„Hvað er sannarlega skandinavískt? Ekkert“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2020 08:09 Skjáskot úr umdeildu auglýsingunni. Norræna flugfélagið SAS hefur tekið nýlega auglýsingu sína úr birtingu eftir að auglýsingin var harðlega gagnrýnd, sérstaklega af sænskum og dönskum stjórnmálamönnum sem koma úr flokkum sem tala fyrir þjóðernishyggju og harðari innflytjendastefnu. „Hvað er sannarlega skandinavískt? Ekkert. Allt er eftirlíking.“ Á þessum orðum hefst auglýsingin sem síðan fer yfir ýmislegt sem ekki á uppruna sinn á Norðurlöndum heldur hefur verið upp þar í gegnum árin og aldirnar. Er lýðræðið til dæmis nefnt til sögunnar og Grikkjum þakkað fyrir það, Svisslendingum þakkað fyrir fæðingarorlofið, þýska uppfinningin reiðhjól, rúgbrauðið sem er upphaflega frá Tyrklandi og síðast en ekki síst lakkrísinn sem kemur frá Kína. „Við tökum allt sem okkur finnst frábært á ferðalögum okkar til útlanda, aðlögum það eilítið, og þá er það eitthvað einstakt og skandinavískt,“ segir í auglýsingunni. „Þvílíkt bull og sjálfshatur. Ég hef alltaf reynt að fljúga með SAS en aldrei aftur. Ég lofa því,“ skrifaði Richard Jomshof, ritari Svíþjóðardemókrata, á Facebook-síðu sína. „Ég hef alltaf flogið mikið með SAS en ég myndi gera það aftur með óbragð í munni því þeir skyrptu svona á okkur,“ sagði Soeren Espersen, talsmaður Danska þjóðarflokksins í utanríkismálum í viðtal við danska dagblaðið Ekstra Bladet. SAS telur að fyrirtækið hafi orðið fyrir skipulagðri árás á internetinu vegna auglýsingarinnar. Auglýsingin sýni hvernig ferðalög séu einstaklingum og samfélögum innblástur. Flugfélagið hafi ákveðið að taka auglýsinguna úr birtingu þar sem það vilji ekki bjóða upp á vettvang þar sem fólk geti deilt skoðunum sem SAS sé ósammála. Auglýsinga- og markaðsmál Danmörk Fréttir af flugi Noregur Svíþjóð Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Norræna flugfélagið SAS hefur tekið nýlega auglýsingu sína úr birtingu eftir að auglýsingin var harðlega gagnrýnd, sérstaklega af sænskum og dönskum stjórnmálamönnum sem koma úr flokkum sem tala fyrir þjóðernishyggju og harðari innflytjendastefnu. „Hvað er sannarlega skandinavískt? Ekkert. Allt er eftirlíking.“ Á þessum orðum hefst auglýsingin sem síðan fer yfir ýmislegt sem ekki á uppruna sinn á Norðurlöndum heldur hefur verið upp þar í gegnum árin og aldirnar. Er lýðræðið til dæmis nefnt til sögunnar og Grikkjum þakkað fyrir það, Svisslendingum þakkað fyrir fæðingarorlofið, þýska uppfinningin reiðhjól, rúgbrauðið sem er upphaflega frá Tyrklandi og síðast en ekki síst lakkrísinn sem kemur frá Kína. „Við tökum allt sem okkur finnst frábært á ferðalögum okkar til útlanda, aðlögum það eilítið, og þá er það eitthvað einstakt og skandinavískt,“ segir í auglýsingunni. „Þvílíkt bull og sjálfshatur. Ég hef alltaf reynt að fljúga með SAS en aldrei aftur. Ég lofa því,“ skrifaði Richard Jomshof, ritari Svíþjóðardemókrata, á Facebook-síðu sína. „Ég hef alltaf flogið mikið með SAS en ég myndi gera það aftur með óbragð í munni því þeir skyrptu svona á okkur,“ sagði Soeren Espersen, talsmaður Danska þjóðarflokksins í utanríkismálum í viðtal við danska dagblaðið Ekstra Bladet. SAS telur að fyrirtækið hafi orðið fyrir skipulagðri árás á internetinu vegna auglýsingarinnar. Auglýsingin sýni hvernig ferðalög séu einstaklingum og samfélögum innblástur. Flugfélagið hafi ákveðið að taka auglýsinguna úr birtingu þar sem það vilji ekki bjóða upp á vettvang þar sem fólk geti deilt skoðunum sem SAS sé ósammála.
Auglýsinga- og markaðsmál Danmörk Fréttir af flugi Noregur Svíþjóð Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira