Sjö hinna smituðu gistu á sama hóteli á Norður-Ítalíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. mars 2020 22:45 Frá Madonna-skíðasvæðinu á Norður-Ítalíu. Þar er nú fjöldi Íslendinga á skíðum og eru þeir væntanlegir til landsins næstkomandi laugardag. vísir/getty Sjö þeirra níu Íslendinga sem nú hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 gistu öll á sama hóteli á Norður-Ítalíu. Enginn Íslendingur dvelur hins vegar á hótelinu nú. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. Greint var frá því fyrr í kvöld að þrjú ný tilfelli kórónuveiru hefðu verið staðfest hér á landi. Áður höfðu þrjú tilfelli verið greind í dag, fyrir helgina greindist eitt og tvö til viðbótar um helgina. Átta einstaklingar sem greinst hafa með veiruna höfðu öll verið á ferðalagi um Norður-Ítalíu. Eru smitin rakin þangað þótt fólkið hafi verið á ferðalagi utan svæða sem áður höfðu verið skilgreind sem svæði með mikla smitáhættu. Ítalía hefur nú öll verið skilgreind sem slíkt áhættusvæði. Ekki er vitað hvar sá níundi, einn þeirra sem greindist í kvöld, smitaðist. Segir Víðir unnið að smitrakningu á því tilfelli. Öll hinna smituðu eru í einangrun heima hjá sér og eru þau öll á höfuðborgarsvæðinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.vísir/sigurjón Fóru í sóttkví strax við heimkomu á laugardag Þau tvö sem greindust í kvöld og komu frá Norður-Ítalíu með flugi Icelandair frá Veróna á laugardag hafa verið í sóttkví síðan þau komu heim. „Þau fundu fyrir einhverjum einkennum þannig að þau hafa væntanlega dregið sig í hlé út af því,“ segir Víðir. Allar líkur eru því taldar á því að þau hafi smitast af veirunni úti en ekki hér heima. Um sjötíu Íslendingar fóru til Norður-Ítalíu á skíði á laugardaginn og eru væntanleg aftur til landsins næsta laugardag. Flogið er eins og áður í gegnum Veróna. Aðspurður um undirbúninginn vegna komu þessa hóps segir Víðir að byrjað sé að skoða það í samvinnu við ferðaskrifstofurnar og Icelandair. Fundað hafi verið um málið í dag og reiknað sé með viðbúnaði þegar fólkið kemur aftur heim. „En við höfum líka fréttir af því að fólk sé mjög vart um sig og sé bara á skíðum og reyni að vera ekki í samneyti mikið við aðra. Haldi sig svona frá öðru fólki þannig að menn séu allt sem þeir geta til að passa sig. Þetta fólk var náttúrulega mjög meðvitað um þetta þannig að það sem við heyrum hljómar skynsamlega,“ segir Víðir. Hér sést starfsmaður Landspítalans í hlífðargalla vegna kórónuveirunnar.vísir/vilhelm Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit? Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ítalía Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Sjö þeirra níu Íslendinga sem nú hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 gistu öll á sama hóteli á Norður-Ítalíu. Enginn Íslendingur dvelur hins vegar á hótelinu nú. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. Greint var frá því fyrr í kvöld að þrjú ný tilfelli kórónuveiru hefðu verið staðfest hér á landi. Áður höfðu þrjú tilfelli verið greind í dag, fyrir helgina greindist eitt og tvö til viðbótar um helgina. Átta einstaklingar sem greinst hafa með veiruna höfðu öll verið á ferðalagi um Norður-Ítalíu. Eru smitin rakin þangað þótt fólkið hafi verið á ferðalagi utan svæða sem áður höfðu verið skilgreind sem svæði með mikla smitáhættu. Ítalía hefur nú öll verið skilgreind sem slíkt áhættusvæði. Ekki er vitað hvar sá níundi, einn þeirra sem greindist í kvöld, smitaðist. Segir Víðir unnið að smitrakningu á því tilfelli. Öll hinna smituðu eru í einangrun heima hjá sér og eru þau öll á höfuðborgarsvæðinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.vísir/sigurjón Fóru í sóttkví strax við heimkomu á laugardag Þau tvö sem greindust í kvöld og komu frá Norður-Ítalíu með flugi Icelandair frá Veróna á laugardag hafa verið í sóttkví síðan þau komu heim. „Þau fundu fyrir einhverjum einkennum þannig að þau hafa væntanlega dregið sig í hlé út af því,“ segir Víðir. Allar líkur eru því taldar á því að þau hafi smitast af veirunni úti en ekki hér heima. Um sjötíu Íslendingar fóru til Norður-Ítalíu á skíði á laugardaginn og eru væntanleg aftur til landsins næsta laugardag. Flogið er eins og áður í gegnum Veróna. Aðspurður um undirbúninginn vegna komu þessa hóps segir Víðir að byrjað sé að skoða það í samvinnu við ferðaskrifstofurnar og Icelandair. Fundað hafi verið um málið í dag og reiknað sé með viðbúnaði þegar fólkið kemur aftur heim. „En við höfum líka fréttir af því að fólk sé mjög vart um sig og sé bara á skíðum og reyni að vera ekki í samneyti mikið við aðra. Haldi sig svona frá öðru fólki þannig að menn séu allt sem þeir geta til að passa sig. Þetta fólk var náttúrulega mjög meðvitað um þetta þannig að það sem við heyrum hljómar skynsamlega,“ segir Víðir. Hér sést starfsmaður Landspítalans í hlífðargalla vegna kórónuveirunnar.vísir/vilhelm Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit? Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ítalía Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira