Húsið er á Reykjavíkurvegi 27 í Reykjavík og er nokkuð endurnýjað. Samkvæmt fasteignavef Vísis er aukaíbúð og tveir bílskúrar í húsinu. Húsið er á fjórum hæðum, steyptur kjallari og þrjár hæðir úr timbri, klætt bárujárni, byggt 1928. Fasteignamatið er 118.600.000.
Í lýsingu segir að húsið bjóði upp á ýmsa útfærslumöguleika. Til eru samþykktar teikningar á stækkun hússins upp í 347 fermetra, en hluti stækkunarinnar hefur nú þegar farið fram þegar hæð var bætt ofan á húsið.







