Sport

Sportið í dag: Kolbeinn boxari, Sigurbergur, Ágúst og handboltapar á leið norður

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kjartan Atli og Henry Birgir stýra Sportinu í dag.
Kjartan Atli og Henry Birgir stýra Sportinu í dag. vísir/vilhelm

Hnefaleikar og handbolti eiga sviðið í Sportinu í dag sem hefst venju samkvæmt klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport.

Boxarinn Kolbeinn Kristinsson sest í stólinn og fer yfir sín mál. Hann er ósigraður á sínum atvinnumannaferli og er að fara að láta til sín taka í Bandaríkjunum. 

Sigurbergur Sveinsson, handboltamaður í ÍBV, verður í spjalli sem og handboltaþjálfarinn Ágúst Jóhannsson. 

Einnig verður spjallað við handboltaparið Rut Jónsdóttur og Ólaf Gústafsson sem eru á leið norður til Akureyrar. Þetta og meira til í þætti dagsins.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×