Erlent

Heitir stuðningi Bandaríkjanna

Colin Powell, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heitir Palestínumönnum stuðningi Bandaríkjanna í forsetakosningunum í janúar á næsta ári. Powell var staddur í Ísrael í gær og fundaði bæði með ísraelskum og palestínskum ráðamönnum og ræddi við þá ástand mála eftir fráfall Arafats. Ísraelskir ráðamenn sögðust gera allt sem þeir gætu til að tryggja að kosningarnar færu sem best fram, þar á meðal rýmka ferðaheimildir fólks á Vesturbakkanum og á Gaza-ströndinni. Powell segist vonast til að við dauða Arafats hafi skapast betri aðstæður en áður til friðarviðræðna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×