Icelandair og Boeing ná samkomulagi um frekari bætur Kjartan Kjartansson skrifar 31. október 2019 21:41 Icelandair segist sjá fram á betri horfur á fjórða ársfjórðungi. Vísir/Vilhelm Gengið var frá öðru samkomulagi á milli Icelandair og flugvélaframleiðandans Boeing um bætur vegna kyrrsetningar Max-farþegavélanna til viðbótar við fyrra samkomulag. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair vegna uppgjörs þriðja ársfjórðungs. Icelandair hefur orðið fyrir fjárhagslegum skakkaföllum á árinu eftir að Max-vélar Boeing voru kyrrsettar fyrr á þessu ári í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa sem kostuðu á fjórða hundrað manns lífið. Sex vélar Icelandair voru kyrrsettar og þá fengust þrjár til viðbótar ekki afhentar vegna kyrrsetningarinnar. Fjórar þeirra hafa verið sendar til Spánar yfir veturinn. Skilmálar samkomulagsins sem gengið var frá í dag eru trúnaðarmál. Í tilkynningu flugfélagsins segir að viðræður um frekari bætur standi enn yfir vegna fjárhagslegs taps vegna kyrrsetningarinnar. Ekki er gert ráð fyrir Max-vélunum aftur fyrr en í byrjun mars á næsta ári. Nettóhagnaður Icelandair nam 7,5 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi og lýsir félagið áframhaldandi rekstrarbata. EBIT-hagnaður hafi numið tíu milljörðum króna á ársfjórðungnum sem sé um 300 milljónum krónum meira en á sama tímabili í fyrra. Farþegum hafi fjölgað um 27% í fjórðungnum, þökk sé sveigjanleika í leiðarkerfi Icelandair. Tekjur námu 65,6 milljörðum króna í fjórðungnum og drógust saman um 2% á milli ára, eigið fé í lok september nam 62,2 milljörðum króna og eiginfjárhlutfall í lok september var 30%. Lausafjárstaða flugfélagsins er sögð nema 29,6 milljörðum króna. Engu að síður er á ætlað EBIT-tap Icelandair 4,3-5,5 milljarðar króna á þessu ári þegar metin hafa verið neikvæð áhrif vegna kyrrsetningar Max-vélanna. Þrátt fyrir það segist Icelandair búast við bættri afkomu á fjórða ársfjórðungi ársins 2019. Hætt hafi verið við óábatasama áfangastaði og flugfélagið beini kröftum sínum að því að laða ferðamenn til Íslands. Bókunarstaðan sé sterk og spár fyrirtækisins geri ráð fyrir hækkun á sætaverði á milli ára. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair sendi jákvæða afkomuviðvörun í Kauphöll Horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2019 eru betri en gert hafði verið ráð fyrir. 28. október 2019 07:10 Fjórar Boeing MAX-þotur Icelandair flognar til vetrarstöðvanna á Spáni Fjórar Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair hafa núna verið ferjaðar frá Keflavíkurflugvelli til borgarinnar Lleida í Katalóníu, um 160 kílómetra vestnorðvestur af Barcelona. 19. október 2019 08:45 Icelandair reiknar ekki með MAX-vélum fyrr en í febrúar Icelandair hefur uppfært flugáætlun sína í janúar og febrúar á næsta ári. Félagið gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar 2020. 24. október 2019 19:16 Yfirmanni MAX-mála hjá Boeing sparkað Kevin McAllister, yfirmaður farþegaþotusviðs bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing, hefur verið rekinn. Brottreksturinn hefur verið tengdur við vandræði Boeing í tengslum við 737 MAX vélarnar sem eru í flugbanni um allan heim. 22. október 2019 21:30 Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Gengið var frá öðru samkomulagi á milli Icelandair og flugvélaframleiðandans Boeing um bætur vegna kyrrsetningar Max-farþegavélanna til viðbótar við fyrra samkomulag. