Fótbolti

Óskaði þess að völlur liðsins myndi brenna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það hefur mikið gengið á hjá Mason Bennett.
Það hefur mikið gengið á hjá Mason Bennett. vísir/getty

Mason Bennett, framherji Derby, hefur ekki átt sjö daganna sæla hjá félaginu undanfarna mánuði. Hann var tekinn keyrandi undir áhrifum áfengis í september á síðasta ári og nú hefur lekið út myndband þar sem hann óskar þess að heimavöllur Derby brenni.

Bennett keyrði framhjá heimavelli Derby, Pride Park, í myndbandinu og sagði í tvígang að hann vonaðist eftir því að völlurinn myndi brenna. Hann sagði sjálfur á Twitter að þetta væri einkahúmor en hann baðst afsökunar á hegðun sinni.

Félagið hefur ekki tjáð sig um atvikið en Bennett var lánaður til Millwall á síðustu leiktíð eftir að hafa verið tekinn fullur undir stýri í september mánuði. Hann lenti í árekstri en með honum í bílnum voru þrír aðrir leikmenn Derby; Tom Lawrene, Richard Keogh og 18 ára leikmaður úr akademíu félagsins.

Þá var Bennett sektaður um sex vikna laun en óvíst er hvað félagið gerir nú. Samningur han svið félagið rennur út í næsta mánuði og má teljast ólíklegt að hann fái nýjan samning hjá félaginu eftir hegðun sína undanfarin ár.

Stuðningsmenn Derby virðast vera allt annað en sáttir með Bennett og hafa látið hann duglega heyra það eftir að myndbandið lak á netið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×