Myndbönd af árásinni gegn Baghdadi: Varar við því að ISIS muni ná sér á strik aftur Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2019 09:02 Loftmynd af húsinu sem Baghdadi hélt til í og svo mynd af svæðinu eftir að húsið hafði verið jafnað við jörðu. Vísir/Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna Hershöfðinginn Kenneth McKenzie Jr. segir að líklega muni það taka forsvarsmenn Íslamska ríkisins einhvern tíma að ná sér á strik á nýjan leik, eftir að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi samtakanna, dó um síðustu helgi. Það muni þó gerast því hugmyndafræði ISIS sé enn til staðar. Þá segir hann líklegt að ISIS-liðar muni reyna hefndarárásir gegn Bandaríkjunum. Þetta kom fram í máli hershöfðingjans sem stýrði aðgerðinni gegn Baghdadi í Sýrlandi. Hann ræddi við blaðamenn í gærkvöldi og sýndi hann sömuleiðis myndefni frá árásinni sjálfri. Undirbúningur fyrir aðgerðina hafði staðið yfir lengi og var markmiðið að handsama eða fella Baghdadi. Þegar hermenn höfðu króað Baghdadi af í göngum undir girta húsið sem hann bjó í, sprengdi hann sig og tvö börn sín í loft upp. Áður höfðu fregnir borist af því að börnin hefðu verið þrjú. McKenzie sagði að talið væri að Baghdadi hefði haldið til í Idlib, nokkra kílómetra frá landamærum Tyrklands, vegna þess mikla þrýstings sem hafi verið beitt gegn ISIS-liðum annars staðar í Sýrlandi. Eins og áður hefur komið fram voru hermennirnir fluttir á vettvang með þyrlum og varðir af árásarþyrlum, dróna og orrustuþotum.Sjá einnig: Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“Þegar þyrlunum var flogið yfir svæðið var skotið á þær. Hópur manna, sem McKenzie sagði að hefðu líklega ekki verið ISIS-liðar, skaut á þyrlurnar og voru þeir felldir úr lofti. Bæði með loftárás og skotum úr árásarþyrlunum.Hermenn úr sérsveitum sem kallast „Delta Force“ tóku þátt í aðgerðinni. Hér má sjá hóp þeirra nálgast húsið. McKenzie segir að búið hafa verið að gera ráð fyrir því að börn yrðu í húsinu. Svo var raunin. Ellefu börn voru í húsinu auk annarra óvopnaðra aðila. Hershöfðinginn segir vel hafi verið komið fram við börnin og óvopnað fólk. Hins vegar hafi fimm aðilar ógnað hermönnunum og ekki hlýtt skipunum um að gefast upp. Þau voru felld en þar var um að ræða fjórar konur og einn mann.Eftir að búið var að bera kennsl á Baghdadi segir McKenzi að útför hans hafi farið fram á sjó. Það sé í samræmi við alþjóðalög varðandi hernað. Þegar aðgerðum á vettvangi var lokið var sprengjum varpað á húsið. McKenzie segir það hafa verið gert til að tryggja að húsið yrði ekki notað í áróðursskyni og það myndi ekki verða að einhvers konar tákni fyrir ISIS-liða. Bandaríkin Sýrland Tengdar fréttir Rændu brókum Baghdadi Sýrlenskir Kúrdar segjast hafa komið njósnara fyrir í innsta hring Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, sem hafi stolið nærbrókum hans. Þeir segja njósnarann hafa sömuleiðis leitt bandaríska hermenn að samastað Baghdadi. 29. október 2019 11:15 Tveir í haldi Bandaríkjanna eftir aðgerðina gegn al-Baghdadi Tveir voru handsamaðir í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands sem varð til þess að leiðtogi ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af. 28. október 2019 20:26 Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Hópur hermanna sem tilheyra sérsveit sem ber nafnið "Delta Force“ var fluttur með átta herþyrlum að húsi Baghdadi í Idlib, þar sem vígamenn hliðhollir al-Qaeda ráða ríkjum. Þar fundu þeir Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins. 28. október 2019 12:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira
Hershöfðinginn Kenneth McKenzie Jr. segir að líklega muni það taka forsvarsmenn Íslamska ríkisins einhvern tíma að ná sér á strik á nýjan leik, eftir að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi samtakanna, dó um síðustu helgi. Það muni þó gerast því hugmyndafræði ISIS sé enn til staðar. Þá segir hann líklegt að ISIS-liðar muni reyna hefndarárásir gegn Bandaríkjunum. Þetta kom fram í máli hershöfðingjans sem stýrði aðgerðinni gegn Baghdadi í Sýrlandi. Hann ræddi við blaðamenn í gærkvöldi og sýndi hann sömuleiðis myndefni frá árásinni sjálfri. Undirbúningur fyrir aðgerðina hafði staðið yfir lengi og var markmiðið að handsama eða fella Baghdadi. Þegar hermenn höfðu króað Baghdadi af í göngum undir girta húsið sem hann bjó í, sprengdi hann sig og tvö börn sín í loft upp. Áður höfðu fregnir borist af því að börnin hefðu verið þrjú. McKenzie sagði að talið væri að Baghdadi hefði haldið til í Idlib, nokkra kílómetra frá landamærum Tyrklands, vegna þess mikla þrýstings sem hafi verið beitt gegn ISIS-liðum annars staðar í Sýrlandi. Eins og áður hefur komið fram voru hermennirnir fluttir á vettvang með þyrlum og varðir af árásarþyrlum, dróna og orrustuþotum.Sjá einnig: Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“Þegar þyrlunum var flogið yfir svæðið var skotið á þær. Hópur manna, sem McKenzie sagði að hefðu líklega ekki verið ISIS-liðar, skaut á þyrlurnar og voru þeir felldir úr lofti. Bæði með loftárás og skotum úr árásarþyrlunum.Hermenn úr sérsveitum sem kallast „Delta Force“ tóku þátt í aðgerðinni. Hér má sjá hóp þeirra nálgast húsið. McKenzie segir að búið hafa verið að gera ráð fyrir því að börn yrðu í húsinu. Svo var raunin. Ellefu börn voru í húsinu auk annarra óvopnaðra aðila. Hershöfðinginn segir vel hafi verið komið fram við börnin og óvopnað fólk. Hins vegar hafi fimm aðilar ógnað hermönnunum og ekki hlýtt skipunum um að gefast upp. Þau voru felld en þar var um að ræða fjórar konur og einn mann.Eftir að búið var að bera kennsl á Baghdadi segir McKenzi að útför hans hafi farið fram á sjó. Það sé í samræmi við alþjóðalög varðandi hernað. Þegar aðgerðum á vettvangi var lokið var sprengjum varpað á húsið. McKenzie segir það hafa verið gert til að tryggja að húsið yrði ekki notað í áróðursskyni og það myndi ekki verða að einhvers konar tákni fyrir ISIS-liða.
Bandaríkin Sýrland Tengdar fréttir Rændu brókum Baghdadi Sýrlenskir Kúrdar segjast hafa komið njósnara fyrir í innsta hring Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, sem hafi stolið nærbrókum hans. Þeir segja njósnarann hafa sömuleiðis leitt bandaríska hermenn að samastað Baghdadi. 29. október 2019 11:15 Tveir í haldi Bandaríkjanna eftir aðgerðina gegn al-Baghdadi Tveir voru handsamaðir í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands sem varð til þess að leiðtogi ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af. 28. október 2019 20:26 Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Hópur hermanna sem tilheyra sérsveit sem ber nafnið "Delta Force“ var fluttur með átta herþyrlum að húsi Baghdadi í Idlib, þar sem vígamenn hliðhollir al-Qaeda ráða ríkjum. Þar fundu þeir Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins. 28. október 2019 12:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira
Rændu brókum Baghdadi Sýrlenskir Kúrdar segjast hafa komið njósnara fyrir í innsta hring Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, sem hafi stolið nærbrókum hans. Þeir segja njósnarann hafa sömuleiðis leitt bandaríska hermenn að samastað Baghdadi. 29. október 2019 11:15
Tveir í haldi Bandaríkjanna eftir aðgerðina gegn al-Baghdadi Tveir voru handsamaðir í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands sem varð til þess að leiðtogi ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af. 28. október 2019 20:26
Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Hópur hermanna sem tilheyra sérsveit sem ber nafnið "Delta Force“ var fluttur með átta herþyrlum að húsi Baghdadi í Idlib, þar sem vígamenn hliðhollir al-Qaeda ráða ríkjum. Þar fundu þeir Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins. 28. október 2019 12:00