„Af hverju á almenningur að taka þátt þegar samráðið er síðan hunsað?“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 17:21 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, spurði forsætisráðherra út í rökræðukönnun sem var framkvæmd um helgina. vísir/vilhelm Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, gerði rökræðukönnun um endurskoðun stjórnarskrárinnar að umfjöllunarefni í liðnum óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi í dag. Um þrjú hundruð landsmenn tóku þátt í rökræðukönnun í Laugardalshöll um helgina þar sem rædd voru nokkur afmörkuð atriði stjórnarskrárinnar. Halldóra er ekki sannfærð um að rökræðukönnunin dugi til að hlustað verði á vilja þjóðarinnar. „Í ljósi þess að stjórnvöld hafa gjörsamlega hunsað niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um stjórnarskrá sem var samin í víðfemasta og lýðræðislegasta starfi að stjórnarskrárritun sem sagan kann frá að greina, svo vitnað sé til orða Vigdísar Finnbogadóttur. Af hverju á almenningur að hafa einhverja trú á því að aðkoma félagsvísindadeildar Háskóla Íslands verði einhvers konar vendipunktur? Hvað telur hæstvirtur forsætisráhðerra að muni breytast með tveggja daga rökræðukönnun þegar áralangt ferli sem var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu dugði ekki til?“ spurði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata á Alþingi í dag.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, segir að rökræðukönnunin sem var framkvæmd um liðna helgi sé merkileg tilraun í almannasamráði sem hún vonaðist til að geta notað í auknum mæli.Vísir/vilhelmKatrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, svaraði því til að formenn stjórnmálaflokka, sem eiga sæti á Alþingi, hefðu á kjörtímabilinu unnið mikið starf við heildarendurskoðun stjórnarskrár. Rökræðukönnunin sem fór fram um liðna helgi hefði verið merkileg tilraun í almannasamráði. Þarna hefði í fyrsta sinn haldinn slíkur fundur á Íslandi samkvæmt þeirri fræðilegu aðferðafræði sem þar liggur að baki: „Þar sem við erum ekki bara að spyrja einnar spurningar heldur í raun og veru að kanna hvernig viðhorf fólks breytast við rökræðu, nokkuð sem ég hefði haldið að væri mikill áhugi fyrir hér á Alþingi Íslendinga ef við viljum nýta fjölbreyttar aðferðir við almannasamráð,“ segir Katrín. Hún sagðist vona að Alþingi muni nýta rökræðukannanir í auknum máli við að virkja almenning til samráðs. „Ég tel að þessi leiðsögn sem við munum fá út úr þessum fundi muni sömuleiðis nýtast okkur mjög vel í verkefnið um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar.“ Halldóra sagðist einnig vera mjög hrifin af rökræðukönnunum til að virkja almenning en í þessu tilfelli hefði verið búið að fara í gegnum langt og lýðræðislegt ferli sem endaði með þjóðaratkvæðagreiðslu sem hafi verið hunsuð. „Af hverju á almenningur að taka þátt þegar samráðið er síðan hunsað?“ Alþingi Stjórnarskrá Tengdar fréttir Ræða breytta forgangsröðun við breytingar á stjórnarskrá Formenn stjórnmálaflokkanna íhuga nú að setja umbætur á ákvæðum um dómsvald í stjórnarskrá í forgang en áður var fyrirhugað að breytingar á þeim kafla stjórnarskrár yrðu endurskoðaðar á næsta kjörtímabili auk kafla um Alþingi og alþingiskosningar, mannréttindi og fleira. 6. nóvember 2019 08:15 Rökræða um stjórnarskrá Um 300 manns af öllu landinu munu um helgina taka þátt í rökræðukönnun um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Er þetta liður í samráði við almenning um endurskoðunina. 8. nóvember 2019 07:15 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, gerði rökræðukönnun um endurskoðun stjórnarskrárinnar að umfjöllunarefni í liðnum óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi í dag. Um þrjú hundruð landsmenn tóku þátt í rökræðukönnun í Laugardalshöll um helgina þar sem rædd voru nokkur afmörkuð atriði stjórnarskrárinnar. Halldóra er ekki sannfærð um að rökræðukönnunin dugi til að hlustað verði á vilja þjóðarinnar. „Í ljósi þess að stjórnvöld hafa gjörsamlega hunsað niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um stjórnarskrá sem var samin í víðfemasta og lýðræðislegasta starfi að stjórnarskrárritun sem sagan kann frá að greina, svo vitnað sé til orða Vigdísar Finnbogadóttur. Af hverju á almenningur að hafa einhverja trú á því að aðkoma félagsvísindadeildar Háskóla Íslands verði einhvers konar vendipunktur? Hvað telur hæstvirtur forsætisráhðerra að muni breytast með tveggja daga rökræðukönnun þegar áralangt ferli sem var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu dugði ekki til?“ spurði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata á Alþingi í dag.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, segir að rökræðukönnunin sem var framkvæmd um liðna helgi sé merkileg tilraun í almannasamráði sem hún vonaðist til að geta notað í auknum mæli.Vísir/vilhelmKatrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, svaraði því til að formenn stjórnmálaflokka, sem eiga sæti á Alþingi, hefðu á kjörtímabilinu unnið mikið starf við heildarendurskoðun stjórnarskrár. Rökræðukönnunin sem fór fram um liðna helgi hefði verið merkileg tilraun í almannasamráði. Þarna hefði í fyrsta sinn haldinn slíkur fundur á Íslandi samkvæmt þeirri fræðilegu aðferðafræði sem þar liggur að baki: „Þar sem við erum ekki bara að spyrja einnar spurningar heldur í raun og veru að kanna hvernig viðhorf fólks breytast við rökræðu, nokkuð sem ég hefði haldið að væri mikill áhugi fyrir hér á Alþingi Íslendinga ef við viljum nýta fjölbreyttar aðferðir við almannasamráð,“ segir Katrín. Hún sagðist vona að Alþingi muni nýta rökræðukannanir í auknum máli við að virkja almenning til samráðs. „Ég tel að þessi leiðsögn sem við munum fá út úr þessum fundi muni sömuleiðis nýtast okkur mjög vel í verkefnið um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar.“ Halldóra sagðist einnig vera mjög hrifin af rökræðukönnunum til að virkja almenning en í þessu tilfelli hefði verið búið að fara í gegnum langt og lýðræðislegt ferli sem endaði með þjóðaratkvæðagreiðslu sem hafi verið hunsuð. „Af hverju á almenningur að taka þátt þegar samráðið er síðan hunsað?“
Alþingi Stjórnarskrá Tengdar fréttir Ræða breytta forgangsröðun við breytingar á stjórnarskrá Formenn stjórnmálaflokkanna íhuga nú að setja umbætur á ákvæðum um dómsvald í stjórnarskrá í forgang en áður var fyrirhugað að breytingar á þeim kafla stjórnarskrár yrðu endurskoðaðar á næsta kjörtímabili auk kafla um Alþingi og alþingiskosningar, mannréttindi og fleira. 6. nóvember 2019 08:15 Rökræða um stjórnarskrá Um 300 manns af öllu landinu munu um helgina taka þátt í rökræðukönnun um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Er þetta liður í samráði við almenning um endurskoðunina. 8. nóvember 2019 07:15 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Ræða breytta forgangsröðun við breytingar á stjórnarskrá Formenn stjórnmálaflokkanna íhuga nú að setja umbætur á ákvæðum um dómsvald í stjórnarskrá í forgang en áður var fyrirhugað að breytingar á þeim kafla stjórnarskrár yrðu endurskoðaðar á næsta kjörtímabili auk kafla um Alþingi og alþingiskosningar, mannréttindi og fleira. 6. nóvember 2019 08:15
Rökræða um stjórnarskrá Um 300 manns af öllu landinu munu um helgina taka þátt í rökræðukönnun um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Er þetta liður í samráði við almenning um endurskoðunina. 8. nóvember 2019 07:15