Álitamál hversu langt á að ganga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. desember 2019 21:30 Félags- og barnamálaráðherra segir álitamál hversu langt eigi að ganga í að festa rétt til fæðingarorlofs við annað hvort foreldrið. Þetta er eitt af því sem haft verður í huga þegar lenging fæðingarorlofsins verður útfærð. Alþingi samþykkti áður en þingmenn fóru í jólafrí að lengja fæðingarorlofið úr níu mánuðum í tólf mánuði í tveimur áföngum. Gerðar voru breytingar á frumvarpinu á lokasprettinum þar sem skiptar skoðanir voru á því hvernig útfæra ætti réttinn til fæðingarorlofs á milli foreldra. Ekki eru allir sáttir við að rétturinn sé að svo miklu leyti bundinn við hvort foreldri fyrir sig og færist ekki á milli þeirra. „Það er auðvitað þannig að þingið gerði ákveðnar breytingar á málinu og kannski svona í ljósi þess að við erum með í gangi heildarendurskoðun laganna núna, vegna þess að fæðingarorlofslöggjöfin verður tuttugu ára á næsta ári, og það er í gangi heildarendurskoðun. Þannig að þingið í rauninni sendir þau skilaboð inn í þá vinnu að við ætlum okkur að lengja á næsta ári þannig að það muni skiptast fjórir fjórir tveir. Það er að segja fjórir á sitt hvort foreldrið og tveir sem að fólk geti skipt á milli sín.,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra. „Síðan þessir tveir mánuðir sem á eftir að lengja, að þingið setur það í rauninni inn í þá endurskoðunarvinnu sem að núna er í gangi og við gerum ráð fyrir því að það komi frumvarp fram á vorþingi og með svona ákveðið verkefni að leiðarljósi að skoða það,“ segir Ásmundur. Ásmundur segir að farið verði vel yfir hvernig skiptingin verður. „Ætlum við okkur að setja þá þannig að þetta verði fimm fimm tveir eða ætlum við okkur að enda í fjórir fjórir fjórir. Frumvarpið gerði upphaflega ráð fyrir fimm fimm tveir en síðan eru sjónarmið um að við séum kannski að ganga oft langt gagnvart til að mynda réttindum barna á móti og það þurfi að hafa meiri sameiginlegan rétt. Þó að það séu vissulega líka hagsmunir barna að fá tíma með sínum feðrum. Þannig að þetta verkefni og útfærslan á þessu er sett inn í þessa heildarendurskoðun,“ segir Ásmundur. Börn og uppeldi Félagsmál Fæðingarorlof Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Félags- og barnamálaráðherra segir álitamál hversu langt eigi að ganga í að festa rétt til fæðingarorlofs við annað hvort foreldrið. Þetta er eitt af því sem haft verður í huga þegar lenging fæðingarorlofsins verður útfærð. Alþingi samþykkti áður en þingmenn fóru í jólafrí að lengja fæðingarorlofið úr níu mánuðum í tólf mánuði í tveimur áföngum. Gerðar voru breytingar á frumvarpinu á lokasprettinum þar sem skiptar skoðanir voru á því hvernig útfæra ætti réttinn til fæðingarorlofs á milli foreldra. Ekki eru allir sáttir við að rétturinn sé að svo miklu leyti bundinn við hvort foreldri fyrir sig og færist ekki á milli þeirra. „Það er auðvitað þannig að þingið gerði ákveðnar breytingar á málinu og kannski svona í ljósi þess að við erum með í gangi heildarendurskoðun laganna núna, vegna þess að fæðingarorlofslöggjöfin verður tuttugu ára á næsta ári, og það er í gangi heildarendurskoðun. Þannig að þingið í rauninni sendir þau skilaboð inn í þá vinnu að við ætlum okkur að lengja á næsta ári þannig að það muni skiptast fjórir fjórir tveir. Það er að segja fjórir á sitt hvort foreldrið og tveir sem að fólk geti skipt á milli sín.,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra. „Síðan þessir tveir mánuðir sem á eftir að lengja, að þingið setur það í rauninni inn í þá endurskoðunarvinnu sem að núna er í gangi og við gerum ráð fyrir því að það komi frumvarp fram á vorþingi og með svona ákveðið verkefni að leiðarljósi að skoða það,“ segir Ásmundur. Ásmundur segir að farið verði vel yfir hvernig skiptingin verður. „Ætlum við okkur að setja þá þannig að þetta verði fimm fimm tveir eða ætlum við okkur að enda í fjórir fjórir fjórir. Frumvarpið gerði upphaflega ráð fyrir fimm fimm tveir en síðan eru sjónarmið um að við séum kannski að ganga oft langt gagnvart til að mynda réttindum barna á móti og það þurfi að hafa meiri sameiginlegan rétt. Þó að það séu vissulega líka hagsmunir barna að fá tíma með sínum feðrum. Þannig að þetta verkefni og útfærslan á þessu er sett inn í þessa heildarendurskoðun,“ segir Ásmundur.
Börn og uppeldi Félagsmál Fæðingarorlof Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira