Horfði á eftir ástvinum í líkpokum eftir eigið brúðkaup Sylvía Hall skrifar 18. ágúst 2019 23:21 Byrjað var að grafa fórnarlömb sjálfsmorðsárásarinnar strax í dag. Vísir/AP Það sem átti að vera hamingjusamasti dagur í lífi Mirwais Elmi endaði með hryllingi þegar 63 manns, þar á meðal vinir og ættingjar, létu lífið af völdum sjálfsmorðssprengju í brúðkaupsveislu hans og eiginkonu hans í gær. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Á vef BBC kemur fram að yfir 180 særðust í sprengingunni sem átti sér stað í veislunni sem fram fór í Kabul, höfuðborg Afganistan, á svæði þar sem flestir íbúar eru sjía-múslimar. Í yfirlýsingu frá Ríki íslams segir að liðsmaður þess hafi sprengt sjálfan sig upp á „fjölmennri samkomu“ og í kjölfarið hafi aðrir sprengt upp bifreið fulla af sprengiefnum þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn.Sjá einnig: Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan „Ég hef misst alla von. Ég missti bróður minn, ég missti vini mína, ég missti ættingja mína. Ég mun aldrei upplifa hamingju aftur í lífi mínu,“ sagði Elmi í viðtali við við Tolo News. Hann segir eiginkonu sína í slæmu ástandi eftir árásina og hún falli stanslaust í yfirlið sökum áfalls. Hann sjái jafnframt ekki fram á að geta mætt í jarðarfarir ástvina sinna því hann sé of veikburða eftir atburði gærdagsins. Það hafi verið hræðilegt að sjá á eftir fólki í líkpokum aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hafa tekið á móti brosandi veislugestum.63 létust í árásinni.Vísir/APGestir að dansa og fagna þegar sprengingin átti sér stað Faðir eiginkonu Elmi segir fjórtán ættingja þeirra hafa látist í sprengingunni. Einn veislugestanna, hinn 23 ára gamli Munir Ahmad, missti frænda sinn í sprengingunni sem átti sér stað þegar fögnuðurinn stóð sem hæst. „Veislugestirnir voru að dansa og fagna þegar sprengingin varð,“ sagði Elmi í samtali við AFP, en hann liggur nú alvarlega slasaður á spítala eftir árásina. Á meðan viðtalinu stóð var verið að búa um sár hans en hann fékk í sig sprengjubrot. „Eftir sprenginguna varð algjör ringulreið. Allir voru öskrandi og að kalla á ástvini sína.“ Annar veislugestur, Hameed Quresh, sagðist hafa fallið í yfirlið eftir sprenginguna. Hann viti því ekki hvernig hann komst á sjúkrahús. Hann missti einn bróður sinn í árásinni og særðist sjálfur alvarlega. Talsmaður innanríkisráðuneytisins hefur staðfest að meðal þeirra særðu séu konur og börn. Brúðkaup í Afganistan eru alla jafna íburðarmikil en einn veislugesta sagði að um 1.200 manns höfðu verið boðin til veislunnar. Þar sem öryggisgæsla er í lágmarki við slíka viðburði séu þeir auðvelt skotmark fyrir slík voðaverk.Fjöldi fólks var fluttur á sjúkrahús eftir sprenginguna.Vísir/APTalsmaður Talíbana fordæmir árásina Forseti Afganistan, Ashraf Gani, sagði árásina villimannslega og sakaði Talíbana um að hafa greitt veginn fyrir hryðjuverkamenn og lagt grundvöllinn að hryðjuverkum. Talíbarnar hafa hafnað allri aðild að ódæðinu og fordæmt það. „Það er ekkert sem réttlætir svo úthugsuð og hrottafengin morð og árás á konur og börn,“ sagði Zabiullah Mujaheed, einn talsmanna Talíbana, í yfirlýsingu til fjölmiðla. Árásin hefur vakið hörð viðbrögð og hefur Abdullah Abdullah, framkvæmdastjóri Afganistan, lýst árásinni sem glæp gegn mannkyninu. John Bass, sendiherra Bandaríkjanna í Afganistan, sagði hana vera ofsafengið fólskuverk. Afganistan Tengdar fréttir Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan Sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sjálfan sig upp í miðri brúðkaupsathöfn. 18. ágúst 2019 07:28 Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð á árás á brúðkaup Brúðguminn segist aldrei eiga eftir að upplifa hamingju aftur eftir að 63 létust í sjálfsmorðsárás á brúðkaupið hans í gærkvöldi. 18. ágúst 2019 14:18 Óttast að margir hafi látist í sprengjuárás á brúðkaup Yfirvöld í Afganistan óttast að fjölmargir hafi látist eða særst í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaup í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöld. 17. ágúst 2019 20:38 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Það sem átti að vera hamingjusamasti dagur í lífi Mirwais Elmi endaði með hryllingi þegar 63 manns, þar á meðal vinir og ættingjar, létu lífið af völdum sjálfsmorðssprengju í brúðkaupsveislu hans og eiginkonu hans í gær. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Á vef BBC kemur fram að yfir 180 særðust í sprengingunni sem átti sér stað í veislunni sem fram fór í Kabul, höfuðborg Afganistan, á svæði þar sem flestir íbúar eru sjía-múslimar. Í yfirlýsingu frá Ríki íslams segir að liðsmaður þess hafi sprengt sjálfan sig upp á „fjölmennri samkomu“ og í kjölfarið hafi aðrir sprengt upp bifreið fulla af sprengiefnum þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn.Sjá einnig: Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan „Ég hef misst alla von. Ég missti bróður minn, ég missti vini mína, ég missti ættingja mína. Ég mun aldrei upplifa hamingju aftur í lífi mínu,“ sagði Elmi í viðtali við við Tolo News. Hann segir eiginkonu sína í slæmu ástandi eftir árásina og hún falli stanslaust í yfirlið sökum áfalls. Hann sjái jafnframt ekki fram á að geta mætt í jarðarfarir ástvina sinna því hann sé of veikburða eftir atburði gærdagsins. Það hafi verið hræðilegt að sjá á eftir fólki í líkpokum aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hafa tekið á móti brosandi veislugestum.63 létust í árásinni.Vísir/APGestir að dansa og fagna þegar sprengingin átti sér stað Faðir eiginkonu Elmi segir fjórtán ættingja þeirra hafa látist í sprengingunni. Einn veislugestanna, hinn 23 ára gamli Munir Ahmad, missti frænda sinn í sprengingunni sem átti sér stað þegar fögnuðurinn stóð sem hæst. „Veislugestirnir voru að dansa og fagna þegar sprengingin varð,“ sagði Elmi í samtali við AFP, en hann liggur nú alvarlega slasaður á spítala eftir árásina. Á meðan viðtalinu stóð var verið að búa um sár hans en hann fékk í sig sprengjubrot. „Eftir sprenginguna varð algjör ringulreið. Allir voru öskrandi og að kalla á ástvini sína.“ Annar veislugestur, Hameed Quresh, sagðist hafa fallið í yfirlið eftir sprenginguna. Hann viti því ekki hvernig hann komst á sjúkrahús. Hann missti einn bróður sinn í árásinni og særðist sjálfur alvarlega. Talsmaður innanríkisráðuneytisins hefur staðfest að meðal þeirra særðu séu konur og börn. Brúðkaup í Afganistan eru alla jafna íburðarmikil en einn veislugesta sagði að um 1.200 manns höfðu verið boðin til veislunnar. Þar sem öryggisgæsla er í lágmarki við slíka viðburði séu þeir auðvelt skotmark fyrir slík voðaverk.Fjöldi fólks var fluttur á sjúkrahús eftir sprenginguna.Vísir/APTalsmaður Talíbana fordæmir árásina Forseti Afganistan, Ashraf Gani, sagði árásina villimannslega og sakaði Talíbana um að hafa greitt veginn fyrir hryðjuverkamenn og lagt grundvöllinn að hryðjuverkum. Talíbarnar hafa hafnað allri aðild að ódæðinu og fordæmt það. „Það er ekkert sem réttlætir svo úthugsuð og hrottafengin morð og árás á konur og börn,“ sagði Zabiullah Mujaheed, einn talsmanna Talíbana, í yfirlýsingu til fjölmiðla. Árásin hefur vakið hörð viðbrögð og hefur Abdullah Abdullah, framkvæmdastjóri Afganistan, lýst árásinni sem glæp gegn mannkyninu. John Bass, sendiherra Bandaríkjanna í Afganistan, sagði hana vera ofsafengið fólskuverk.
Afganistan Tengdar fréttir Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan Sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sjálfan sig upp í miðri brúðkaupsathöfn. 18. ágúst 2019 07:28 Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð á árás á brúðkaup Brúðguminn segist aldrei eiga eftir að upplifa hamingju aftur eftir að 63 létust í sjálfsmorðsárás á brúðkaupið hans í gærkvöldi. 18. ágúst 2019 14:18 Óttast að margir hafi látist í sprengjuárás á brúðkaup Yfirvöld í Afganistan óttast að fjölmargir hafi látist eða særst í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaup í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöld. 17. ágúst 2019 20:38 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan Sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sjálfan sig upp í miðri brúðkaupsathöfn. 18. ágúst 2019 07:28
Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð á árás á brúðkaup Brúðguminn segist aldrei eiga eftir að upplifa hamingju aftur eftir að 63 létust í sjálfsmorðsárás á brúðkaupið hans í gærkvöldi. 18. ágúst 2019 14:18
Óttast að margir hafi látist í sprengjuárás á brúðkaup Yfirvöld í Afganistan óttast að fjölmargir hafi látist eða særst í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaup í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöld. 17. ágúst 2019 20:38
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent