Leiðtogar ESB-ríkja segja ummæli Erdogan vera óásættanleg Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2017 08:17 Leiðtogar nokkurra aðildarríkja Evrópusambandsins hafa gagnrýnt tyrknesk stjórnvöld um helgina, eftir að Recip Tayip Erdogan Tyrklandsforseti sakaði Þjóðverja og Hollendinga um nasisma. Ástæða ummæla Erdogans er sú ákvörðun að banna fjöldamótmæli sem fara áttu fram í löndunum og virðast hafa verið skipulögð af tyrkneskum yfirvöldum. Hollenski forsætisráðherrann Mark Rutte segir ummælin óásættanleg og Sigmar Gabriel, utanríkisráðherra Þjóðverja, segist hafa vonað að Tyrkir færu að ná áttum. Þá hefur Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Dana, frestað fyrirhuguðum fundi með Erdogan og segist óttast að lýðræðið standi nú afar höllum fæti í Tyrklandi.Segir nasismann lifa enn Erdogan sagði í ræðu í Istanbúl í gær að hann hafi ávallt sagt að hann hafi talið nasismann dauðan en nú sé það breytt. „Ég hafði rangt fyrir mér. Nasismi lifir enn á Vesturlöndum,“ sagði forsetinn. Erdogan var þar að vísa til þess að tveimur ráðherrum tyrknesku ríkisstjórnarinnar hafi verið meinað að ávarpa tyrkneska innflytjendur í hollensku borginni Rotterdam á laugardag. Fjölskyldumálaráðherranum Fatma Betul Sayan Kaya var meinað að koma inn í skrifstofu ræðismanns Tyrkja í Rotterdam. Því næst fylgdi hollenska lögreglan honum að landamærunum við Þýskaland. Þá reyndi utanríkisráðherrann Mevlut Cavosoglu að fljúga til Hollands en var honum meinuð innganga í landið. Cavosoglu fékk hins vegar að fara til frönsku borgarinnar Metz. Þar hélt hann ræðu og sagði Holland höfuðvígi fasismans.Afstaða til stjórnarskrárbreytingar að breytast Ráðherrarnir ætluðu að halda ræðu í Hollandi til þess að reyna að afla stuðnings við breytingartillögur á stjórnarskrá Tyrklands sem myndu færa forsetanum aukið vald. Kosið verður þann 16. apríl og hefur afstaða Tyrkja sveiflast gríðarlega ef marka má kannanir. Þannig styðja 36 prósent tillöguna í könnun AKAM frá 9. mars, 52 prósent í könnun ORC frá 7. mars og 53 prósent í könnun MAK frá því 2. mars. Tengdar fréttir Erdogan líkir þýskum stjórnvöldum við nasista Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, líkir þýskum stjórnvöldum við nasista eftir að þau bönnuðu fjöldasamkomur Tyrkja í Þýskalandi, sem miðuðu að því að tryggja stuðning Tyrkja í Þýskalandi við stjórnarskrárbreytingar. 5. mars 2017 16:27 Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en 13. mars 2017 07:00 Tyrkir hóta Hollendingum gagnaðgerðum vegna brottvísunar ráðherra Erdogan forseti Tyrklands kallar Hollendinga "leifar nasismans“ og fasista á meðan deilur hollenskra og tyrkneskra stjórnvalda harðna. 12. mars 2017 12:46 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Leiðtogar nokkurra aðildarríkja Evrópusambandsins hafa gagnrýnt tyrknesk stjórnvöld um helgina, eftir að Recip Tayip Erdogan Tyrklandsforseti sakaði Þjóðverja og Hollendinga um nasisma. Ástæða ummæla Erdogans er sú ákvörðun að banna fjöldamótmæli sem fara áttu fram í löndunum og virðast hafa verið skipulögð af tyrkneskum yfirvöldum. Hollenski forsætisráðherrann Mark Rutte segir ummælin óásættanleg og Sigmar Gabriel, utanríkisráðherra Þjóðverja, segist hafa vonað að Tyrkir færu að ná áttum. Þá hefur Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Dana, frestað fyrirhuguðum fundi með Erdogan og segist óttast að lýðræðið standi nú afar höllum fæti í Tyrklandi.Segir nasismann lifa enn Erdogan sagði í ræðu í Istanbúl í gær að hann hafi ávallt sagt að hann hafi talið nasismann dauðan en nú sé það breytt. „Ég hafði rangt fyrir mér. Nasismi lifir enn á Vesturlöndum,“ sagði forsetinn. Erdogan var þar að vísa til þess að tveimur ráðherrum tyrknesku ríkisstjórnarinnar hafi verið meinað að ávarpa tyrkneska innflytjendur í hollensku borginni Rotterdam á laugardag. Fjölskyldumálaráðherranum Fatma Betul Sayan Kaya var meinað að koma inn í skrifstofu ræðismanns Tyrkja í Rotterdam. Því næst fylgdi hollenska lögreglan honum að landamærunum við Þýskaland. Þá reyndi utanríkisráðherrann Mevlut Cavosoglu að fljúga til Hollands en var honum meinuð innganga í landið. Cavosoglu fékk hins vegar að fara til frönsku borgarinnar Metz. Þar hélt hann ræðu og sagði Holland höfuðvígi fasismans.Afstaða til stjórnarskrárbreytingar að breytast Ráðherrarnir ætluðu að halda ræðu í Hollandi til þess að reyna að afla stuðnings við breytingartillögur á stjórnarskrá Tyrklands sem myndu færa forsetanum aukið vald. Kosið verður þann 16. apríl og hefur afstaða Tyrkja sveiflast gríðarlega ef marka má kannanir. Þannig styðja 36 prósent tillöguna í könnun AKAM frá 9. mars, 52 prósent í könnun ORC frá 7. mars og 53 prósent í könnun MAK frá því 2. mars.
Tengdar fréttir Erdogan líkir þýskum stjórnvöldum við nasista Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, líkir þýskum stjórnvöldum við nasista eftir að þau bönnuðu fjöldasamkomur Tyrkja í Þýskalandi, sem miðuðu að því að tryggja stuðning Tyrkja í Þýskalandi við stjórnarskrárbreytingar. 5. mars 2017 16:27 Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en 13. mars 2017 07:00 Tyrkir hóta Hollendingum gagnaðgerðum vegna brottvísunar ráðherra Erdogan forseti Tyrklands kallar Hollendinga "leifar nasismans“ og fasista á meðan deilur hollenskra og tyrkneskra stjórnvalda harðna. 12. mars 2017 12:46 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Erdogan líkir þýskum stjórnvöldum við nasista Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, líkir þýskum stjórnvöldum við nasista eftir að þau bönnuðu fjöldasamkomur Tyrkja í Þýskalandi, sem miðuðu að því að tryggja stuðning Tyrkja í Þýskalandi við stjórnarskrárbreytingar. 5. mars 2017 16:27
Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en 13. mars 2017 07:00
Tyrkir hóta Hollendingum gagnaðgerðum vegna brottvísunar ráðherra Erdogan forseti Tyrklands kallar Hollendinga "leifar nasismans“ og fasista á meðan deilur hollenskra og tyrkneskra stjórnvalda harðna. 12. mars 2017 12:46