Erdogan berst við „Nasista“ og hótar þvingunum Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2017 19:22 Ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, fer nú mikinn eftir að þeim var meinað að halda kosningafundi í Hollandi, Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Erdogan hefur að undanförnu verið duglegur við að kalla æðstu ráðamenn Þýskalands og Hollands Nasista og segist nú ætla að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Þá segir hann Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, styðja hryðjuverkamenn. Þar að auki ítrekaði hann að Nasista-líkingu sína, í sjónvarpsviðtali nú í kvöld. Auk þess hótaði Erdogan að beita viðskiptaþvingunum gegn Hollandi, bandamönnum sínum innan Atlantshafsbandalagsins.Leita til Tyrkja í Evrópu Saga málsins er sú að Tyrkir hafa verið að senda ráðherra til Evrópu til að tryggja sér atkvæði Tyrkja sem búa þar í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu í Tyrklandi þann 16. apríl. Fjölmargir Tyrkir búa í Evrópu og sem dæmi eru allt að 1,4 milljónir Tyrkja sem geta kosið í Þýskalandi. Um 400 þúsund kosningabærir Tyrkir búa í Hollandi. Atkvæðagreiðslan er um stjórnarskrárbreytingar sem gefa Erdogan mun meiri völd en forsetar í Tyrklandi hafa haft áður. Embætti forsætisráðherra yrði í raun lagt niður. Samband Erdogan og ráðamanna í Evrópu var stirt fyrir vegna ýmissa mannréttindabrota í Tyrklandi og aðgerðir stjórnvalda í kjölfar valdaránstilraunarinnar hluta hersins þar í sumar. Þann 2. maí komu embættismenn í Gaggenau í Þýskalandi í veg fyrir kosningafund Bekir Bozdag, dómsmálaráðherra Tyrklands, og sögðu þeir ástæðuna vera áhyggjur vegna öryggis og mannfjölda. Stjórnendur annarra borga í Þýskalandi fylgdu þeirri ákvörðun.Erdogan brást reiður við og sakaði Þjóðverja um að beita aðferðum Nasista. Merkel sagði ríkisstjórn sína ekki vera á móti kosningafundum Tyrkja í Þýskalandi, en að þeir yrðu að fylgja reglugerðum.Féllu í gildru Erdogan Yfirvöld í Hollandi bönnuðu hins vegar Tyrkjum að halda kosningafundi þar og meinuðu flugvél Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, að lenda í Hollandi. Þá var Fatma Betul Sayan Kaya, fjölskylduráðherra Tyrklands, vísað frá landinu. Christian Kern, kanslari Austurríkis, hefur kallað eftir því að Evrópusambandið leggi blátt bann við kosningafundum Tyrkja. Þeirri uppástungu hefur þó ekki verið tekið vel.Erdogan hefur kallað Hollendinga Nasista minnst tvisvar sinnum um helgina, en Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, segir slík ummæli óásættanleg og fer fram á afsökunarbeiðni frá Erdogan. Deilan hefur leitt til mótmæla í Hollandi. Sérfræðingar sem AFP fréttaveitan ræddi við segja Hollendinga einfaldlega hafa fallið í gildru Erdogan. Hann hafi í raun verið að leita sér að óvini til að þjappa þjóðernissinnum heima fyrir á bak við sig. Fyrrverandi erindreki ESB í Tyrklandi segir enga leið út úr þessari deilu í fljótu bragði. Mjög lítill munur sé á milli fylkinga í Tyrklandi miðað við skoðanakannanir og að mikið liggi undir hjá Erdogan og stuðningsmönnum hans. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, fer nú mikinn eftir að þeim var meinað að halda kosningafundi í Hollandi, Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Erdogan hefur að undanförnu verið duglegur við að kalla æðstu ráðamenn Þýskalands og Hollands Nasista og segist nú ætla að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Þá segir hann Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, styðja hryðjuverkamenn. Þar að auki ítrekaði hann að Nasista-líkingu sína, í sjónvarpsviðtali nú í kvöld. Auk þess hótaði Erdogan að beita viðskiptaþvingunum gegn Hollandi, bandamönnum sínum innan Atlantshafsbandalagsins.Leita til Tyrkja í Evrópu Saga málsins er sú að Tyrkir hafa verið að senda ráðherra til Evrópu til að tryggja sér atkvæði Tyrkja sem búa þar í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu í Tyrklandi þann 16. apríl. Fjölmargir Tyrkir búa í Evrópu og sem dæmi eru allt að 1,4 milljónir Tyrkja sem geta kosið í Þýskalandi. Um 400 þúsund kosningabærir Tyrkir búa í Hollandi. Atkvæðagreiðslan er um stjórnarskrárbreytingar sem gefa Erdogan mun meiri völd en forsetar í Tyrklandi hafa haft áður. Embætti forsætisráðherra yrði í raun lagt niður. Samband Erdogan og ráðamanna í Evrópu var stirt fyrir vegna ýmissa mannréttindabrota í Tyrklandi og aðgerðir stjórnvalda í kjölfar valdaránstilraunarinnar hluta hersins þar í sumar. Þann 2. maí komu embættismenn í Gaggenau í Þýskalandi í veg fyrir kosningafund Bekir Bozdag, dómsmálaráðherra Tyrklands, og sögðu þeir ástæðuna vera áhyggjur vegna öryggis og mannfjölda. Stjórnendur annarra borga í Þýskalandi fylgdu þeirri ákvörðun.Erdogan brást reiður við og sakaði Þjóðverja um að beita aðferðum Nasista. Merkel sagði ríkisstjórn sína ekki vera á móti kosningafundum Tyrkja í Þýskalandi, en að þeir yrðu að fylgja reglugerðum.Féllu í gildru Erdogan Yfirvöld í Hollandi bönnuðu hins vegar Tyrkjum að halda kosningafundi þar og meinuðu flugvél Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, að lenda í Hollandi. Þá var Fatma Betul Sayan Kaya, fjölskylduráðherra Tyrklands, vísað frá landinu. Christian Kern, kanslari Austurríkis, hefur kallað eftir því að Evrópusambandið leggi blátt bann við kosningafundum Tyrkja. Þeirri uppástungu hefur þó ekki verið tekið vel.Erdogan hefur kallað Hollendinga Nasista minnst tvisvar sinnum um helgina, en Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, segir slík ummæli óásættanleg og fer fram á afsökunarbeiðni frá Erdogan. Deilan hefur leitt til mótmæla í Hollandi. Sérfræðingar sem AFP fréttaveitan ræddi við segja Hollendinga einfaldlega hafa fallið í gildru Erdogan. Hann hafi í raun verið að leita sér að óvini til að þjappa þjóðernissinnum heima fyrir á bak við sig. Fyrrverandi erindreki ESB í Tyrklandi segir enga leið út úr þessari deilu í fljótu bragði. Mjög lítill munur sé á milli fylkinga í Tyrklandi miðað við skoðanakannanir og að mikið liggi undir hjá Erdogan og stuðningsmönnum hans.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira