Skylda að geyma og varðveita vídeólist 13. febrúar 2014 10:30 Kristín Scheving MYND/ Steinrún Ótta Stefánsdóttir Listasafn Íslands er nú í óða önn að vinna að stofnun svokallaðrar Vasulka-stofu, en hún kemur til með að varðveita vídeólist. „Það er skylda Íslendinga að flokka þessa list og geyma hana. Mér finnst vera vakning á þessu, en vídeólist hefur fengið að sitja á hakanum. Það eru mörg söfn að gera þetta úti um allan heim. Það er bara komið að þessu,“ segir Kristín Scheving, deildarstjóri Vasulka-stofu, en Steina og Woody Vasulka eru hvatar að stofnun stofunnar. „Steina og Woody Vasulka eru brautryðjendur í vídeólist á heimsvísu. Það er ósk þeirra að sameiginleg saga þeirra og ferill verði að miklum hluta varðveittur á Íslandi, þó að þau hafi verið búsett í Bandaríkjunum um langt skeið. Nú er hægt að nálgast eitthvað af þeirra verkum á söfnum og gagnagrunnum víðs vegar um heiminn, til að mynda í Hollandi og í Kanada. Steinu og Woody fannst leiðinlegt að Ísland væri ekki hluti af þessu alþjóðlega neti sem varðveitir list þeirra,“ segir hún jafnframt.Steina og Woody VasulkaMYND/Sigurður GunnarssonSteina [Steinunn Bjarnadóttir] er fædd og uppalin í Reykjavík en sótti framhaldsnám í fiðluleik til Prag, árin 1959 til 1965. Þar kynntist hún eiginmanni sínum, verkfræðingnum og kvikmyndagerðarmanninum Woody Vasulka. Árið 1968 fékk Woody íslenskan ríkisborgararétt undir heitinu Tímóteus Pétursson og ári síðar voru þau búin að koma sér fyrir í New York, þar sem þeirra beið að taka virkan þátt í þróun hinnar alþjóðlegu vídeóbyltingar sem þá var í burðarliðnum. Árið 1971 stofnuðu þau The Kitchen í Greenwich Village, á Manhattan, eina þekktustu og virtustu margmiðlunarmiðstöð veraldar. Vorið 1973 yfirgáfu Steina og Woody New York-borg og settust að í Buffalo, þar sem þau gegndu prófessorsstöðu við SUNY. Árið 1981 fluttu þau suður til Nýju-Mexíkó þar sem þau hafa síðan haft lögheimili. Þar er enn að finna myndbanda- og heimildasafn þeirra sem ætlað er að Vasulka-stofa Listasafns Íslands varðveiti ásamt því að safna annarri íslenskri vídeó- og margmiðlunarlist. „Við finnum fyrir miklum áhuga á sögu þeirra,“ segir Kristín. Steina og Woody Vasulka eru bæði á áttræðisaldri. „Nú sem stendur er unnið að yfirfærslu verka þeirra á stafrænt form á nokkrum stöðum. Meðal annars í Bandaríkjunum, og við stefnum á að koma að því starfi í samstarfi við sérfræðinga frá Amsterdam og Noregi bráðlega. Formleg opnun á stofunni verður svo þann 16. október í Listasafni Íslands í tengslum við 130 ára afmæli safnsins,“ segir Kristín að lokum. Menning Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Sjá meira
Listasafn Íslands er nú í óða önn að vinna að stofnun svokallaðrar Vasulka-stofu, en hún kemur til með að varðveita vídeólist. „Það er skylda Íslendinga að flokka þessa list og geyma hana. Mér finnst vera vakning á þessu, en vídeólist hefur fengið að sitja á hakanum. Það eru mörg söfn að gera þetta úti um allan heim. Það er bara komið að þessu,“ segir Kristín Scheving, deildarstjóri Vasulka-stofu, en Steina og Woody Vasulka eru hvatar að stofnun stofunnar. „Steina og Woody Vasulka eru brautryðjendur í vídeólist á heimsvísu. Það er ósk þeirra að sameiginleg saga þeirra og ferill verði að miklum hluta varðveittur á Íslandi, þó að þau hafi verið búsett í Bandaríkjunum um langt skeið. Nú er hægt að nálgast eitthvað af þeirra verkum á söfnum og gagnagrunnum víðs vegar um heiminn, til að mynda í Hollandi og í Kanada. Steinu og Woody fannst leiðinlegt að Ísland væri ekki hluti af þessu alþjóðlega neti sem varðveitir list þeirra,“ segir hún jafnframt.Steina og Woody VasulkaMYND/Sigurður GunnarssonSteina [Steinunn Bjarnadóttir] er fædd og uppalin í Reykjavík en sótti framhaldsnám í fiðluleik til Prag, árin 1959 til 1965. Þar kynntist hún eiginmanni sínum, verkfræðingnum og kvikmyndagerðarmanninum Woody Vasulka. Árið 1968 fékk Woody íslenskan ríkisborgararétt undir heitinu Tímóteus Pétursson og ári síðar voru þau búin að koma sér fyrir í New York, þar sem þeirra beið að taka virkan þátt í þróun hinnar alþjóðlegu vídeóbyltingar sem þá var í burðarliðnum. Árið 1971 stofnuðu þau The Kitchen í Greenwich Village, á Manhattan, eina þekktustu og virtustu margmiðlunarmiðstöð veraldar. Vorið 1973 yfirgáfu Steina og Woody New York-borg og settust að í Buffalo, þar sem þau gegndu prófessorsstöðu við SUNY. Árið 1981 fluttu þau suður til Nýju-Mexíkó þar sem þau hafa síðan haft lögheimili. Þar er enn að finna myndbanda- og heimildasafn þeirra sem ætlað er að Vasulka-stofa Listasafns Íslands varðveiti ásamt því að safna annarri íslenskri vídeó- og margmiðlunarlist. „Við finnum fyrir miklum áhuga á sögu þeirra,“ segir Kristín. Steina og Woody Vasulka eru bæði á áttræðisaldri. „Nú sem stendur er unnið að yfirfærslu verka þeirra á stafrænt form á nokkrum stöðum. Meðal annars í Bandaríkjunum, og við stefnum á að koma að því starfi í samstarfi við sérfræðinga frá Amsterdam og Noregi bráðlega. Formleg opnun á stofunni verður svo þann 16. október í Listasafni Íslands í tengslum við 130 ára afmæli safnsins,“ segir Kristín að lokum.
Menning Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Sjá meira