Missir Ajax sína helstu leikmenn í sumar? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. febrúar 2020 14:00 Talið er að Blind gæti verið á leið í Serie A eða aftur til Englands. Vísir/Getty Nú, rétt rúmu ári eftir að Ajax tapaði á dramatískan hátt gegn Tottenham Hotspur í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu, virðist sem nær allir leikmenn félagsins sem byrjuðu síðari leik liðanna séu á förum.David Ornstein á The Athletic greinir frá þessu. Frenkie de Jong og Matthijs de Ligt yfirgáfu félagið síðasta sumar. De Jong fór til Barcelona og De Ligt fór til Juventus. Að þeim frátöldum þá hélt Ajax í aðra leikmenn allt þangað til nýverið þegar það var staðfest að Hakim Ziyech myndi ganga til liðs við Chelsea þegar yfirstandandi tímabili lýkur. Nú virðist sem fleiri leikmenn gætu fylgt fordæmi Ziyech. Talið er að Erik ten Hag, þjálfari liðsins, ásamt þeim Marc Overmars og Edwin van der Sar hafi sannfært leikmennna um að vera áfram í eitt tímabil þar sem þeir gætu náð sama ef ekki betri árangri en þeir gerðu tímabilið áður. Ajax féll hins vegar úr leik eftir grátlegt 0-1 tap á heimavelli gegn Valencia í síðasta leik riðlakeppninnar. Þá gerði liðið 4-4 jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge í Lundúnum eftir að hafa verið 4-1 yfir þegar 35 mínútur voru til leiksloka. Í stöðunni 4-2 fékk Ajax tvö rauð spjöld með mínútu millibili en UEFA hefur gefið það út að dómari leiksins hafi gert mistök. Liðið er þó enn á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar, með sex stiga forskot á AZ Alkmaar sem er í 2. sæti þegar 22 umferðum er lokið. Vildi félagið því ekki selja leikmenn í janúar og því fékk Chelsea ekki að kaupa Ziyech fyrr en eftir að glugganum var lokað. Samkvæmt heimildum The Athletic er talið að átta leikmenn gætu yfirgefið Ajax næsta sumar. Þar ber helst að nefna miðjumanninn Donny van de Beek en þessi 22 ára gamli landsliðsmaður Hollands hefur verið orðaður við Real Madrid og Manchester United. Þá gæti hinn 30 ára gamli Daley Blind, sem snéri aftur í lið Ajax á dögunum eftir að hafa farið í hjartaaðgerð í desember, farið til Ítalíu eða aftur til Englands. Talið er að Mikael Arteta, þjálfari Arsenal, hafi áhuga á því að fá örvfættan miðvörð til liðsins og kemur Blind til greina en hann lék með Manchester United frá 2014-2018. Aðrir leikmenn sem nefndir hafa verið eru markvörðurinn Andre Onana, vinstri bakvörðurinn Nicolas Tagliafico, hægri bakverðirnir Noussair Mazraoui og Sergino Dest, miðvörðurinn Joel Veltman og að lokum miðjumaðurinn David Neres. Ajax mætir spænska liðinu Getafe í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar þann 20. febrúar. Evrópudeild UEFA Hollenski boltinn Tengdar fréttir Ajax staðfestir að Ziyech fari til Chelsea Hakim Ziyech gengur í raðir Chelsea frá Ajax eftir tímabilið. 13. febrúar 2020 12:19 Chelsea að landa Ziyech Chelsea mun hafa náð samkomulagi við Ajax um kaup á kantmanninum Hakim Ziyech sem félagið reyndi að fá þegar opið var fyrir félagaskipti í janúar. 12. febrúar 2020 20:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Sjá meira
Nú, rétt rúmu ári eftir að Ajax tapaði á dramatískan hátt gegn Tottenham Hotspur í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu, virðist sem nær allir leikmenn félagsins sem byrjuðu síðari leik liðanna séu á förum.David Ornstein á The Athletic greinir frá þessu. Frenkie de Jong og Matthijs de Ligt yfirgáfu félagið síðasta sumar. De Jong fór til Barcelona og De Ligt fór til Juventus. Að þeim frátöldum þá hélt Ajax í aðra leikmenn allt þangað til nýverið þegar það var staðfest að Hakim Ziyech myndi ganga til liðs við Chelsea þegar yfirstandandi tímabili lýkur. Nú virðist sem fleiri leikmenn gætu fylgt fordæmi Ziyech. Talið er að Erik ten Hag, þjálfari liðsins, ásamt þeim Marc Overmars og Edwin van der Sar hafi sannfært leikmennna um að vera áfram í eitt tímabil þar sem þeir gætu náð sama ef ekki betri árangri en þeir gerðu tímabilið áður. Ajax féll hins vegar úr leik eftir grátlegt 0-1 tap á heimavelli gegn Valencia í síðasta leik riðlakeppninnar. Þá gerði liðið 4-4 jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge í Lundúnum eftir að hafa verið 4-1 yfir þegar 35 mínútur voru til leiksloka. Í stöðunni 4-2 fékk Ajax tvö rauð spjöld með mínútu millibili en UEFA hefur gefið það út að dómari leiksins hafi gert mistök. Liðið er þó enn á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar, með sex stiga forskot á AZ Alkmaar sem er í 2. sæti þegar 22 umferðum er lokið. Vildi félagið því ekki selja leikmenn í janúar og því fékk Chelsea ekki að kaupa Ziyech fyrr en eftir að glugganum var lokað. Samkvæmt heimildum The Athletic er talið að átta leikmenn gætu yfirgefið Ajax næsta sumar. Þar ber helst að nefna miðjumanninn Donny van de Beek en þessi 22 ára gamli landsliðsmaður Hollands hefur verið orðaður við Real Madrid og Manchester United. Þá gæti hinn 30 ára gamli Daley Blind, sem snéri aftur í lið Ajax á dögunum eftir að hafa farið í hjartaaðgerð í desember, farið til Ítalíu eða aftur til Englands. Talið er að Mikael Arteta, þjálfari Arsenal, hafi áhuga á því að fá örvfættan miðvörð til liðsins og kemur Blind til greina en hann lék með Manchester United frá 2014-2018. Aðrir leikmenn sem nefndir hafa verið eru markvörðurinn Andre Onana, vinstri bakvörðurinn Nicolas Tagliafico, hægri bakverðirnir Noussair Mazraoui og Sergino Dest, miðvörðurinn Joel Veltman og að lokum miðjumaðurinn David Neres. Ajax mætir spænska liðinu Getafe í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar þann 20. febrúar.
Evrópudeild UEFA Hollenski boltinn Tengdar fréttir Ajax staðfestir að Ziyech fari til Chelsea Hakim Ziyech gengur í raðir Chelsea frá Ajax eftir tímabilið. 13. febrúar 2020 12:19 Chelsea að landa Ziyech Chelsea mun hafa náð samkomulagi við Ajax um kaup á kantmanninum Hakim Ziyech sem félagið reyndi að fá þegar opið var fyrir félagaskipti í janúar. 12. febrúar 2020 20:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Sjá meira
Ajax staðfestir að Ziyech fari til Chelsea Hakim Ziyech gengur í raðir Chelsea frá Ajax eftir tímabilið. 13. febrúar 2020 12:19
Chelsea að landa Ziyech Chelsea mun hafa náð samkomulagi við Ajax um kaup á kantmanninum Hakim Ziyech sem félagið reyndi að fá þegar opið var fyrir félagaskipti í janúar. 12. febrúar 2020 20:30