Erlent

Farþegaflugvél brotlenti í íbúabyggð

Sylvía Hall skrifar
Flugvélin brotlenti í miðri íbúabyggð.
Flugvélin brotlenti í miðri íbúabyggð. Twitter
Nokkrir eru látnir eftir að farþegaflugvél með sautján farþegum og tveimur áhafnarmeðlimum innanborðs brotlenti skömmu eftir flugtak í borginni Goma í Austur-Kongó. Flugvélin var af gerðinni Dornier Do 228.

Flugvélin brotlenti í miðri íbúabyggð og greina staðarmiðlar frá því að á meðal hinna látnu séu bæði farþegar og íbúar á svæðinu. Íbúar á svæðinu hafa birt myndir og myndskeið af vettvangi eftir að slysið varð. 





Flugvélin flaug fyrir fyrirtækið Busy Bee og var á leið til borgarinnar Beni, í um það bil 350 kílómetra fjarlægð suður af Goma, en flugtíminn milli borganna er um 55 mínútur.

Fjöldi látinna hefur ekki verið staðfestur.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×