Þingforseti freistar þess að ljúka umræðum um umdeilt útlendingafrumvarp Heimir Már Pétursson skrifar 6. maí 2020 19:00 Mikið var um atkvæðagreiðslur á Alþingi í dag. Síðdegis hófust umræður um frumvörp um nýjustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Stöð 2/Einar Þingmenn hófu síðdegis aðra umræðu um bandormsfrumvarp ríkisstjórnarinnar vegna síðustu efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar. Síðar í kvöld á að ræða umdeilt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Kolbeinn Óttarsson Proppé er ekki hrifinn af málflutningi Miðflokksins í loftlagsmálum.Vísir/Vilhelm Þingfundur hófst með umræðum um störf þingsins klukkan þrjú í dag. Í þeim undraðist stjórnarþingmaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé málflutning þingmanna Miðflokksins í umræðum um loftslagsmál og borgarlínu á Alþingi í vikunni. Þar vissi flokkurinn alltaf betur en allir aðrir. „Og ég velti því fyrir mér margoft undir þessum umræðum; undan hvaða steini Miðflokkurinn skreið.“ „Gögn, líkön, staðreyndir. Þetta skiptir Miðflokkinn engu máli,“ sagði Kolbeinn. Þorsteinn Sæmundsson segir fulla ástæðu til að fólk kynni sér málflutning þingmanna Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins lét þessi ummæli ekki slá sig út af laginu. „Ég vil nú byrja á því að þakka háttvirtum þingmanni Kolbeinni Óttarssyni Proppé fyrir að vekja athygli á sérstöðu Miðflokksins þegar kemur að þeim málum sem hér voru rædd í gær. Og ég tek undir hvatningu hans til landsmanna til að kynna sér innihald þeirrar umræðu,“ sagði Þorsteinn. Fundurinn fór annars framan af í atkvæðagreiðslur um nokkur mál. Þær fara fram með sérkennilegum hætti þessa dagana á Alþingi vegna sóttvarna. Meðal annars voru greidd atkvæði um lengingu þingfundar í kvöld þar sem þingforseti freistar þess meðal annars að ljúka fyrstu umræðu um frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir ekki til í kvöldfundi til að ljúka umræðum um umdeilt frumvarp um útlendinga.Vísir/ Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata sagði flokkinn til í að funda lengi um aðgerðir vegna kórónufaraldursins, eins og bandormsfrumvarp ríkisstjórnarinnar vegna síðustu aðgerða hennar sem umræða hófst um rétt um klukkan fimm. „Við lögðum hins vegar ekki blessun okkar yfir það að vinna hér fram á kvöld í því að koma á enn ómannúðlegri Útlendingastofnun og útlendingastefnu en nú þegar er í gildi á Íslandi. Þar af leiðandi segjum við nei við lengdum þingfundi og nei við þessu óbermis frumvarpi,“ sagði Þórhildur Sunna. Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Þingmenn hófu síðdegis aðra umræðu um bandormsfrumvarp ríkisstjórnarinnar vegna síðustu efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar. Síðar í kvöld á að ræða umdeilt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Kolbeinn Óttarsson Proppé er ekki hrifinn af málflutningi Miðflokksins í loftlagsmálum.Vísir/Vilhelm Þingfundur hófst með umræðum um störf þingsins klukkan þrjú í dag. Í þeim undraðist stjórnarþingmaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé málflutning þingmanna Miðflokksins í umræðum um loftslagsmál og borgarlínu á Alþingi í vikunni. Þar vissi flokkurinn alltaf betur en allir aðrir. „Og ég velti því fyrir mér margoft undir þessum umræðum; undan hvaða steini Miðflokkurinn skreið.“ „Gögn, líkön, staðreyndir. Þetta skiptir Miðflokkinn engu máli,“ sagði Kolbeinn. Þorsteinn Sæmundsson segir fulla ástæðu til að fólk kynni sér málflutning þingmanna Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins lét þessi ummæli ekki slá sig út af laginu. „Ég vil nú byrja á því að þakka háttvirtum þingmanni Kolbeinni Óttarssyni Proppé fyrir að vekja athygli á sérstöðu Miðflokksins þegar kemur að þeim málum sem hér voru rædd í gær. Og ég tek undir hvatningu hans til landsmanna til að kynna sér innihald þeirrar umræðu,“ sagði Þorsteinn. Fundurinn fór annars framan af í atkvæðagreiðslur um nokkur mál. Þær fara fram með sérkennilegum hætti þessa dagana á Alþingi vegna sóttvarna. Meðal annars voru greidd atkvæði um lengingu þingfundar í kvöld þar sem þingforseti freistar þess meðal annars að ljúka fyrstu umræðu um frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir ekki til í kvöldfundi til að ljúka umræðum um umdeilt frumvarp um útlendinga.Vísir/ Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata sagði flokkinn til í að funda lengi um aðgerðir vegna kórónufaraldursins, eins og bandormsfrumvarp ríkisstjórnarinnar vegna síðustu aðgerða hennar sem umræða hófst um rétt um klukkan fimm. „Við lögðum hins vegar ekki blessun okkar yfir það að vinna hér fram á kvöld í því að koma á enn ómannúðlegri Útlendingastofnun og útlendingastefnu en nú þegar er í gildi á Íslandi. Þar af leiðandi segjum við nei við lengdum þingfundi og nei við þessu óbermis frumvarpi,“ sagði Þórhildur Sunna.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira