Aksturskostnaður Ásmundar 350 þúsund krónur á mánuði Jakob Bjarnar skrifar 23. desember 2019 09:05 Ásmundur Friðriksson er sem fyrr á ferð og flugi og það kostar. visir/vilhelm Ásmundur Friðriksson er sá þingmaður sem helst er á ferðinni en fyrstu tíu mánuði ársins er kostnaður Alþingis vegna ökuferða hans 3,5 milljónir króna.Kjarninn fjallar ítarlega um málið en Alþingi birti nýverið tölur um aksturskostnað þingmanna. Ásmundur hefur verið í kastljósinu að undanförnu vegna aksturskostnaðar. Hann vildi nota eigin bifreið í akstur en það gekk í bága við lög og hefur hann nú keyrt um á bílaleigubílum að undanförnu og það fyrir rúmlega 2,8 milljónir króna þessa fyrstu tíu mánuði ársins auk þess sem Ásmundur hefur fengið 628 greiddar frá Alþingi vegna eldsneytiskostnaðar. Ásmundur er kóngurinn á listanum yfir þá þingmenn sem kosta þjóðina mest vegna aksturs.Ásmundur Friðriksson 3,5 milljónir krónaVilhjálmur Árnason 2,3 milljónir krónaBirgir Þórarinsson 1,6 milljónir krónaGuðjón S. Brjánsson 1,5 milljónir krónaSigurður Páll Jónsson 1,5 milljónir krónaHaraldur Benediktsson 1,5 milljónir krónaBjarkey Olsen Gunnarsdóttir 1,4 milljónir krónaLilja Rafney Magnúsdóttir 1,2 milljónir krónaLíneik Anna Sævarsdóttir 1,0 milljónir króna Þessi níu þingmenn taka 63 prósent af endurgreiðslum vegna aksturskostnaðar. Ásmundur er hættur að notast við eigin bifreið í keyrslu, líkt og hann gerði árum saman, en hefur þess í stað keyrt bílaleigubíla fyrir rúmlega 2,8 milljónir króna á fyrstu tíu mánuðum ársins. Auk þess hefur Ásmundur fengið 628 þúsund krónur greiddar frá Alþingi vegna eldsneytiskostnaðar. Heildarkostnaður vegna aksturs Ásmundar frá byrjun árs og út októbermánuð var því tæplega 3,5 milljónir króna. Það er um 40 prósent aukning á kostnaði við aksturs hans allt árið í fyrra, þegar hann nam samtals 2,5 milljónum króna. Aksturskostnaður Ásmundar er rúmlega 14 prósent af öllum aksturskostnaði þingmanna það sem af er ári. Ásmundur hefur verið harðlega gagnrýndur vegna akstursgleði sinnar en Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata hefur bent á að akstur Ásmundar sé þannig ekki alltaf í tengslum við þingstörf hans eins og lög gera ráð fyrir heldur hafi hann í gegnum tíðina skráð aksturskostnað vegna snúninga í prófkjörsbaráttu og vegna þáttagerðar fyrir ÍNN, sjónvarpsstöð sem þrátt fyrir þetta óbeina framlag þingsins fór á hausinn. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Samgöngur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 „Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09 Þungbært að sitja undir ásökunum vegna aksturs Ásmundar Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu Alþingis sem birt var í dag. 22. maí 2019 17:26 Af og frá að þingmenn fái einhverjar druslur Framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar segir Ásmund Friðriksson fara með rangt mál. 15. febrúar 2018 13:30 4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. 8. febrúar 2018 16:25 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Sjá meira
Ásmundur Friðriksson er sá þingmaður sem helst er á ferðinni en fyrstu tíu mánuði ársins er kostnaður Alþingis vegna ökuferða hans 3,5 milljónir króna.Kjarninn fjallar ítarlega um málið en Alþingi birti nýverið tölur um aksturskostnað þingmanna. Ásmundur hefur verið í kastljósinu að undanförnu vegna aksturskostnaðar. Hann vildi nota eigin bifreið í akstur en það gekk í bága við lög og hefur hann nú keyrt um á bílaleigubílum að undanförnu og það fyrir rúmlega 2,8 milljónir króna þessa fyrstu tíu mánuði ársins auk þess sem Ásmundur hefur fengið 628 greiddar frá Alþingi vegna eldsneytiskostnaðar. Ásmundur er kóngurinn á listanum yfir þá þingmenn sem kosta þjóðina mest vegna aksturs.Ásmundur Friðriksson 3,5 milljónir krónaVilhjálmur Árnason 2,3 milljónir krónaBirgir Þórarinsson 1,6 milljónir krónaGuðjón S. Brjánsson 1,5 milljónir krónaSigurður Páll Jónsson 1,5 milljónir krónaHaraldur Benediktsson 1,5 milljónir krónaBjarkey Olsen Gunnarsdóttir 1,4 milljónir krónaLilja Rafney Magnúsdóttir 1,2 milljónir krónaLíneik Anna Sævarsdóttir 1,0 milljónir króna Þessi níu þingmenn taka 63 prósent af endurgreiðslum vegna aksturskostnaðar. Ásmundur er hættur að notast við eigin bifreið í keyrslu, líkt og hann gerði árum saman, en hefur þess í stað keyrt bílaleigubíla fyrir rúmlega 2,8 milljónir króna á fyrstu tíu mánuðum ársins. Auk þess hefur Ásmundur fengið 628 þúsund krónur greiddar frá Alþingi vegna eldsneytiskostnaðar. Heildarkostnaður vegna aksturs Ásmundar frá byrjun árs og út októbermánuð var því tæplega 3,5 milljónir króna. Það er um 40 prósent aukning á kostnaði við aksturs hans allt árið í fyrra, þegar hann nam samtals 2,5 milljónum króna. Aksturskostnaður Ásmundar er rúmlega 14 prósent af öllum aksturskostnaði þingmanna það sem af er ári. Ásmundur hefur verið harðlega gagnrýndur vegna akstursgleði sinnar en Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata hefur bent á að akstur Ásmundar sé þannig ekki alltaf í tengslum við þingstörf hans eins og lög gera ráð fyrir heldur hafi hann í gegnum tíðina skráð aksturskostnað vegna snúninga í prófkjörsbaráttu og vegna þáttagerðar fyrir ÍNN, sjónvarpsstöð sem þrátt fyrir þetta óbeina framlag þingsins fór á hausinn.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Samgöngur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 „Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09 Þungbært að sitja undir ásökunum vegna aksturs Ásmundar Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu Alþingis sem birt var í dag. 22. maí 2019 17:26 Af og frá að þingmenn fái einhverjar druslur Framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar segir Ásmund Friðriksson fara með rangt mál. 15. febrúar 2018 13:30 4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. 8. febrúar 2018 16:25 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Sjá meira
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
„Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09
Þungbært að sitja undir ásökunum vegna aksturs Ásmundar Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu Alþingis sem birt var í dag. 22. maí 2019 17:26
Af og frá að þingmenn fái einhverjar druslur Framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar segir Ásmund Friðriksson fara með rangt mál. 15. febrúar 2018 13:30
4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. 8. febrúar 2018 16:25