Segir foreldrið sem lét vita af öryggisgalla hjá Mentor hafa fengið ósanngjarna meðferð Elín Margrét Böðvarsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 6. mars 2019 22:00 Foreldri sem lét vita af netöryggisgalla hjá Mentor hefur verið sakað um að nálgast gögn þaðan í annarlegum tilgangi og hefur þurft að taka á sig töluverðan lögfræðikostnað. Sérfræðingur í netöryggismálum segir að frekar ætti að þakka þeim sem láta vita af öryggisgöllum en ekki úthrópa þá í fjölmiðlum. Um miðjan febrúar bárust fregnir af því að skráður notandi upplýsingakerfisins Mentor hér á landi hafi orðið uppvís að heimildarlausri upplýsingasöfnun úr skólaupplýsingakerfi Mentor. Notandinn sem á í hlut reyndist aftur á móti ekki vera óprúttinn aðili, heldur athugult foreldri sem hefur þekkingu í tæknigeiranum. „Við fengum sem sagt nafnlausa ábendingu, aðili hafði samband við okkur hjá Syndis 14. febrúar síðastliðinn og þetta foreldri, sem er tæknilega menntaður einstaklingur hafði komið auga á það sem það taldi vera öryggisveikleika í Mentor-kerfinu,“ segir Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá Netöryggisfyrirtækinu Syndis. Viðkomandi hafi greint veikleikann með því að ná í myndir úr kerfinu, í því ljósi að reyna að sannreyna gallann. Þannig gæti hann látið vita svo laga megi gallann. „Svo koma yfirlýsingar í fjölmiðlum þar sem þessum aðila er lýst sem óprúttnum, hafi misnotað aðgang hafi stundað þjófnað og ýmislegt í þá veru. Allir eru að íhuga réttarstöðu sína og þessi aðili þarf að ráða sér lögfræðing, hann þarf að svara bréfum með tilheyrandi kostnaði og áhyggjum,“ Theodór telur að viðbrögðin hafi verið allt of harkaleg. „Við eigum ekki að álasa einum eða neinum, það er ekkert að Mentor. Öryggisveikleikar eru alls staðar, það þarf bara að bregðast við þeim og laga þegar þeir koma upp.“ Skóla - og menntamál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Foreldri sem lét vita af netöryggisgalla hjá Mentor hefur verið sakað um að nálgast gögn þaðan í annarlegum tilgangi og hefur þurft að taka á sig töluverðan lögfræðikostnað. Sérfræðingur í netöryggismálum segir að frekar ætti að þakka þeim sem láta vita af öryggisgöllum en ekki úthrópa þá í fjölmiðlum. Um miðjan febrúar bárust fregnir af því að skráður notandi upplýsingakerfisins Mentor hér á landi hafi orðið uppvís að heimildarlausri upplýsingasöfnun úr skólaupplýsingakerfi Mentor. Notandinn sem á í hlut reyndist aftur á móti ekki vera óprúttinn aðili, heldur athugult foreldri sem hefur þekkingu í tæknigeiranum. „Við fengum sem sagt nafnlausa ábendingu, aðili hafði samband við okkur hjá Syndis 14. febrúar síðastliðinn og þetta foreldri, sem er tæknilega menntaður einstaklingur hafði komið auga á það sem það taldi vera öryggisveikleika í Mentor-kerfinu,“ segir Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá Netöryggisfyrirtækinu Syndis. Viðkomandi hafi greint veikleikann með því að ná í myndir úr kerfinu, í því ljósi að reyna að sannreyna gallann. Þannig gæti hann látið vita svo laga megi gallann. „Svo koma yfirlýsingar í fjölmiðlum þar sem þessum aðila er lýst sem óprúttnum, hafi misnotað aðgang hafi stundað þjófnað og ýmislegt í þá veru. Allir eru að íhuga réttarstöðu sína og þessi aðili þarf að ráða sér lögfræðing, hann þarf að svara bréfum með tilheyrandi kostnaði og áhyggjum,“ Theodór telur að viðbrögðin hafi verið allt of harkaleg. „Við eigum ekki að álasa einum eða neinum, það er ekkert að Mentor. Öryggisveikleikar eru alls staðar, það þarf bara að bregðast við þeim og laga þegar þeir koma upp.“
Skóla - og menntamál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira