Erlent

Þjóðverjar efast um úrslit

Utanríkisráðherra Þýskalands, Joschka Fischer, sagði að efasemdir um úrslit forsetakosninganna í Úkraínu væru alveg réttlætanlegar. "Við krefjumst þess að úkraínsk stjórnvöld, í samvinnu við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, skoði kjörskrá og aðferðir við að telja atkvæðin og geri nauðsynlegar leiðréttingar," sagði hann við blaðamenn. Forsætisráðherra landsins, Viktor Janukovitsj, hefur lýst yfir sigri, en mótframbjóðandi hans, Viktor Júsjenko, neitar að játa sig sigraðan. Um 100.000 mótmælendur streymdu inn á aðaltorg Kænugarðs í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×