Bankastjóri Arion segir stöðu bankans sterka þrátt fyrir afkomuviðvörun Heimir Már Pétursson skrifar 15. október 2019 12:36 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. arion banki Bankastjóri Arion banka segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu bankans þrátt fyrir afkomuviðvörun í gærkvöldi þar sem eignir bankans sem eru til sölu voru færðar niður um þrjá milljarða króna. Undirliggjandi rekstur bankans sé sterkur þótt afkoma ársins verði eflaust langt frá markmiðum. Í áhættuviðvörun sem Arion banki sendi Kauphöllinni í gærkvöldi segir að neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nemi um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Þrír þættir eru sérstaklega sagðir skýra tapið nú. Lágt sílikonverð á heimsmarkaði leiði til þess að Arion niðurfæri eignir Stakksbergs, eignarhaldsfélags banks um sílikonverksmiðju í Helguvík um 1,5 milljarða. Þá eru eignir bankans í TravelCo færðar niður um 600 milljónir og vegna taps á starfsemi Valitor sé eign bankans í greiðslumiðlunarfyrirtækinu lækkaðar um 900 milljónir. Benedikt Gíslason bankastjóri Arion segir stöðu bankans sterka þrátt fyrir þetta. „Eins og kemur fram í tilkynningunni hafa ytri þættir þróast með óhagstæðum hætti. Sem veldur því að við þurfum að endurmeta verðmat eignanna. Þetta er hins vegar breyting sem nemur einu og hálfu prósenti af eiginfé bankans og ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Benedikt. Með þessari tilkynningu til Kauphallarinnar sé einungis verið að upplýsa um þennan eina lið í rekstrarreikningi bankans og varði eignir í sölumeðferð. „Við sáum enga ástæðu til að gefa út yfirlýsingar um undirliggjandi rekstur bankans.“Það þekkja allir þá erfiðleika sem sílikonverksmiðjan hefur gengið í gegn um. Sjáið þið fram á að geta selt hana á þessu ári?„Mér finnst það nú ólíklegt. Við erum enn að undirbúa söluferli og því miður er umhverfið mjög óhagstætt. Það er lágt verð á þeirri vöru sem verksmiðjan væri að framleiða,“ segir Benedikt. Þá sé búið að bókfæra annað tap eins og vegna gjaldþrots WOW Air.Þegar þið gerið upp árið, ertu bjartsýnn á að bankinn skili góðri niðurstöðu? „Undirliggjandi rekstur bankans er sterkur. Þótt árið verði eflaust ekkert sérstakt og kannski langt frá okkar markmiðum þá horfum við björt fram á við. Undirliggjandi rekstur bankans er sterkur,“ segir Benedikt Gíslason. Íslenskir bankar Markaðir Tengdar fréttir Arion banki sendir frá sér afkomuviðvörun Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nema um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Til samanburðar tapaði bankinn 715 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. 14. október 2019 23:20 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Bankastjóri Arion banka segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu bankans þrátt fyrir afkomuviðvörun í gærkvöldi þar sem eignir bankans sem eru til sölu voru færðar niður um þrjá milljarða króna. Undirliggjandi rekstur bankans sé sterkur þótt afkoma ársins verði eflaust langt frá markmiðum. Í áhættuviðvörun sem Arion banki sendi Kauphöllinni í gærkvöldi segir að neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nemi um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Þrír þættir eru sérstaklega sagðir skýra tapið nú. Lágt sílikonverð á heimsmarkaði leiði til þess að Arion niðurfæri eignir Stakksbergs, eignarhaldsfélags banks um sílikonverksmiðju í Helguvík um 1,5 milljarða. Þá eru eignir bankans í TravelCo færðar niður um 600 milljónir og vegna taps á starfsemi Valitor sé eign bankans í greiðslumiðlunarfyrirtækinu lækkaðar um 900 milljónir. Benedikt Gíslason bankastjóri Arion segir stöðu bankans sterka þrátt fyrir þetta. „Eins og kemur fram í tilkynningunni hafa ytri þættir þróast með óhagstæðum hætti. Sem veldur því að við þurfum að endurmeta verðmat eignanna. Þetta er hins vegar breyting sem nemur einu og hálfu prósenti af eiginfé bankans og ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Benedikt. Með þessari tilkynningu til Kauphallarinnar sé einungis verið að upplýsa um þennan eina lið í rekstrarreikningi bankans og varði eignir í sölumeðferð. „Við sáum enga ástæðu til að gefa út yfirlýsingar um undirliggjandi rekstur bankans.“Það þekkja allir þá erfiðleika sem sílikonverksmiðjan hefur gengið í gegn um. Sjáið þið fram á að geta selt hana á þessu ári?„Mér finnst það nú ólíklegt. Við erum enn að undirbúa söluferli og því miður er umhverfið mjög óhagstætt. Það er lágt verð á þeirri vöru sem verksmiðjan væri að framleiða,“ segir Benedikt. Þá sé búið að bókfæra annað tap eins og vegna gjaldþrots WOW Air.Þegar þið gerið upp árið, ertu bjartsýnn á að bankinn skili góðri niðurstöðu? „Undirliggjandi rekstur bankans er sterkur. Þótt árið verði eflaust ekkert sérstakt og kannski langt frá okkar markmiðum þá horfum við björt fram á við. Undirliggjandi rekstur bankans er sterkur,“ segir Benedikt Gíslason.
Íslenskir bankar Markaðir Tengdar fréttir Arion banki sendir frá sér afkomuviðvörun Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nema um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Til samanburðar tapaði bankinn 715 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. 14. október 2019 23:20 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Arion banki sendir frá sér afkomuviðvörun Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nema um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Til samanburðar tapaði bankinn 715 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. 14. október 2019 23:20