Enski boltinn

Skilaboð frá Mourinho til stuðningsmanna Chelsea: Júdas er númer eitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, fékk að heyra það í kvöld frá stuðningsmönnum Chelsea en sást meðal annars veifa þremur fingrum í átt að þeim.

Mourinho þjálfaði áður Chelsea og gerði félagið þrisvar sinnum að Englandsmeisturum. Fyrst 2005 og 2006 og svo aftur 2015.

Stuðningsmenn Chelsea kölluðu hann Júdas á meðan leiknum stóð og portúgalski stjórinn átti svar við því.

„Þeir mega kalla mig það sem þeir vilja. Staðan er bara þannig að þar til að þeir eiga knattspyrnustjóra sem hefur unnið ensku deildina fjórum sinnum fyrir þá þá er ég númer eitt,“ sagði Jose Mourinho.

„Þegar einhver vinnur fjóra meistaratitla fyrir þá verð ég kominn í annað sætið. Þangað til þá er Júdas númer eitt,“ sagði Mourinho.

Chelsea hefur orðið ensku meistari fimm sinnum en er á góðri leið með því að vinna ensku deildina í sjötta sinn undir stjórn Antonio Conte.

Ted Drake gerði Chelsea að meisturum í fyrsta sinn árið 1955 en síðan hafa Jose Mourinho (2005, 2006, 2015) og Carlo Ancelotti (2010)  unnið enska meistaratitilinn með liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×