Gula Pressan: „Hvern djöfulinn hefur framtíðin gert fyrir okkur?“ Jakob Bjarnar skrifar 3. október 2019 13:39 Í Gulu Pressunni árið 1990 lét Gunnar Smári, og þandi ímyndunarafl sitt til hins ítrasta, Þorstein Pálsson segja nokkurn veginn það sama og Hannes Hólmsteinn sagði svo í gær og olli nokkru írafári. Ummæli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem hann lét falla á Twitter í gær, hafa vakið mikla athygli og er um fátt annað meira rætt en það: „Greta Thunberg segir að hún tali fyrir komandi kynslóðir. Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Ekkert. Hvað höfum við gert fyrir komandi kynslóðir? Allt.“ Þau urðu meðal annars tilefni þess að Gunnar Smári Egilsson, sem var á sínum tíma ritstjóri Pressunnar, sem kom út vikulega á fimmtudögum, rifjaði upp „frétt“ sem birtist á sérstakri grínsíðu blaðsins sem naut mikilla vinsælda.Gula Pressan, síða í Pressunni sálugu en þar var það haft sem betur hljómaði.„Þegar við tókum við Pressunni 1990 var það metið svo að við þyrftum að hafa eitthvað kjánalegt aftarlega í blaðinu til að vega upp alvöruna framar, okkur gæti ekki verið mikið niðri fyrir á hverri einustu blaðsíðu. (Þetta er vanmetið í fjölmiðlum í dag, að þeir séu líka bjánar en ekki bara ógn gáfaðir og snjallir.)“ segir Gunnar Smári og útskýrir fyrirbærið. „Gula Pressan var sett á blaðsíðu 22 í 24 síðna blaði (sem stækkaði reyndar fljótt, en Gula Pressan elti og var alltaf á síðustu vinstri síðu blaðsins, gegnt því sem kallað var innbakið, sem er gegnsæ síða og bölvað vesen). Skipulagið á þessari vinnu var að ritstjórinn skrifaði efnið aðfaranótt miðvikudagsins svo umbrotið gæti gengið frá síðunni morguninn eftir, stillt henni upp eins illa og smekkur þeirra þoldi.“ Gunnar Smári segir eitt hið kjánalegasta sem birt var í Gulu Pressunni hafi verið „frétt“, viðtal við Þorstein Pálsson sjávarútvegsráðherra sem Gula Pressan lætur segja, þá varðandi veiðileyfi á þorsk: „Til hvers ættum við að geyma þorsk til að veiða einhvern tímann í framtíðinni? Ég veit ekki til þess að framtíðin hafi gert neitt fyrir okkur. Til hvers ættum við þá að gera eitthvað fyrir hana?“ sagði Þorsteinn og boðaði 600 þúsund tonna hámarksafla fyrir næsta ár. Fjölmiðlar Sjávarútvegur Umhverfismál Tengdar fréttir Segir að komandi kynslóðir hafi ekkert gert fyrir okkur Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði um baráttukonuna Gretu Thunberg á Twitter síðu sína í kvöld. 2. október 2019 22:50 Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Sjá meira
Ummæli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem hann lét falla á Twitter í gær, hafa vakið mikla athygli og er um fátt annað meira rætt en það: „Greta Thunberg segir að hún tali fyrir komandi kynslóðir. Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Ekkert. Hvað höfum við gert fyrir komandi kynslóðir? Allt.“ Þau urðu meðal annars tilefni þess að Gunnar Smári Egilsson, sem var á sínum tíma ritstjóri Pressunnar, sem kom út vikulega á fimmtudögum, rifjaði upp „frétt“ sem birtist á sérstakri grínsíðu blaðsins sem naut mikilla vinsælda.Gula Pressan, síða í Pressunni sálugu en þar var það haft sem betur hljómaði.„Þegar við tókum við Pressunni 1990 var það metið svo að við þyrftum að hafa eitthvað kjánalegt aftarlega í blaðinu til að vega upp alvöruna framar, okkur gæti ekki verið mikið niðri fyrir á hverri einustu blaðsíðu. (Þetta er vanmetið í fjölmiðlum í dag, að þeir séu líka bjánar en ekki bara ógn gáfaðir og snjallir.)“ segir Gunnar Smári og útskýrir fyrirbærið. „Gula Pressan var sett á blaðsíðu 22 í 24 síðna blaði (sem stækkaði reyndar fljótt, en Gula Pressan elti og var alltaf á síðustu vinstri síðu blaðsins, gegnt því sem kallað var innbakið, sem er gegnsæ síða og bölvað vesen). Skipulagið á þessari vinnu var að ritstjórinn skrifaði efnið aðfaranótt miðvikudagsins svo umbrotið gæti gengið frá síðunni morguninn eftir, stillt henni upp eins illa og smekkur þeirra þoldi.“ Gunnar Smári segir eitt hið kjánalegasta sem birt var í Gulu Pressunni hafi verið „frétt“, viðtal við Þorstein Pálsson sjávarútvegsráðherra sem Gula Pressan lætur segja, þá varðandi veiðileyfi á þorsk: „Til hvers ættum við að geyma þorsk til að veiða einhvern tímann í framtíðinni? Ég veit ekki til þess að framtíðin hafi gert neitt fyrir okkur. Til hvers ættum við þá að gera eitthvað fyrir hana?“ sagði Þorsteinn og boðaði 600 þúsund tonna hámarksafla fyrir næsta ár.
Fjölmiðlar Sjávarútvegur Umhverfismál Tengdar fréttir Segir að komandi kynslóðir hafi ekkert gert fyrir okkur Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði um baráttukonuna Gretu Thunberg á Twitter síðu sína í kvöld. 2. október 2019 22:50 Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Sjá meira
Segir að komandi kynslóðir hafi ekkert gert fyrir okkur Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði um baráttukonuna Gretu Thunberg á Twitter síðu sína í kvöld. 2. október 2019 22:50
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent