum fjórtán þúsund krónur,“ segir Geir Már og að verðið hafi hækkað um þrjátíu til fjörutíu prósent á fáeinum árum.Guðbjörg Glóð Logadóttir eigandi Fylgifiska.MYND/Egill„Við erum með humar en aðallega danskan og svo þessi íslenski sem við erum með er svakalega dýr,“ segir Guðbjörg Glóð Logadóttir eigandi Fylgifiska. Þá segist hún eiga von á að einhverjir eigi eftir að láta það hafa áhrif á sig hvað humarinn kostar mikið. „Askjan, sem er náttúrulega tvö komma tvö kíló, er á um fimmtíu þúsund kall. Þannig að þetta er ekki lengur fyrir hvern sem er,“ segir Guðbjörg Glóð.Sigfús Sigurðsson eigandi Fiskbúðar FúsaMYND/Sigurjón„Ég er með tvær af stóru stærðunum. Ég er með fimm sjö humarinn og hann er fjórtán og níu og svo er með sjö níu humar, sem að hefur verið stærstur hingað til, og hann er á þrettán og níu hjá mér,“ segir Sigfús Sigurðsson eigandi Fiskbúðar Fúsa. Þá segir hann töluvert minna til af humri nú en áður og að það hafi verið erfitt fyrir fisksala að fá hann. Neytendur Sjávarútvegur Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira
Kílóið af stórum íslenskum humri getur kostað allt að tuttugu þúsund krónur út úr búð. Þá hefur mikill aflabrestur orðið til þess að óvenjulítið af humri hefur ratað í fiskbúðir. Algjört hrun hefur orðið í humarstofninum við strendur Íslands. Á þessu ári var kvótinn aðeins einn tíundi af því sem var fyrir tæpum áratug. Þá segja veiðimenn margir hverjir síðustu verktíð hafa verið hörmulega. Þetta hefur orðið til þess að ekki aðeins er lítið til af humri heldur kostar hann meira en áður.Geir Már Vilhjálmsson eigandi fiskbúðarinnar Hafberg.MYND/Sigurjón„Almennt séð er mjög lítið til af humri í landinu. Bara humarveiðarnar eru litlar, það er sem sagt léleg veiði og í framhaldi af lélegri veiði þá verður humarverðið miklu dýrara,“segir Geir Már Vilhjálmsson eigandi fiskbúðarinnar Hafberg. „Kílóverðið er í kringum fjórtán þúsund krónur,“ segir Geir Már og að verðið hafi hækkað um þrjátíu til fjörutíu prósent á fáeinum árum.Guðbjörg Glóð Logadóttir eigandi Fylgifiska.MYND/Egill„Við erum með humar en aðallega danskan og svo þessi íslenski sem við erum með er svakalega dýr,“ segir Guðbjörg Glóð Logadóttir eigandi Fylgifiska. Þá segist hún eiga von á að einhverjir eigi eftir að láta það hafa áhrif á sig hvað humarinn kostar mikið. „Askjan, sem er náttúrulega tvö komma tvö kíló, er á um fimmtíu þúsund kall. Þannig að þetta er ekki lengur fyrir hvern sem er,“ segir Guðbjörg Glóð.Sigfús Sigurðsson eigandi Fiskbúðar FúsaMYND/Sigurjón„Ég er með tvær af stóru stærðunum. Ég er með fimm sjö humarinn og hann er fjórtán og níu og svo er með sjö níu humar, sem að hefur verið stærstur hingað til, og hann er á þrettán og níu hjá mér,“ segir Sigfús Sigurðsson eigandi Fiskbúðar Fúsa. Þá segir hann töluvert minna til af humri nú en áður og að það hafi verið erfitt fyrir fisksala að fá hann.
Neytendur Sjávarútvegur Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira