Odion
Ighalo hefur verið leikmaður ManchesterUnited í næstum því tvær vikur en hefur enn ekki æft með liðsfélögum sínum. Hann mátti nefnilega ekki koma á æfingasvæði félagsins vegna ótta við að hann beri með sér kórónaveiruna.
Kórónaveiran kom upp í Kína, hefur borist hratt á milli banna og banað yfir þrettán hundruð manns. Staðfest er að um 60 þúsund manns hafi smitast í Kína, langflestir í Hubei, eða um 48 þúsund.
EXCLUSIVE: Odion Ighalo banned from Man Utd training ground over coronavirus fears |@DiscoMirrorhttps://t.co/Ga0Bqe26EWpic.twitter.com/KAbFBx07Wv
— Mirror Football (@MirrorFootball) February 12, 2020
Manchester
United fékk OdionIghalo að láni frá kínverska félaginu ShanghaiGreenlandShenhua á lokadegi janúargluggans og var ætlað að hjálpa til að leysa framherjahallæri liðsins.
OdionIghalo kom til Manchester 1. febrúar síðastliðinn en þarf að vera í fjórtán daga sóttkví til að fá það hundrað prósent hreint að hann beri ekki með sér vírusinn. Sá tími rennur ekki út á föstudaginn.
Ighalo hefur verið að æfa einn í NationalTaekwondoCentre sem er rétt hjá Etihad-leikvanginum, heimavelli ManchesterCity.
#mufc have told Ighalo to stay away from their Carrington training base because of fears over coronavirus. The striker has been training at the National Taekwondo Centre, next door to the Etihad since arriving from Shanghai as a precaution. #muzone [ESPN]
— United Zone (@ManUnitedZone_) February 12, 2020
Ole Gunnar Solskjær nýtti vetrarfríið til að fara í æfingaferð til Spánar en kemur aftur frá Marbella á morgun. Verði allt í lagi með OdionIghalo á morgun þá mun hann væntanlega æfa með liðinu í fyrsta sinn um helgina.
Næsti leikur ManchesterUnited er á móti Chelsea á mánudagskvöldið en það er gríðarlega mikilvægur leikur í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni. Tapi ManchesterUnited leiknum er staðan orðin slæm.
Solskjær hefur gefið það út að OdionIghalo ferðist með liðinu til London og er því líklegur til að spila eitthvað í þessum leik.