Andlát: Tímóteus Pétursson Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. desember 2019 17:34 Mörg verka Tómóteusar má finna í stærstu listastöfnum Bandaríkjanna og Evrópu Mynd/Aðsend Listamaðurinn Bohuslav Woody Vasulka, sem tók nafnið Tímóteus Pétursson er hann fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 1968, er látinn. Hann lést í Santa Fe í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum þann 20. desember síðastliðinn. Hann var fæddur í Brno Tékkóslóvakíu 1937 og nam verkfræði í Industrial Engineering School of Brno áður en hann fór til náms í FAMU – kvikmyndaskólanum í Prag. Þar hitti hann fiðluleikarann Steinunni Briem Bjarnadóttur eða Steinu árið 1959 og bað hann hennar í sömu andrá og þau hittust fyrst. Í tilkynningu frá aðstandendum segir að Tímóteus hafi orðið einn af tengdsonum Íslands eftir að hann og Steinnunn giftust. Semm fyrr segir fékk hann íslenskan ríkisborgararétt og nafnið Tímóteus Pétursson. Sumarið 1964 vann Woody að tveimur kvikmyndum á Íslandi: Velrybarska Stanice um hvalstöðina í Hvalfirði og Sezona v Seydisfjordur – Vertíð á Seyðisfirði um síldarævintýrið, báðar merkilegar heimildir um Ísland þess tíma. Saman fluttu Steina og Woody til Bandaríkjanna á sjöunda áratug síðustu aldar eftir stutta viðveru á Íslandi. Þau settust að í New York þar sem þau kynntust nýrri tækni - vídeó.Sjá einnig:Skylda að geyma og varðveita vídeólistSaman notuðu þau þekkingu sína í tónlist og kvikmyndagerð sem undirstöðu í algerlega nýrri túlkun í myndlist með hinni nýju vídeótækni. Fjöldamörg verk liggja eftir Woody bæði á filmu, video og ljósmyndum. Einnig hefur hann sett upp fjölda innsetninga og eru mörg verka hans í stærstu listastöfnum Bandaríkjanna og Evrópu. Steina og Woody stofnuðu The Kitchen í New York 1972 til þess að sýna verk sín og annarra sem störfuðu í vídeó, tónlist og myndlist og starfar það enn í dag. Árið 2015 opnaði Listasafn Íslands Vasulka stofu á safninu sem sýnir verk þeirra og varðveitir hluta af arfleifð þeirra. Vasulka tvíeykið: Steina og Woody eru hluti af listamannahópi Berg Contemporary og fyrr á árinu var frumsýnd kvikmyndin Vasulka áhrifin – The Vasulka Effect á Skjaldborg og Bíó Paradís sem fjallar um líf og störf þeirra beggja. Síðan 1980 hafa þau búið í Santa Fe í Nýju-Mexíkó. Steinunn lifir mann sinn Woody. Andlát Myndlist Tengdar fréttir Skylda að geyma og varðveita vídeólist Steina og Woody Vasulka eru hvatinn að stofnun Vasulka-stofunnar. 13. febrúar 2014 10:30 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Settu bílslys á svið Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Sjá meira
Listamaðurinn Bohuslav Woody Vasulka, sem tók nafnið Tímóteus Pétursson er hann fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 1968, er látinn. Hann lést í Santa Fe í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum þann 20. desember síðastliðinn. Hann var fæddur í Brno Tékkóslóvakíu 1937 og nam verkfræði í Industrial Engineering School of Brno áður en hann fór til náms í FAMU – kvikmyndaskólanum í Prag. Þar hitti hann fiðluleikarann Steinunni Briem Bjarnadóttur eða Steinu árið 1959 og bað hann hennar í sömu andrá og þau hittust fyrst. Í tilkynningu frá aðstandendum segir að Tímóteus hafi orðið einn af tengdsonum Íslands eftir að hann og Steinnunn giftust. Semm fyrr segir fékk hann íslenskan ríkisborgararétt og nafnið Tímóteus Pétursson. Sumarið 1964 vann Woody að tveimur kvikmyndum á Íslandi: Velrybarska Stanice um hvalstöðina í Hvalfirði og Sezona v Seydisfjordur – Vertíð á Seyðisfirði um síldarævintýrið, báðar merkilegar heimildir um Ísland þess tíma. Saman fluttu Steina og Woody til Bandaríkjanna á sjöunda áratug síðustu aldar eftir stutta viðveru á Íslandi. Þau settust að í New York þar sem þau kynntust nýrri tækni - vídeó.Sjá einnig:Skylda að geyma og varðveita vídeólistSaman notuðu þau þekkingu sína í tónlist og kvikmyndagerð sem undirstöðu í algerlega nýrri túlkun í myndlist með hinni nýju vídeótækni. Fjöldamörg verk liggja eftir Woody bæði á filmu, video og ljósmyndum. Einnig hefur hann sett upp fjölda innsetninga og eru mörg verka hans í stærstu listastöfnum Bandaríkjanna og Evrópu. Steina og Woody stofnuðu The Kitchen í New York 1972 til þess að sýna verk sín og annarra sem störfuðu í vídeó, tónlist og myndlist og starfar það enn í dag. Árið 2015 opnaði Listasafn Íslands Vasulka stofu á safninu sem sýnir verk þeirra og varðveitir hluta af arfleifð þeirra. Vasulka tvíeykið: Steina og Woody eru hluti af listamannahópi Berg Contemporary og fyrr á árinu var frumsýnd kvikmyndin Vasulka áhrifin – The Vasulka Effect á Skjaldborg og Bíó Paradís sem fjallar um líf og störf þeirra beggja. Síðan 1980 hafa þau búið í Santa Fe í Nýju-Mexíkó. Steinunn lifir mann sinn Woody.
Andlát Myndlist Tengdar fréttir Skylda að geyma og varðveita vídeólist Steina og Woody Vasulka eru hvatinn að stofnun Vasulka-stofunnar. 13. febrúar 2014 10:30 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Settu bílslys á svið Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Sjá meira
Skylda að geyma og varðveita vídeólist Steina og Woody Vasulka eru hvatinn að stofnun Vasulka-stofunnar. 13. febrúar 2014 10:30