Margir Búlgarar vildu þó ekki kannast við það og sagði meðal annars þjálfari þeirra að hann hafi ekki heyrt neitt af rasismanum sem hafi átt að hafa skeð.
Blaðamannafundurinn eftir leik var fjörugur og búlgarskir fjölmiðlamenn létu þar vel í sér heyra.
Kaveh Solhekol, blaðamaður Sky Sports, greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni í gær en hann segir að einn þeirra hafi truflað fundinn með að segja að kynþáttaníðið hafi ekki verið svo slæmt.
Annar þeirra, myndatökumaður, sagði svo Southgate undir lok fundarins að halda kjafti. Mikill hiti á fundinum í gær.
UEFA hefur enn ekki gefið út yfirlýsingu vegna málsins.
Gareth Southgate post-match press conference briefly interrupted by Bulgarian journalist who’s convinced racism at the game was not as bad as we witnessed. Bulgarian cameraman next to me tells Southgate to fuck off at the end
— Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) October 14, 2019