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair vegna uppgjörs þriðja ársfjórðungs. Icelandair hefur orðið fyrir fjárhagslegum skakkaföllum á árinu eftir að Max-vélar Boeing voru kyrrsettar fyrr á þessu ári í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa sem kostuðu á fjórða hundrað manns lífið. Sex vélar Icelandair voru kyrrsettar og þá fengust þrjár til viðbótar ekki afhentar vegna kyrrsetningarinnar. Fjórar þeirra hafa verið sendar til Spánar yfir veturinn. Skilmálar samkomulagsins sem gengið var frá í dag eru trúnaðarmál. Í tilkynningu flugfélagsins segir að viðræður um frekari bætur standi enn yfir vegna fjárhagslegs taps vegna kyrrsetningarinnar. Ekki er gert ráð fyrir Max-vélunum aftur fyrr en í byrjun mars á næsta ári. Nettóhagnaður Icelandair nam 7,5 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi og lýsir félagið áframhaldandi rekstrarbata. EBIT-hagnaður hafi numið tíu milljörðum króna á ársfjórðungnum sem sé um 300 milljónum krónum meira en á sama tímabili í fyrra. Farþegum hafi fjölgað um 27% í fjórðungnum, þökk sé sveigjanleika í leiðarkerfi Icelandair. Tekjur námu 65,6 milljörðum króna í fjórðungnum og drógust saman um 2% á milli ára, eigið fé í lok september nam 62,2 milljörðum króna og eiginfjárhlutfall í lok september var 30%. Lausafjárstaða flugfélagsins er sögð nema 29,6 milljörðum króna. Engu að síður er á ætlað EBIT-tap Icelandair 4,3-5,5 milljarðar króna á þessu ári þegar metin hafa verið neikvæð áhrif vegna kyrrsetningar Max-vélanna. Þrátt fyrir það segist Icelandair búast við bættri afkomu á fjórða ársfjórðungi ársins 2019. Hætt hafi verið við óábatasama áfangastaði og flugfélagið beini kröftum sínum að því að laða ferðamenn til Íslands. Bókunarstaðan sé sterk og spár fyrirtækisins geri ráð fyrir hækkun á sætaverði á milli ára.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair sendi jákvæða afkomuviðvörun í Kauphöll Horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2019 eru betri en gert hafði verið ráð fyrir. 28. október 2019 07:10 Fjórar Boeing MAX-þotur Icelandair flognar til vetrarstöðvanna á Spáni Fjórar Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair hafa núna verið ferjaðar frá Keflavíkurflugvelli til borgarinnar Lleida í Katalóníu, um 160 kílómetra vestnorðvestur af Barcelona. 19. október 2019 08:45 Icelandair reiknar ekki með MAX-vélum fyrr en í febrúar Icelandair hefur uppfært flugáætlun sína í janúar og febrúar á næsta ári. Félagið gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar 2020. 24. október 2019 19:16 Yfirmanni MAX-mála hjá Boeing sparkað Kevin McAllister, yfirmaður farþegaþotusviðs bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing, hefur verið rekinn. Brottreksturinn hefur verið tengdur við vandræði Boeing í tengslum við 737 MAX vélarnar sem eru í flugbanni um allan heim. 22. október 2019 21:30 Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Icelandair sendi jákvæða afkomuviðvörun í Kauphöll Horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2019 eru betri en gert hafði verið ráð fyrir. 28. október 2019 07:10
Fjórar Boeing MAX-þotur Icelandair flognar til vetrarstöðvanna á Spáni Fjórar Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair hafa núna verið ferjaðar frá Keflavíkurflugvelli til borgarinnar Lleida í Katalóníu, um 160 kílómetra vestnorðvestur af Barcelona. 19. október 2019 08:45
Icelandair reiknar ekki með MAX-vélum fyrr en í febrúar Icelandair hefur uppfært flugáætlun sína í janúar og febrúar á næsta ári. Félagið gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar 2020. 24. október 2019 19:16
Yfirmanni MAX-mála hjá Boeing sparkað Kevin McAllister, yfirmaður farþegaþotusviðs bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing, hefur verið rekinn. Brottreksturinn hefur verið tengdur við vandræði Boeing í tengslum við 737 MAX vélarnar sem eru í flugbanni um allan heim. 22. október 2019 21:30