Lífið

Þáttastjórnandinn Alex Trebek greinist með krabbamein í brisi

Andri Eysteinsson skrifar
Silfurrefurinn Alex Trebek hefur stýrt spurningaþáttunum vinsælu Jeopardy frá árinu 1984.
Silfurrefurinn Alex Trebek hefur stýrt spurningaþáttunum vinsælu Jeopardy frá árinu 1984. Getty/Emma McIntyre
Kanadíski sjónvarpsmaðurinn Alex Trebek sem þekktastur er fyrir að hafa stýrt spurningaþáttunum Jeopardy! frá árinu 1984 hefur greinst með fjórða stigs krabbamein í brisi.

Trebek greindi aðdáendum sínum og Jeopardy! þáttanna frá þessu í myndbandi sem birt var á YouTube rás þáttanna.

Í vikunni greindist ég eins og um 50.000 aðrir í Bandaríkjunum með briskrabbamein á fjórða stigi, ég ætla að berjast við þetta, ég ætla að halda áfram að vinna. Með stuðningi og ást fjölskyldu minnar, vina minna og bænum áhorfanda ætla ég að sigrast á litlum lífslíkum. Því ég get ekki annað, ég er samningsbundinn Jeopardy! í þrjú ár í viðbót og ég mun sigra. sagði Trebek keikur.

Trebek er 78 ára gamall og skartaði lengi vel vígalegu yfirvaraskeggi, starfaði fyrst í sjónvarpi árið 1963. Eitthvað hefur borið á heilsuvandamálum en árin 2007 og 2012 fékk hann hjartaáföll, hann sneri þó fljótlega aftur til vinnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.