Erlent

Enn mótmælt í Úkraínu

Þúsundir mótmælenda létu kulda ekki á sig fá og héldu áfram mótmælum gegn meintum kosningasvikum og fölskum niðurstöðum í forsetakosningum í Úkraínu í nótt. Á meðal mótmælendanna gengu sögusagnir þess efnis, að öryggissveitir hygðust leggja til atlögu við þá og ryðja þeim burt, en engar fregnir hafa borist af því. Viktor Yuschenko, frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, hvetur til áframhaldandi mótmæla um allt land í dag, og segir þrjár milljónir atkvæða hafa verið falsaðar. Talsmenn bandarískra yfirvalda kveðast verða að endurskoða samband sitt við Úkraínu verði ekki brugðist við umkvörtunum vegna kosningasvika, og formælendur Evrópusambandsins segir fulltrúa Úkraínustjórnar verða kallaða inn til viðræðna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×